Opinberi geirinn á Íslandi

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf rapport » Sun 23. Apr 2023 15:46

Quote úr öðrum þræði sem ég vil ekki hijacka...

Búinn að vera hátt í 15 ár on/off í opinbera geiranum og er alveg til í að taka þetta debate.

Án efa þónokuð um afætur hjá hinu opinbera en grunar að þær finnist þá helst á stöðum sem eru low profile. High profile stofnanir komast almennt ekki upp með neitt BS og eru oft helvíti vel reknar.


Hrotti skrifaði:
rapport skrifaði:
jonsig skrifaði:Síðan er það bara lögmál að ef maður stendur ekki undir rekstrinum á sjálfum sér þá bara gengur það ekki upp fyrir vinnuveitanda í einkarekstri.. nema hjá ríki og borg kannski.


Vil ekki hijacka þræðinum, en hvaðan koma þessar ranghugmyndir um vinnuframlag og virði vinnu opinberra starfsmanna?

Annað hvort er borgin ekki að gera neitt eða reyna að gera of mikið sjálf og stela öllu starfsfólki af markaðinum...


Ég geri ráð fyrir að stór hluti þessara "rang"hugmynda komi frá iðnaðarmönnum og fleirum sem hafa þurft að díla við ríki og bæjarfélög áratugum saman. Ég hef talsverða reynslu af því að koma teikningum, ýmiskonar leyfum ofl. í gegnum Borgar/bæjar/ríkis kerfin og það er vægast sagt slappt lið í þessu á flestum stöðum. Indælis fólk en gæti ekki verið meira drullusama um hvort að hlutir gangi vel fyrir sig eða ekki. S.s stendur alls ekki undir rekstrinum af sjálfu sér.


Byggingafulltrúi í Reykjavík afgreiðir um 60 mál á hverjum fundi og var með 47 fundi 2022 = Afgreiddi um 2800 mál.

2022 var fjárheimild þeirra 310 milljónir = 110þ. að meðaltali pr. mál sem væri jafngildi 3-4 klst. vinnu á verkfræðistofu.

Af þessum 110þ. pr. mál voru 102þ. launakostnaður (286 milljónir alls)


Inn í þessari vinnu er tími við að standa undir öllu því sem tiltekið erí þeirra gjaldskrá

Um þjónustuna: https://reykjavik.is/byggingarleyfi

Þjónustan er helvíti markviss og lofar "fimm daga afgreiðslutíma" - https://reykjavik.is/byggingarleyfi/hve ... r-umsoknir

Mig grunar að um 30-50% af vinnunni þeirra fari í að fræða fólk um hvernig eigi að fara eftir þessu verklagi því Íslendingar ætla alltaf bara að mæta á svæðið og "redda þessu" a.k.a. vera með frekju...

Heimildir:
https://reykjavik.is/fundargerdir-byggingarfulltrua
https://qlikqap.reykjavik.is/extensions ... jorV2.html




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf vesley » Sun 23. Apr 2023 16:03

Ég hef starfað í byggingargeiranum í þónokkur ár.

Það hefur tekið allt að 2. ár að fá byggingarleyfi fyrir sum af þeim byggingarfélögum sem ég hef unnið fyrir, þar af fór einn þeirra á hausinn þar sem byggingarleyfi var fellt niður á meðan framkvæmd stóð, ekki vegna misferla í framkvæmd heldur vegna misræmis í teikningu þó þetta var seinasta húsið af 10 í götunni sem var byggt í þessu útliti.

Opinberi geirinn er auðvitað ekki jafn gallaður og heyrist frá þeim sem kvarta mest.
Hinsvegar er hann ansi fjarri því að vera jafn gallalaus og þú oft ert að verja.
Það starfa tugþúsundir hjá hinu opinbera, allt frá spítölum, ráðuneytum eða minnstu bæjarfélög, það er ekki hægt að verja þetta allt saman eða rakka niður þetta allt saman.


High profile stofnanir komast almennt ekki upp með neitt BS og eru oft helvíti vel reknar.


Þá væri ekki verið að senda aðvaranir á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög.
Þá væri ekki landspítalinn í naflaskoðun.
Þá væri ekki Orkuveitan búin að ganga í gegnum allt það rugl sem hefur átt sér stað.
Þá væri Pósturinn ekki á hausnum.
Þá væri Strætó ekki gjörsamlega í ruglinu
Þá væri ekki farið í hundruða milljóna verkefni undir borðinu án samþykkta.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf rapport » Sun 23. Apr 2023 19:25

vesley skrifaði:Ég hef starfað í byggingargeiranum í þónokkur ár.

Það hefur tekið allt að 2. ár að fá byggingarleyfi fyrir sum af þeim byggingarfélögum sem ég hef unnið fyrir, þar af fór einn þeirra á hausinn þar sem byggingarleyfi var fellt niður á meðan framkvæmd stóð, ekki vegna misferla í framkvæmd heldur vegna misræmis í teikningu þó þetta var seinasta húsið af 10 í götunni sem var byggt í þessu útliti.

Opinberi geirinn er auðvitað ekki jafn gallaður og heyrist frá þeim sem kvarta mest.
Hinsvegar er hann ansi fjarri því að vera jafn gallalaus og þú oft ert að verja.
Það starfa tugþúsundir hjá hinu opinbera, allt frá spítölum, ráðuneytum eða minnstu bæjarfélög, það er ekki hægt að verja þetta allt saman eða rakka niður þetta allt saman.


High profile stofnanir komast almennt ekki upp með neitt BS og eru oft helvíti vel reknar.


Þá væri ekki verið að senda aðvaranir á Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög.
Þá væri ekki landspítalinn í naflaskoðun.
Þá væri ekki Orkuveitan búin að ganga í gegnum allt það rugl sem hefur átt sér stað.
Þá væri Pósturinn ekki á hausnum.
Þá væri Strætó ekki gjörsamlega í ruglinu
Þá væri ekki farið í hundruða milljóna verkefni undir borðinu án samþykkta.


