Síða 1 af 1

Skjá kaup af B&H

Sent: Þri 25. Apr 2023 12:57
af Drilli
Góðan dag,
Var að velta fyrir mér kaupum af B&H, en á erfitt með að sjá fyrir mér heildar kostnað af kaupunum. Getur einhver hjálpað mér, frætt mig og komið með c.a. tölu sem ég væri að fara að borga í heild sinni?
Hver er útreikningar formúlan?

https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... k_ips.html

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Þri 25. Apr 2023 12:59
af Nariur
Þeir segjast sjá um öll innflutingsgjöld, svo talan sem þú sérð í checkout er talan sem þú borgar.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Þri 25. Apr 2023 13:14
af Drilli
Nariur skrifaði:Þeir segjast sjá um öll innflutingsgjöld, svo talan sem þú sérð í checkout er talan sem þú borgar.

Hjartans þakkir!

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Þri 25. Apr 2023 14:28
af blitz
Til að bæta við - ég keypti Gigabyte M27Q á djúsí afslætti, hann var merktur "Condition: 10 Good as new"

Sá engan mun á honum og nýjum (allar filmur ennþá á o.s.frv.) og sparaði böns af pening.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Þri 25. Apr 2023 15:13
af Vaktari
Er alveg safe að versla gegnum þetta upp á ábyrgð ?
Meina hvað ef eitthvað gerist þá þarf maður að senda allt til baka erlendis sjálfur væntanlega?

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Þri 25. Apr 2023 19:11
af Drilli
Tölvulistinn er með þennan skjá, eða mjög sambærilegan á 20.000 kr meira, finnst þetta ekki vera þegar virði eins og er. Það þarf að vera meiri afsláttur eða B vara til að þetta fari að borga sig fyrir vesenið sem fylgir því að kaupa erlendis.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Þri 25. Apr 2023 19:33
af emmi
Hef oft verslað þarna og lent í að þurfa að skila vegna galla. Þetta er painless ferli og kostar þig ekki krónu ef það kæmi fyrir.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Þri 25. Apr 2023 20:27
af Drilli
emmi skrifaði:Hef oft verslað þarna og lent í að þurfa að skila vegna galla. Þetta er painless ferli og kostar þig ekki krónu ef það kæmi fyrir.

Þarftu ekki að greiða sendingarkostnaðinn á gallaðri vöru, til eða frá landsins?

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Þri 25. Apr 2023 20:44
af Televisionary
BH hafa greitt fyrir sendinguna. En ég hef þurft að greiða fyrir tollafgreiðslu úr landi (10K c.a. minnir mig). En þetta er mín #1 verslun. Hef keypt mikið af þeim í gegnum tíðina.

Drilli skrifaði:
emmi skrifaði:Hef oft verslað þarna og lent í að þurfa að skila vegna galla. Þetta er painless ferli og kostar þig ekki krónu ef það kæmi fyrir.

Þarftu ekki að greiða sendingarkostnaðinn á gallaðri vöru, til eða frá landsins?

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Mið 26. Apr 2023 14:17
af Lexxinn
Hef 3x keypt skjá frá þeim á tilboði. Stóðst allt. Verð sem er gefið upp, engin aukagjöld.
Mæli með þegar þetta sparar nægar krónur til að missa innlenda ábyrgð.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Fös 28. Apr 2023 11:12
af Vaktari
Var að skoða skjákort þarna.
Kom á fyrstu síðunni X upphæð en svo þegar ég var kominn alveg í checkout þá var upphæðin lægri?
Er það endanlega upphæð eða greiðir maður svo import fee og slíkt þegar varan kemur til landsins?

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Fös 28. Apr 2023 17:31
af Drilli
Vaktari skrifaði:Var að skoða skjákort þarna.
Kom á fyrstu síðunni X upphæð en svo þegar ég var kominn alveg í checkout þá var upphæðin lægri?
Er það endanlega upphæð eða greiðir maður svo import fee og slíkt þegar varan kemur til landsins?


Þeir segja hér að ofan að það bætist ekkert meira við vöruna.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Fös 28. Apr 2023 20:11
af Vaktari
Drilli skrifaði:
Vaktari skrifaði:Var að skoða skjákort þarna.
Kom á fyrstu síðunni X upphæð en svo þegar ég var kominn alveg í checkout þá var upphæðin lægri?
Er það endanlega upphæð eða greiðir maður svo import fee og slíkt þegar varan kemur til landsins?


Þeir segja hér að ofan að það bætist ekkert meira við vöruna.


Já heyrðj í þeim í dag og import fee og taxes er víst eitthvað sem maður borgar við afhendingu vörunnar.
Þannig verðið sem er í byrjun er allt verð með í import fee og slíkt. Svo borgar maður í payment fyrir vöruna og sendingu en svo skatt og gjöld við móttöku
Ég skildi það allavega þannig

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Lau 29. Apr 2023 00:45
af Sinnumtveir
Í "check out" @bhphotovideo hefurðu þetta val um "Duties & Taxes. How would you like to pay?"

Annars vegar:

"I'll handle it myself"

og hins vegar:

"Fast and easy pre-pay"

Fyrri valkosturinn er hausverkur og kostar líka slatta meiri pening.

