Póstkassi skrifaði:Afsaka að vekja dauðan þráð.
En væri ekki hægt að nýta github til að halda þessu við?
Er einmitt að skoða fartölvur og það er mikill söknuður á laptop.is
Alveg guðvelkomið að lífga þetta við ef einhver hefur áhuga
Serverinn er í sjálfu sér enn keyrandi, og framendinn var bara publishaður sjálfkrafa í gegnum Github Pages, svo að fyrsta skref væri að fá nýtt domain.
Kannski má biðja GuðjónR um að græja subdomain hér á vaktina, laptop.vaktin.is, þá allavega verður kostnaðurinn við lénið aldrei ástæðan fyrir því að þetta fer niður.
GuðjónR skrifaði:Við köllum nafn þitt
Þegar það er komið, þá þarf að uppfæra scraperinn, hann hefur líklega brotnað einhverntíman útaf breytingum á síðum verslana.
Og loks er það að skrá þessi fyrrnefndu eigindi á nýjar tölvur, sem líklega eru allar sem eru núna í sölu
Best væri auðvitað ef einhver er flinkur í að automate-a slíkt, hvort sem það er með machine learning, gervigreind eða hvað.
Auðvitað væri best fyrir mig ef einhver annar myndi líka taka yfir hýsinguna, eða kenna mér betri practices í hýsingu. Það er það sem ég skammast mín mest fyrir í þessu öllu saman, að hýsingin og deployment ferlið er örugglega mjög barnalegt.