Ég skil vel að byggingaleyfi sé fellt úr gildi þegar upp kemst um misferli, að ekki sé farið eftir teikningum... til þess er ferlið og eftirlitið, að tryggja hlítingu við reglugerðir og neytendavernd.

Þar sem ég bý sjálfur í gölluðu húsi þar sem verktakarnir tóku sér bessaleyfi til að breyta teikningum, nota annað efni og krefja hönnuði um uppáskrift eftirá... þá fer það mál fyrir Landsdóm í sumar/haust vonandi. Voru 35 milljóna bætur í héraði sem safna bara vöxtum... ætli verktakinn fari ekki á hausinn áður en niðurstaða fæst.

Þessi upptalning á atriðum, ertu viss um að það sé raunverulegur fótur fyrir þeim ?

- Reykjavíkurborg Ríkið leggur alltaf meiri og meiri ábyrgð á herðar borginni en lætur ekki fé fylgja með. Ríkið hefur t.d. gefið sjálfu sér 20% afslátt (endurgreiðslu á VSK) af allri tölvuvinnu sem sveitafélög fá ekki... Svo er sótbölvast yfir að island.is standi sig svo vel... en þarf ekki að pæla í neinum bókhaldstrixum og stappi við skattinn um endurgeiðslu á "tölvuvinnslu". Fyrir utan NPA þjónustuna, að ríkið sé tilbúið að gera svo stífar kröfur til sveitafélaga um aðstoð við flóttafólk að þjónustan við flóttafólk er orðin dýrari og meiri en almenna félagsþjónustan í sveitafélaginu. Allir ættu að fá sömu þjónustu... Borgin líður fyrir það að þar er annar meirihluti en á þingi... svo mikið er víst.

- LSH Held að fáar ríkisstofnanir séu betur reknar en LSH sem stenst samanburð í afköstum og gæðum þrátt fyrir að fá miklu minna fjármagn en sambærileg sjúkrahús erlendis. Ástandið í heilbrigðsigeiranum er sjálfskapað og er eiginlega heimasmíðað til að hvetja til einkavæðingar. Ekki hjálpar 20 ára seinkun á framkvæmdum við nýjan spítala. Rekstur LSH er því fáránlega flókinn og hefur orðið fyrir barðinu á pólitíkinni, heldur betur.

- OR Þarna þekki ég ekki alla söguna en þetta er eiginlega arfleifð xB vegna Alfreðs Þorsteinssonar sem var þarna yfir og enn hefur ekki tekist að vinda ofanaf - https://is.wikipedia.org/wiki/Alfre%C3% ... rsteinsson

- Pósturinn Þessi starfsemi er búin að ganga í gegnum þvílíkar öfgar undanfarin 20-25 ár, að póstsendingar nánast lögðust af vegna internetsins og allir innviðir seldir yfir í að þurfa að byggja allt upp aftur vegna netverslunar + öll tæknivæðingin sem hefur kallað á ítrekaðar endurnýjanir. Þarna er líka mikil pólitík sem skrifast á ákveðna flokka.

- Strætó OK, hér er ég sammála... þetta er ekki svo flókinn rekstur en það virðist sem að vanfjármögnun sé viðvarandi. Stætó kostar 9 milljarða á ári = 9.000 milljónir... en það eru bara 24,7 milljónir á dag fyrir 29 leiðir sem sumar keyra ekki alla daga en max frá 6:30 til miðnættis.

En hver leið er keyrð af 2-4 vögnum = c.a. 100 vagnar í akstri = hver vagn kostar 250þ. á dag með öllu inniföldu ef vagn keyrir í 12,5 tíma að meðaltali á dag 7:30-20:00 þá er þetta 20þ. pr. klst.

Er það lélegur rekstur? Er strætó úti að skíta ?

Það má ekki gleyma því að það er hellings virði sem þessi þjónusta og innviðir skapa.

Hjá borginni mæta 10.000 krakkar í tæplega 40 grunnskóla, um 4.000 mæta í tæplega 75 leikskóla, 100 aldraðir á hjúkrunarheimilum, um 2.900 aldraðir fá heimaþjónustu, þar af um 1.000 sem fá heimsendan mat, borgin rekur um 200 íbúakjarna ofl. ofl

Sjá dæmi - https://velstat.reykjavik.is/

Landspítali, ég held að allflestir mundi vilja hafa spítalann öflugri, betur mannaðann og með nýjustu tækni. Gleimum ekki að Bónus gaf Barnaspítalann og Kári gaf jáeindaskannann.

Svo má amatörisminn alltaf veita aðahald:

https://opnirreikningar.is/

https://reykjavik.is/opin-fjarmal



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf nidur » Sun 23. Apr 2023 22:25

Ekki gleyma borgarlínunni, ég veit ekki hver er að græða á því en það verður allavega ekki fólkið sem borgar reikninginn.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf Tbot » Sun 23. Apr 2023 22:44

Önnur eins lofrulla um opinbera geirann hefur ekki sést lengi og þvílíkt bull.

Byggingarfulltrúi, þar hafa starfað einstaklingar sem hafa stoppað byggingaleyfi vegna hluta sem þeim fannst ekki réttir(voru samt eftir reglugerðum) eða voru ljótir.
Einnig er mörg dæmi um að eftirlitsskyldu þeirra hefur verið illa eða jafnvel ekki fylgt eftir.
Út um gluggan hjá mér sé ég dæmi um hlut sem er ekki leyfilegt samkvæmt byggingareglugerð.

Strætó:
Þar er nú einfaldlega rugl í gangi frá a til ö.

Sorpa: Jarðgerðahús byggt úr límtrésbitum, hversu heimskt getur fólk verið, held við séum ekki búin að ná botni í því.
Hálfvitar, og þá biðst ég afsökunar á líkja þessu liði við fólk með þroskaskerðingu sem gat ekkert að henni gert.

