appel skrifaði:Það er dýrt að halda opinni tómri verslun. Ég hef farið í sumar verslanir yfir daginn, og þær eru galtómar. Hvaða þjónustustig er það? Fyrir hvern? Þessar verslanir eru mannaðar sama fólki og í "rush hour" milli 5-6. Kannast ekki við að það sé þjónustustig að hafa galtóma verslun full mannaða. Ég kalla það klikkun.
Já vissulega, en þetta snýst allt um lágmarkið sem að þú þarft á rush hour.
Við erum t.d. 3 á mínum vinnustað, sem að er reyndar í það minnsta, en við erum bara góðir í okkar vinnu og komumst þess vegna yfir stóru daga í ca 98% tilfella.
Við 3 erum allir á fínu kaupi, X marga yfirvinnu tíma borgaða alla mánuði ársins alveg sama hvort að við vinnum þá eða ekki.
En málið er samt að ca 5% af vinnudögunum á árinu væri hægt að hafa lokað (og þá mætum við bara ekki, en fáum greitt)
í ca 30% væri nóg að vera einn á svæðinu.
önnur 30% væri síðan meira en nóg að vera 2 í vinnu.
Restina af dögunum þarf einfaldlega þessa 3 í vinnu.
en málið er til þess að vera 3 í vinnu þegar að þess þarf, þá þarf einfaldlega að greiða okkur fyrir fullan vinnudag allt árið, annars væri maður bara í einhverri annarri vinnu.
Ef að ég ætti að fá greitt eftir tímum sem að ég vinn en ekki föstum mánðarlaunum, þá væru launin mín ca 40% lægri en þau eru í dag, ég væri ekki til taks dagana sem að fyrirtækið þarf á mér að halda ef að það ætlaði bara að borga mér fyrir tímana sem að þeir þurfa mig.
Það er það nákvæmlega sama með verslunina, hún þarf þetta starfsfólk á rush hour, hún fær ekkert fólk til þess að mæta bara á rush hour og vera síðan bara uppá snaga kauplaust þegar að hún þarf þess ekkert.
Það var semasgt pointið með spurningunni hjá mér áðan.
Værir þú til í að fá greitt fyrir 5 tíma vinnudag sem að er skiptur milli
11-14 og 17-19
ég væri ekki til í það.
jonfr1900 skrifaði:Það eru of margar verslanir. Það eru að ég held fimm Bónus verslanir á Akureyri. Flestar eru tómar yfir daginn. Það dugar ein fyrir alla Akureyri, enda er bærinn ekki nema um 20.000 manns (allt talið).
Þær eru reyndar 3 og ég get alveg lofað þér því að Bónus er ekki að halda búðum opnum þar af tilgangslausu, ef að einhver þeirra væri ekki að reka sig, þá myndu þeir loka versluninni strax, eigendur bónus eru semsagt ekki að borga starfsfólki laun og tapa á því.
Það að það búi þar "bara" 20.000 manns þýðir ekki að það séu þar bara 20.000 manns.
Hérna í eyjum búa t.d. bara 4.300 manns, við erum með bæði krónuna og bónus (ca 100 metrar á milli þeirra) all nokkra frábæra matsölustaði, þar á meðal einn af albestu á landinu, 3 pizzastaði og brugghús. Einungis önnur lágvöruverslunin ætti með réttu að reka sig hérna miðað við íbúafjölda.
Við eyjamenn erum ekki að halda þessu öllu uppi, ég kíkti tildæmis á brugghúsið eftir vinnu í dag og keypti mér 3 bjóra en á meðan að ég sat þarna, þá var selt 100+ drykkir ofan í túrista, ég var lengst af eini íslenskumælandi kúnninn.
mannsfjöldinn á staðnum segir semsagt ekkert um kúnnafjöldann.