Þannig að þú skalt alltaf velja "Fast and easy pre-pay". Þá færðu vöruna afhenta heima hjá þér án nokkura málalenginga eða viðbótarkostnaðar.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Sun 30. Apr 2023 16:30
af Vaktari
Sinnumtveir skrifaði:Í "check out" @bhphotovideo hefurðu þetta val um "Duties & Taxes. How would you like to pay?"

Annars vegar:

"I'll handle it myself"

og hins vegar:

"Fast and easy pre-pay"

Fyrri valkosturinn er hausverkur og kostar líka slatta meiri pening.

Þannig að þú skalt alltaf velja "Fast and easy pre-pay". Þá færðu vöruna afhenta heima hjá þér án nokkura málalenginga eða viðbótarkostnaðar.


Sýnist þetta samt ekki vera alltaf hægt eins og í þeim skjákortum sem ég er að skoða.
Ef það er eitthvað free item inn í að þá er ekki hægt að velja fast and easy pre pay. t.d.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Sun 30. Apr 2023 21:06
af Sinnumtveir
Vaktari skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:Í "check out" @bhphotovideo hefurðu þetta val um "Duties & Taxes. How would you like to pay?"

Annars vegar:

"I'll handle it myself"

og hins vegar:

"Fast and easy pre-pay"

Fyrri valkosturinn er hausverkur og kostar líka slatta meiri pening.

Þannig að þú skalt alltaf velja "Fast and easy pre-pay". Þá færðu vöruna afhenta heima hjá þér án nokkura málalenginga eða viðbótarkostnaðar.


Sýnist þetta samt ekki vera alltaf hægt eins og í þeim skjákortum sem ég er að skoða.
Ef það er eitthvað free item inn í að þá er ekki hægt að velja fast and easy pre pay. t.d.


Þetta er rétt hjá þér. BH er þarna með hausinn í r*ssgatinu því það er nottla ekki til neitt sem heitir "free item" heldur er það einfaldlega hluti af vörunni sem verið er að kaupa. Það er ekkert svona vesen @amazon sem er með nkl sömu díla. En ok, það getur kostað þig nokkra þúsundkalla extra að "I'll handle it myself" og kannski þarftu að sækja vöruna sjálfur hér innan borgarinnar.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Mið 03. Maí 2023 10:11
af Haukursv
Smá thread hijacking, hvernig er með að kaupa skjái af t.d Bhphoto eða af Amazon.com , mér sýnist í stuttu bragði þeir virka fyrir evrópskar innstungur (220v) jafnt sem Bandarískar, eruði bara að kaupa nýja power snúru eða eruði að nota einfalt millistykki ? Það þarf væntanlega ekki einhvern alvöru spennubreyti ?

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Mið 03. Maí 2023 10:54
af Drilli
Kaupir bara nýja power snúru ef það er vitlaus kló. Keypti 4k skjá í vikunni, hann kom með straumbreyti.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Mið 03. Maí 2023 10:56
af Nariur
Haukursv skrifaði:Smá thread hijacking, hvernig er með að kaupa skjái af t.d Bhphoto eða af Amazon.com , mér sýnist í stuttu bragði þeir virka fyrir evrópskar innstungur (220v) jafnt sem Bandarískar, eruði bara að kaupa nýja power snúru eða eruði að nota einfalt millistykki ? Það þarf væntanlega ekki einhvern alvöru spennubreyti ?


Flest svona tæki eru 110 - 240V í dag, en maður þarf bara að fletta því upp fyrir hverja vöru fyrir sig (passa sig sérstaklega á sjónvörpum). Ef það er þannig þá notar maður bara nýja snúru eða millistykki eins og hentar.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Mið 03. Maí 2023 12:03
af Oxide
Sjónvörpin sem ég keypti þaðan voru aðeins fyrir 110V. Ég keypti bara straumbreyti í @tt og málið leyst.

Þú getur líka keypt frekari ábyrgð. Ég keypti tvö OLED sjónvörp og tók fjögurra ára ábyrgð með. Hún gildir allsstaðar í heiminum. Hef sem betur fer ekki þurft að grípa í hana, en þegar maður verslar fyrir milljón að þá er gott að vita af henni.

Re: Skjá kaup af B&H

Sent: Mið 03. Maí 2023 23:50
af Quemar
Oft pantað frá B&H og aldrei vesen. Hef ekki lent í neinum göllum, né keypt b-vörur, svo ég hef enga reynslu af því að díla við að senda hluti til baka ect. En þeir eru oft með súper díla og yfirleitt fljótari að senda en nokkur verslun sem ég díla við í Evrópu, plús það að oft er sendingarkostnaðurinn lægri.
En þegar þú reiknar gengi, finndu þá greiðslukortagengi bankanna, það er það sem þú borgar í rauninni, ekki almennt gengi. Paypal er solid traust en þeir taka sinn bita líka ofaná gengið.
Svo bara gera verðsamanburð og finna út hvað sama stöff kostar hér heima og í Amazon eða öðrum vefverslunum í evrópulöndum, þú færð vaskinn af í Evrópu (oftast).