Borgarlína, þar held ég að við séum að ná að skrapa botninn í heimsku. Þetta er pakki sem aldrei getur borgað sig.
Síðast breytt af Tbot á Sun 23. Apr 2023 22:47, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf jonsig » Mán 24. Apr 2023 08:58

"Þegar margt er orðið svo ringlað, að fólk froðufellir við að heyra sannleikann."

Ég var alls ekki að segja að ríki og borg væri alfarið með lélega starfsmenn , hinsvegar er ríki og borg líklegasti staðurinn sem maður heldur starfinu sem rusl starfsmaður og í leiðinni finnst sjálfsagt að sé haldið uppi af fólki sem vinnur í einkageiranum sem þarf líklega að hafa fyrir hlutunum.
Þetta má ekki ræða útaf "PC heilkenni", sem hefur heltekið marga sveimhugana og sósíalista. Síðan hefur ríkisbáknið blásið svo út að flestir í minni fjölskyldu vinna þarna orðið, svo maður þarf að fara varlega bara útaf því.. sem er í raun fáránlegt.

Síðan til að benda á common sense, þá reka minni fyrirtæki sig ekki með lélegt teymi, þetta vita allir sem hafa starfað á mörkinni og hafa ekki farið beint úr menntakerfinu yfir í ríkiskerfið.

Ef rapport vill fara útí dæmasögur þá hef ég margar sem ég hef upplifað sjálfur bæði í opinbera og einkageira. Þær sem varða einkageirann fölna í samanburði.

(aðvörun váhrif)
Tímarnir eru þannig að ég verð að hafa smá disclaimer hérna fyrst svo ég fái ekki hatursglæpadeild lögreglunnar á mig.
Ég vill að fólk hafi sömu tækifæri í öll störf óháð kynfærum eða litarhætti og uppruna, hafi það getuna.
(amk trúarjátningin á hreinu fyrir utan þetta með getuna)

Klárt dæmi um þæginda rekstur á opinberum stofnunum,, þá eru settar kynjakvóta feðraveldis feministastýrur á nær alla staði þó 90% af reyndum starfsmönnum þessarar tilteknu stofnunar séu með "rangt" kynfæri og hörundslit (hvítir kallar).
Þetta eitt og sér er sönnun þess að skilvirkni opinberra stofnana er ekki í forgangi.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf Minuz1 » Mán 24. Apr 2023 12:20

jonsig skrifaði:"

Ég var alls ekki að segja að ríki og borg væri alfarið með lélega starfsmenn , hinsvegar er ríki og borg líklegasti staðurinn sem maður heldur starfinu sem rusl starfsmaður og í leiðinni finnst sjálfsagt að sé haldið uppi af fólki sem vinnur í einkageiranum sem þarf líklega að hafa fyrir hlutunum.


Og hvað viltu gera við þetta rusl fólk?

Er það ekki bara fínt að það hafi eitthvað fyrir stafni og taki þátt í þjóðfélaginu frekar en að hanga heima á bótum?


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf jonsig » Mán 24. Apr 2023 12:55

Minuz1 skrifaði:
jonsig skrifaði:"

Ég var alls ekki að segja að ríki og borg væri alfarið með lélega starfsmenn , hinsvegar er ríki og borg líklegasti staðurinn sem maður heldur starfinu sem rusl starfsmaður og í leiðinni finnst sjálfsagt að sé haldið uppi af fólki sem vinnur í einkageiranum sem þarf líklega að hafa fyrir hlutunum.


Og hvað viltu gera við þetta rusl fólk?

Er það ekki bara fínt að það hafi eitthvað fyrir stafni og taki þátt í þjóðfélaginu frekar en að hanga heima á bótum?


Hvar stendur rusl fólk?
Það væri best að koma þeim í vinnu sem þeir nýtast betur.

+edit+
Núna er bara að bíða og sjá dyggðaskreytana hellast hérna inn. Líklega rapport með herkvaðningu og einhverja dyggðaræðu á spjall síðum kommúnista um að þennan ranglynda mann þarf að skjóta í kaf! Ætli það sé ekki hægt að klaga líka í áróðurskifstofu "RÚV" ?
Síðast breytt af jonsig á Mán 24. Apr 2023 13:16, breytt samtals 1 sinni.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf JReykdal » Mán 24. Apr 2023 15:52

jonsig skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
jonsig skrifaði:"

Ég var alls ekki að segja að ríki og borg væri alfarið með lélega starfsmenn , hinsvegar er ríki og borg líklegasti staðurinn sem maður heldur starfinu sem rusl starfsmaður og í leiðinni finnst sjálfsagt að sé haldið uppi af fólki sem vinnur í einkageiranum sem þarf líklega að hafa fyrir hlutunum.


Og hvað viltu gera við þetta rusl fólk?

Er það ekki bara fínt að það hafi eitthvað fyrir stafni og taki þátt í þjóðfélaginu frekar en að hanga heima á bótum?


Hvar stendur rusl fólk?
Það væri best að koma þeim í vinnu sem þeir nýtast betur.

+edit+
Núna er bara að bíða og sjá dyggðaskreytana hellast hérna inn. Líklega rapport með herkvaðningu og einhverja dyggðaræðu á spjall síðum kommúnista um að þennan ranglynda mann þarf að skjóta í kaf! Ætli það sé ekki hægt að klaga líka í áróðurskifstofu "RÚV" ?


"dyggðarskreytana", "kommúnista", "áróðursskrifstofu ""RÚV"" (RÚV í gæsalöppum hvorki meira né minna).

Þarf ekki að segja meira.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf jonsig » Mán 24. Apr 2023 16:04

JReykdal skrifaði:"dyggðarskreytana", "kommúnista", "áróðursskrifstofu ""RÚV"" (RÚV í gæsalöppum hvorki meira né minna).

Þarf ekki að segja meira.


Samblandan af Kímni og vandlætingu er hugmynd af comeback, en því miður gangslaus ef útfærslan af henni er gömul og þreytt.

Það væri fínt að þegar ég og rapport erum að rífast að við fengum frið frá fólki sem hefur nákvæmlega ekkert að segja.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf Minuz1 » Mán 24. Apr 2023 17:12

jonsig skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
jonsig skrifaði:"

Ég var alls ekki að segja að ríki og borg væri alfarið meðar lélega stfsmenn , hinsvegar er ríki og borg líklegasti staðurinn sem maður heldur starfinu sem rusl starfsmaður og í leiðinni finnst sjálfsagt að sé haldið uppi af fólki sem vinnur í einkageiranum sem þarf líklega að hafa fyrir hlutunum.


Og hvað viltu gera við þetta rusl fólk?

Er það ekki bara fínt að það hafi eitthvað fyrir stafni og taki þátt í þjóðfélaginu frekar en að hanga heima á bótum?


Hvar stendur rusl fólk?
Það væri best að koma þeim í vinnu sem þeir nýtast betur.

+edit+
Núna er bara að bíða og sjá dyggðaskreytana hellast hérna inn. Líklega rapport með herkvaðningu og einhverja dyggðaræðu á spjall síðum kommúnista um að þennan ranglynda mann þarf að skjóta í kaf! Ætli það sé ekki hægt að klaga líka í áróðurskifstofu "RÚV" ?


Ég feitletraði þetta fyrir þig


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf rapport » Mán 24. Apr 2023 20:44

jonsig skrifaði:
JReykdal skrifaði:"dyggðarskreytana", "kommúnista", "áróðursskrifstofu ""RÚV"" (RÚV í gæsalöppum hvorki meira né minna).

Þarf ekki að segja meira.


Samblandan af Kímni og vandlætingu er hugmynd af comeback, en því miður gangslaus ef útfærslan af henni er gömul og þreytt.

Það væri fínt að þegar ég og rapport erum að rífast að við fengum frið frá fólki sem hefur nákvæmlega ekkert að segja.


Við erum ekki að rífast.

Þó ég fái ekki samviskubit yfir að kíkja á vaktina á vinnutíma, þá gat ég það ekki í dag. Ég var loksins að komast heim úr vinnunni og fékk lítið greitt fyrir þessa auka 25% viðveru í dag. Opinberir starfsmenn fá almennt ekki yfirvinnu greidda nema um útkall sé að ræða og eru oft í hálfgerðu akkorði þegar álag er á vinnustaðnum.

Það sem einkennir opinbera geirann í grunninn að fólk er tilbúið að drulla yfir vinnubrögð og þjónustu því það ber þau saman við fyrirtækjarekstur.

Fyrirtækjarekstur er svo easy, þá færðu tekjur inn á móti gjöldum frá degi til dags, getur hagnýtt tekjurnar þínar til að vaxa og dafna á þann hátt sem þér hentar svo lengi sem þú ferð ekki í þrot, þú færð endurgreiddan VSK og getur farið í allskonar leiki til að tryggja að allt gangi smooth.

Opinberi geirinn virkar ekki svona. Enginn inn/útskattur þó VSK af vinnu sérfræðinga a.k.a. háskólamenntaðra sé endurgreiddur.

Í ágúst/sept er unnin fjárhagsáætlun fyrir næsta ár út frá útgjöldum þessa árs og áætluðum breytingum (heilmikill rökstuðningur og útreikningur).

Áætlunin fer svo fyrir æðstu stjórnendur sem leggja saman áætlanir allra eininga og komast án undantekningar að því að fjárheimildir/fjárlög duga ekki fyrir áætluðum útgjöldum. Þá er hafist handa við að skera niður út frá forgangsröðun og áherslum þessara æðstu stjórnenda, því þeir geta ekki stækkað fjárhaginn.

Í fyrirtæki yrði ráðist í markðassetningu, nýjar vörur settar í sölu og aukinna tekna aflað eða tekið lán... en það væri vitað frá upphafi að annað hvort keppir fyrirtækið og stækkar eða fer í þrot.

Opinberir aðilar eru í raun oft orðnir eins og hálfgerð þrotabú því ferlar, verklag, tækin og tólin hafa ekki náð að halda í við nútímann... því að peningarnir fóru í að reyna að halda einhverri þjónsutu gangandi en ekki þróast.

Einfalt dæmi er LSH. Þessi gríðarlega fjárfesting, stærsta fjárfesting ríkisins ever... er í raun uppgjör á hátt í 40 ára "þrotabúi" Landspítala sem átti aldrei pening til að byggja sig upp og varla til að veita fullnægjandi þjónustu.

Hjá hinu opinbera er engir fámennur hópur "hluthafa" með einfaldar þarfir sem þarf að fullnægja, heldur er það er fjölbreyttur hópur ótal hagsmunaaðila sem hafa ólikar skoðanir á hvað telst ásættanlegur árangur. Sumir vilja lág útgjöld, aðrir vilja lúxus þjónustu, aðrir vilja ítök en nánast allir hafa skoðun og "skrútinæsa" hið opinbera í döðlur án þess að nenna að fara djúpt í málin.

En til að fara yfir þessi mál:

- Borgarlína
Loksins samgönguinnviðir sem löngu tímabært var að fjárfesta í. Ég hefði persónulega vilja fá sporvagna/léttlestar og sjá uppbyggingu á lestakerfi um allt land.

- Byggingareglugerð
Ég bý í húsi byggt 2016/2017 og það er á skjön við núgildandi byggingareglugerð en er skv. þeirri byggingareglugerð sem var í gildi þegar teikningar voru samþykktar.
Að sjá brot á byggingareglugerð er mjög algengt því fólk breytir ofteignum án samráðs við yfirvöld. Þá er byggingareglugerð hugsuð út frá rýmum og hver ætluð not eru við hönnun. Ef einhver notar geymslu innan íbúðar sem herbergi, þá er það ekki samkvæmt byggingareglugerð "hönnunarforsendum" en það er ekki lögbrot, þetta er þín eign og þú mátt nota hana eins og þú vilt án þess að skapa hættu eða ama.

- Byggingafulltrúi
Fólk er fólk, það eru alltaf einhverjir sem haga sér ekki. En getur verið að þessar athugasemdir hafi samt verið málefnalegar?

- Sorpa
Skil ekki hvernig þeim tókst að klúðra þessu svona svakalega.

- Strætó (úr fyrra svari)
Þetta er ekki svo flókinn rekstur en það virðist sem að vanfjármögnun sé viðvarandi. Stætó kostar 9 milljarða á ári = 9.000 milljónir... en það eru bara 24,7 milljónir á dag fyrir 29 leiðir sem sumar keyra ekki alla daga en max frá 6:30 til miðnættis.

En hver leið er keyrð af 2-4 vögnum = c.a. 100 vagnar í akstri = hver vagn kostar 250þ. á dag með öllu inniföldu ef vagn keyrir í 12,5 tíma að meðaltali á dag 7:30-20:00 þá er þetta 20þ. pr. klst.

Er það lélegur rekstur? Er strætó úti að skíta ?

- Dæmisögur
Ég þekki ótal dæmisögur um hvernig fyrirtækin í landinu standa sig í að koma sér á spenann... t.d. snjómokstursverktakana sem vissu ekki að þeir ættu að ræsa út allt sitt lið til að moka snjóinn í burtu...

Opinberir aðilar virðast ekki geta treyst á efndir samninga en eru skammaðir fyrir að hjóla í að fá févíti frá þessum kúkalöbbum.

- Kynjakvótar
Hef aldrei heyrt um að kynjakvóti sé notaður við ráðningar á þeim vinnustöðum sem ég hef unnið á. LSH er náttúrulega 70% konur en samt líklega um 50/50 kyn í stjórnendastöðum, svipað hjá borginni.

- PC heilkennið
Já, það er krafa á opinbera aðila að vera ekki að mismuna fólki og geta rökstutt sínar ákvarðanir málefnalega.

- Báknið blásið út.
Rámar í að á Íslandi sé töluvert lægra hlutfall opinberra starfsmanna en í USA, samt er allt heilbrigðiskerfið okkar opinbert, allt skólakerfið okkar opinbert, háskólar opinberir og allflest söfn opinber (herinn er ekki talinn með í tölum USA).

"Báknið" á Íslandi er minna en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf jonsig » Þri 25. Apr 2023 08:11

Ég var búinn að opna salsasósuna fyrir dorritosið, en það endist bara stutt eftir það :no
Hélt að ZiRiuS myndi amk mæta hérna. :crying



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf rapport » Þri 25. Apr 2023 08:16

jonsig skrifaði:Ég var búinn að opna salsasósuna fyrir dorritosið, en það endist bara stutt eftir það :no
Hélt að ZiRiuS myndi amk mæta hérna. :crying


Við opinbera liðið þurfum að borða SantaMaria Tortilla og án salsa...því kjörin okkar leyfa ekki Doritos :guy

Edit: https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_c ... ector_size

Á Íslandi eru um 200þ. á vinnumarkaði - https://hagstofa.is/talnaefni/samfelag/ ... kraargogn/

Og það eru um 40þ. opinberir starfsmenn - https://www.opinberumsvif.is/mannaudur/

Opinberir starfsmenn eru því um 20% af vinnumarkaði.

UK 2020 voru opinberir starfsmenn 22,5% (samfélag sem er ekki mikið fyrir opinbera þjónustu)
USA 2021 13,6% (hef séð mun hærri tölur um USA, kemur á óvart)
Svíþjóð = 29,9% (við ættum að vera með 50% fleiri, um 20þ. fleiri opinbera starfsmenn til að vera á sama stað)
Pólland 23,6% (við ættum að vera með 15% fleiri, um 6þ. fleiri til að standast samanburð)
Saudi Arabia 35,3%
Noregur 32,2%
Írar 21,9 = 10% fleiri opinberir en hér.
Þýskaland 12,9 % (kom verulega á óvart, nú vil maður forvitnast um ástæður... var spítalinn í Svartaskógi einkarekinn?)
Finnland 26,1%
Danmörk 30,2%
Króatía 29,8%

Þetta "bruðl" hér á Íslandi....
Síðast breytt af rapport á Þri 25. Apr 2023 09:34, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf rapport » Mið 25. Okt 2023 13:59

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... oft-394808

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... stu-394885

https://www.rikisend.is/reskjol/files/S ... rosoft.pdf

Var að rýna í þessa skýrslu og það vantar að tiltaka breytinguna á leyfaskilmálum fyrir menntastofnanir, að Microsoft bretti skilgreiningunni á "educational worker" sem fær 90% afslátt, þrengdi hana þannig að skilgreiningin á ekki við allt starfsfólk menntastofnana og íþróttahús/sundlaugar og söfn teljast ekki lengur vera menntastofnanir.

Þetta eittt og sér hefur snarhækkað kostnað hjá mörgum opinberum aðilum, að þurfa að borga 60% af verðinu í stað 10% sexfaldar útlagaðan kostnað.

Ég veit ekki hversu mörg leyfi breyttust hjá ríkinu en minnir að hjá borginni hafi þessi breyting átt við alla starfsmenn ÍTR og listasafnanna... líklega 1000+ starfsmenn þar sem leyfakostnaður sexfaldaðist.

Þessi skýrsla gerir ekki grein fyrir þessari hækkun.

Er samt sammála að þetta var illa útfært en útreikningurinn er hálf barnalegur hjá skýrsluhöfundum ef þeir föttuðu ekki þessa breytingu á tímabilinu.

EDIT III: Af hverju tvöfaldaðist fjöldi leyfa hjá svo mörgum stofnunum 2020-2021 ? Þessi skýrsla er algjörlega FUBAR, það vantar að útskýra svo margt.

Með því að sameina stofnanir í tenanta o.þ.h. þá hefði maður haldið að hagræði hefði náðst t.d. að einstak anotendur væru ekki með notandaleyfi frá mörgum stofnunum t.d. kennari sem kenndi í tveim háskólum eða sérfræðingur sem vinnur í nokkrum stofnunum...
Síðast breytt af rapport á Mið 25. Okt 2023 18:37, breytt samtals 3 sinnum.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf dadik » Mið 25. Okt 2023 15:06

rapport skrifaði:
Fyrirtækjarekstur er svo easy, þá færðu tekjur inn á móti gjöldum frá degi til dags, getur hagnýtt tekjurnar þínar til að vaxa og dafna á þann hátt sem þér hentar svo lengi sem þú ferð ekki í þrot, þú færð endurgreiddan VSK og getur farið í allskonar leiki til að tryggja að allt gangi smooth.


Eitthvað segir mér að þú hafir ekki hugmynd um hvernig fyrirtækjarekstur gengur fyrir sig :D


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf rapport » Mið 25. Okt 2023 16:37

dadik skrifaði:
rapport skrifaði:
Fyrirtækjarekstur er svo easy, þá færðu tekjur inn á móti gjöldum frá degi til dags, getur hagnýtt tekjurnar þínar til að vaxa og dafna á þann hátt sem þér hentar svo lengi sem þú ferð ekki í þrot, þú færð endurgreiddan VSK og getur farið í allskonar leiki til að tryggja að allt gangi smooth.


Eitthvað segir mér að þú hafir ekki hugmynd um hvernig fyrirtækjarekstur gengur fyrir sig :D


OK... Þú segir fréttir.

Frá 1997 hef ég bara verið í rekstri verslana/fyrirtækja eða opinberra aðila... eða þar til í sumar þegar ég fer loksins í 100% business function jobb.

Ýmis verslun og þjónusta í fjölskyldunni sem maður hefur svo aðstoðað við líka.

Reyndar þá gerði ég smá hlé 2004-2008 þegar ég fór í viðskiptafræði í THÍ (iðnrekstrarfræðin gamla) og endaði ítrekað á forsetalistanum eftir að THÍ og HR sameinuðust.

En hvað ætti ég svo sem að vita um rekstur...


Þetta komment var sett fram í samhengi fjármögnunar, að einkaaðilar geta stillt sinn rekstur eftir tekjum hverju sinni, aðlagað sig að markaðinum í rauntíma en opinberir aðilar geta það ekki, þeir starfa á fjárlögum og ef að verkefnin þeirra vaxa yfir árið þá þurfa þeir að berjast í að útskýra og betla ölmusu frá pólitíkinni á fjáraukalögum...



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf natti » Fös 27. Okt 2023 10:42

rapport skrifaði:EDIT III: Af hverju tvöfaldaðist fjöldi leyfa hjá svo mörgum stofnunum 2020-2021 ? Þessi skýrsla er algjörlega FUBAR, það vantar að útskýra svo margt.

Ef ég ætti að giska: út frá sömu forsendum og að sum fyrirtæki hafa reynt að halda sér í eldra leyfismódeli sem er device based en ekki user based, því fjöldi starfsmanna er langt umfram fjöldi tækja, þar sem flestir starfsmenn vinna ekki "við tölvu" að staðaldri, en þurfa að hafa notendaauðkenni til að logga sig inn í ákveðið kerfi af og til.
Samhliða on-prem -> cloud yfirfærslunni þá þarftu að færa allt yfir í user-based, og hence alltíeinu margfaldast leyfisfjöldinn.
Í því samhengi má líka huga að verktökum og ytri þjónustuaðilum, sem þurfa nú að vera til sem licensed notandi í O365 hjá viðkomandi fyrirtæki/stofnun og koma því fram í talningu.
Einn verktaki sem vinnur fyrir 5 stofnanir = 5 notendur.

rapport skrifaði:Með því að sameina stofnanir í tenanta o.þ.h. þá hefði maður haldið að hagræði hefði náðst t.d. að einstak anotendur væru ekki með notandaleyfi frá mörgum stofnunum t.d. kennari sem kenndi í tveim háskólum eða sérfræðingur sem vinnur í nokkrum stofnunum...


Já... og nei.
Eins og hefur margoft komið fram þá er ekki gert ráð fyrir því í Microsoft 365 að þú sér með óskylda aðila (ss mismunandi stofnanir) inn í sama tenant. Og nánast allir sérfræðingar sem hafa einhverja þekkingu hafa sagt að þessi nálgun hafi verið galin frá upphafi.
Til þess að láta þetta virka yfir höfuð þarf því að fara í allsskonar "skítamix", meðal annars til að tryggja aðgreiningu stofnana og í því samhengi að passa upp á að ein stofnun hafi ekki óvart aðgang að gögnum annarrar stofnunar.
(Svo við tölum ekki um þá þúsundir klukkutíma sem þurfti að eyða í undirbúning við að breyta öllum núverandi umhverfum til þess að þetta gangi upp í sameiginlegum tenant, fullt af breytingum sem hefði ekki þurft að drífa af ef að viðkomandi stofnun hefði fengið sinn eigin tenant.)

Þetta hefur orðið til þess að ef að verktaki vinnur fyrir tvær stofnanir sem eru inni í sama "stóra" tenant-inum, þá þarf hann í rauninni að vera til 2x.
Að sama skapi ef að starfsmaður vinnur fyrir tvær stofnanir og þarf aðgang að gögnum beggja, þá þarf hann að vera til 2x.
Auðvitað eru ýmsar tæknilegar úrlausnir á þessu, en þetta er umtalsvert flóknara umhverfi heldur en aðgreining á deildum innan sama fyrirtækis.


Það sem mér finnst skýrslan undirstrika fyrst og fremst er:
  • Það var enginn eiginlegur "sér samningur" við Microsoft. Allt sem kemur fram virðist benda til þess að ríkið hafi bara verið að kaupa leyfi í gegnum endursöluaðila með minniháttar ráðgjöf. Pressan sem kemur fram virðist benda til þess að það hafi þurft að klára þetta fyrir "end of year" til þess að viðkomandi sölumenn fái bónusana sína.
  • Það hefði verið lang skynsamlegast að hver stofnun hefði fengið sinn eigin tenant. Og að reynt hefði verið að SEMJA við microsoft um leyfistalningu í því samhengi, að duplicate users (sama kt?) væri bara talin einusinni. Þetta hefði líklega þýtt að samningurinn hefði tekið ár í viðbót, en m.t.t. þess að fullt af hönnunarforsendum voru ákveðnar EFTIR að samningurinn var samþykktur þá má færa rök fyrir því að það hefði aldrei átt að skrifa undir á þessum tímapunkti.


Mkay.

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf depill » Fös 27. Okt 2023 15:11

natti skrifaði:Já... og nei.
Eins og hefur margoft komið fram þá er ekki gert ráð fyrir því í Microsoft 365 að þú sér með óskylda aðila (ss mismunandi stofnanir) inn í sama tenant. Og nánast allir sérfræðingar sem hafa einhverja þekkingu hafa sagt að þessi nálgun hafi verið galin frá upphafi.
Til þess að láta þetta virka yfir höfuð þarf því að fara í allsskonar "skítamix", meðal annars til að tryggja aðgreiningu stofnana og í því samhengi að passa upp á að ein stofnun hafi ekki óvart aðgang að gögnum annarrar stofnunar.
(Svo við tölum ekki um þá þúsundir klukkutíma sem þurfti að eyða í undirbúning við að breyta öllum núverandi umhverfum til þess að þetta gangi upp í sameiginlegum tenant, fullt af breytingum sem hefði ekki þurft að drífa af ef að viðkomandi stofnun hefði fengið sinn eigin tenant.)

Þetta hefur orðið til þess að ef að verktaki vinnur fyrir tvær stofnanir sem eru inni í sama "stóra" tenant-inum, þá þarf hann í rauninni að vera til 2x.
Að sama skapi ef að starfsmaður vinnur fyrir tvær stofnanir og þarf aðgang að gögnum beggja, þá þarf hann að vera til 2x.
Auðvitað eru ýmsar tæknilegar úrlausnir á þessu, en þetta er umtalsvert flóknara umhverfi heldur en aðgreining á deildum innan sama fyrirtækis.


Amen, fyrir utan að best-practice er að þú sért til oftar ef rolein þín eru ólík ( stofnanir vilja líka margar ekki leyfa notenda frá stofnun A yfir í stofnun B, sem samt stofnar tvo notendur í stóra tenant ).

Og þessi administrative hausverkur sem er á þessum "stóra"-tenant, það að stofnanir geta ekki tekið út öryggispróf, geti ekki keypt lausnir nema að allir fáir lausnina líka inn og margar lausnir hreinlega incompatible með þessari uppsetningu Microsoft ( jafnvel frá Microsoft ) segir bara að þetta er röng nálgun.

Umbra rukkar 4200 kr per notanda, sem er akkurat enginn peningur í stórasamhenginu ( og má alveg færa rök fyrir því að minni leyfi yrðu keypt ef þú ert með megin notandann þinn hjá stofnun A )

Mögulega hljómar eins og það hefði kannski meikar sense að Umbra hefði orðið CSP ( og er nógu stór til þess ) og orðið "endursölu"aðili sem ríkisaðilar hefðu getað keypt af og gætu keypt þjónustu af því batterí. En hins vegar eins og kemur frá í skýrslunni að þá eru Íslensku aðilarnir bara að leggja svo lítið á þessu leyfi að það er eiginlega hagkvæmara að láta einkaaðilana bara sjá um þetta, þar sem þau vilja öll fá aukaþjónustuna í kringum þetta.



Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 27. Okt 2023 17:49

Verð á leyfum til ríkisstofnana virðast vera dýr og UMBRA, Fjársýslan og Ríkiskaup voru líklega öll að maka krókinn á þessum samningi m.v. það sem kemur fram í verðunum sem eru tilgreind hér - https://www.landspitali.is/um-landspita ... beiningar/

Það að nota auðkenni fyrir aðgangsstýringar er virkilega gamaldags hugsun, eitt auðkenni t.d. í tenantinn "Menntanet" á að duga kennara til að skrá sig in í hvaða skóla (forest í tenant) sem er EN samt geta sent tölvupóst í nafni hvers skóla skv. þessu.

Það væri jafnvel eðlilegast að UMRA sæi um útgáfu AD auðkenna fyrir alla ríkisstarfsmenn, hjá hverri ríkisstofnun væru svo aðgangsfulltrúar sem veittu aðgang að og hefðu eftirlit með þeim grúppum í AD sem tilheyrðu stofnuninni. (dugar fyrir póstgrúppur, gagnasvæði, fundarherbergi o.þ.h.)

Intune yrði svo notað fyrir device/endpoint management en þar er ekki lengur krafa að tæki séu enrolluð í AD, þetta management getur því hugsanlega verið sjálfstætt pr. stofnun með skilvirkum hætti.

ICAM lausnir sem brjóta niður "identity management" "Credential management" "Acess management" eru framtíðin sbr. Microsoft ENTRA eiga að ráða leikandi létt við svona uppsetningu því þessi kerfi eru hönnuð til að ráða við stórfyrirtæki með fleiri starfsmenn en íbúar á Íslandi, í ótal löndum, í ótal skrifstofum þar sem aðgangsstýringar og leynd skipta gríðarlegu máli.

Með því að koma þessu öllu undir einn hatt þá yrði öll samþætting, stöðlun og stjórnun hjá ríkisstofnunum almennari og skilvirkari.

Sjá t.d. FICAM
Untitled.png
Untitled.png (217.92 KiB) Skoðað 2657 sinnum



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf natti » Fös 27. Okt 2023 18:49

rapport skrifaði:Það að nota auðkenni fyrir aðgangsstýringar er virkilega gamaldags hugsun,
[...]
ICAM lausnir sem [...]

ok.

rapport skrifaði:Það væri jafnvel eðlilegast að UMRA sæi um útgáfu AD auðkenna fyrir alla ríkisstarfsmenn, hjá hverri ríkisstofnun væru svo aðgangsfulltrúar sem veittu aðgang að og hefðu eftirlit með þeim grúppum í AD sem tilheyrðu stofnuninni. (dugar fyrir póstgrúppur, gagnasvæði, fundarherbergi o.þ.h.)

Intune yrði svo notað fyrir device/endpoint management en þar er ekki lengur krafa að tæki séu enrolluð í AD, þetta management getur því hugsanlega verið sjálfstætt pr. stofnun með skilvirkum hætti.


Það er hægt að nálgast flest verkefni með tveimur aðferðum:

#1 - Þarfagreining og svo ákvörðun.
T.d.: "Ég bý í Árbæ og vinn upp á höfða, mig vantar ferðamáta til að komast í vinnuna, það væri kostur ef ég fengi líkamlega hreyfingu og ég get farið í sturtu þegar ég mæti" = Gæti verið á hjóli, hlaupahjóli, hjólaskautum og allsskonar. Hægt að kafa meira ofan í og taka svo ákvörðun.

#2 - Kaupa fyrst, og svo reyna að láta það virka no matter what, og vera svo fúll-á-móti þegar fólk bendir á að þú tókst ekki rétta ákvörðun með kaupunum:
T.d.: "Ég bý í Keflavík og vinn í miðbæ reykjavíkur, ég legg af stað til vinnu kl 07:30 og þarf að vera kominn ekki seinna en 08:05. Ég keypti mér gamalt hlaupahjól án mótors, ertu til í að breyta hlaupahjólinu og búa til styttri leið milli Kef->Rvk þannig að ég geti notað hlaupahjólið til að komast til vinnu á innan við 35 mín frá Keflavík." = ...

Ríkið+O365 verkefnið er í leið #2.
Það er auðvelt að festast í leið #2, og það þarf að passa sig á að detta ekki í einhverja útgáfu af sunk-cost-fallacy pælingum.


Mkay.

Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 7513
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: Opinberi geirinn á Íslandi

Pósturaf rapport » Fös 27. Okt 2023 20:29

natti skrifaði:
rapport skrifaði:Það að nota auðkenni fyrir aðgangsstýringar er virkilega gamaldags hugsun,
[...]
ICAM lausnir sem [...]

ok.


Það væri fáránlegt að þurfa ein skilríki/auðkenni í Reykjavík og annað á Akranesi, Blönduós og svo Akureyri...

Svo er hægt að hengja á þessi einu skilríki einhver réttindi... t.d. ökuréttindi og þau gilda þá á öllum stöðum sem skilríkin/auðkennin gilda.

Fólk á ekki að þurfa að læra utanaf haug af notendanöfnum og lykilorðum og plögga í MFA lausnir til að nota sama ríkisforritið... það skapar bara vesen.

natti skrifaði:
rapport skrifaði:Það væri jafnvel eðlilegast að UMRA sæi um útgáfu AD auðkenna fyrir alla ríkisstarfsmenn, hjá hverri ríkisstofnun væru svo aðgangsfulltrúar sem veittu aðgang að og hefðu eftirlit með þeim grúppum í AD sem tilheyrðu stofnuninni. (dugar fyrir póstgrúppur, gagnasvæði, fundarherbergi o.þ.h.)

Intune yrði svo notað fyrir device/endpoint management en þar er ekki lengur krafa að tæki séu enrolluð í AD, þetta management getur því hugsanlega verið sjálfstætt pr. stofnun með skilvirkum hætti.


Það er hægt að nálgast flest verkefni með tveimur aðferðum:

#1 - Þarfagreining og svo ákvörðun.
T.d.: "Ég bý í Árbæ og vinn upp á höfða, mig vantar ferðamáta til að komast í vinnuna, það væri kostur ef ég fengi líkamlega hreyfingu og ég get farið í sturtu þegar ég mæti" = Gæti verið á hjóli, hlaupahjóli, hjólaskautum og allsskonar. Hægt að kafa meira ofan í og taka svo ákvörðun.

#2 - Kaupa fyrst, og svo reyna að láta það virka no matter what, og vera svo fúll-á-móti þegar fólk bendir á að þú tókst ekki rétta ákvörðun með kaupunum:
T.d.: "Ég bý í Keflavík og vinn í miðbæ reykjavíkur, ég legg af stað til vinnu kl 07:30 og þarf að vera kominn ekki seinna en 08:05. Ég keypti mér gamalt hlaupahjól án mótors, ertu til í að breyta hlaupahjólinu og búa til styttri leið milli Kef->Rvk þannig að ég geti notað hlaupahjólið til að komast til vinnu á innan við 35 mín frá Keflavík." = ...

Ríkið+O365 verkefnið er í leið #2.
Það er auðvelt að festast í leið #2, og það þarf að passa sig á að detta ekki í einhverja útgáfu af sunk-cost-fallacy pælingum.


Færri tenantar eru "Reykjanesbrautin" eða "vegakerfið" þar sem fólk getur keyrt þægilegar leiðir EN það getur aldrei farið í beina loftlínu milli A og B.

Gallinn er að fólk skilur ekki að það eru ekki hægt að hafa vegi út um allt, að það verður að nota vegakerfið og það borgar sig að það séu sem fæstir aðilar að reka vegina, byggja þá, viðhalda þeim, halda þeim upplýstum og skafa þá á veturna...

Tenantar eru svo einfaldlega eins og bæjarfélög, þar sem stofnanir með svipaða starfsemi eru í nálægð með fólkið sitt, gögnin og aðrar stafrænar auðlindir.

Svo er náttúrulega Vegagerðin (UMBRA) sem rekur þjóðvegina á milli bæjarfélaga.

En stofnanir eru virkilega gjarnar á að heimta lausnir sem bara virka ekki og eiga ekki við vegina í landinu og að þeirra hlutverk er að nota hugbúnaðinn en ekki fikta í rekstri hans og högun, það eru bara aðrir sem stýra því.

Jú, lífið getur verið ósanngjarnt og þetta getur skapað óskilvirkni... en það verður alltaf... og lausnin er ekki að aðlaga ritvinnslu og skjalaforritin að öllu mögulegu.