Síða 1 af 2

Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 00:38
af jonfr1900
Ég skrifaði hérna (Þá er ég fluttur til Danmerkur) í fyrra að ég ætlaði ekki að flytja aftur til Íslands. Staðan er hinsvegar þannig að ég hef fáa kosti, þar sem ég reikna með að næstu ár verði frekar erfið fyrir öryrkja og þá sem fá tekjur sínar frá Íslandi (þeir sem vinna í Danmörku eru í annari og betri stöðu en ég).

Síðan hefur einnig orðið sú stefnubreyting hjá mér að ég ætla að fara meira í jarðfræðina á Íslandi. Þar sem mér finnst ennþá vanta upp á margt þar. Ég ætla bara að vera borgaralegur vísindamaður á því sviði. Síðan er rafmagnsverð ekkert lágt þessa stundina í Danmörku og ég held að það muni hækka aftur á næstu mánuðum (frá September 2023), eins og gerðist árið 2022. Heimsmálin eru einnig ekki að hjálpa í þessu hjá mér og hjá öðrum.

Ég veit ekki ennþá hvenær ég flyt. Þar sem ég er að leita mér að húsnæði og ég ætla ekki að flytja frá Danmörku fyrr en það er komið. Ég neita að flytja inn í ólöglegt húsnæði, herbergi og annað slíkt. Ég búinn að prófa það allt saman á síðasta áratug og það gengur aldrei upp og er almennt slæm hugmynd að flytja í slíkt húsnæði.

EmrG-EjXMAEAPEt.jpg
EmrG-EjXMAEAPEt.jpg (1.05 MiB) Skoðað 3254 sinnum

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 01:25
af Henjo
Cool, ekki láta gömul orð halda í þig. Allskonar hlutir og aðstæður geta alltaf breyst.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 02:35
af Semboy
Mig langar ad flytja til svidthjod eda noregur en eg bara thori ekki ad selja allt og byrja allt nytt a nyjum stad.
Thu ert hugrakkur ad framkvaemda svona storar akvardanir.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 09:11
af TheAdder
Er Spánn þá endanlega horfinn úr áætlunum hjá þér? Svona af einskærri forvitni.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 09:53
af AntiTrust
Mikið hlýtur ástandið úti að vera slæmt ef þú ætlar að koma aftur til Íslands - ég skil ekki fyrir mitt litla líf hvernig við erum ekki að flytjast erlendis í stórum hópum.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 11:00
af jonfr1900
TheAdder skrifaði:Er Spánn þá endanlega horfinn úr áætlunum hjá þér? Svona af einskærri forvitni.


Ég hef skoðað Spán í mörg ár og niðurstaðan var að ég mun aldrei flytja þangað. Leigumarkaðurinn þar er hræðilegur og að kaupa húsnæði þar er erfitt og dýrt. Einnig sem að hitastigið þar er farið að nálgast 55C (og líklega yfir) á sumrin.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 11:00
af jonfr1900
AntiTrust skrifaði:Mikið hlýtur ástandið úti að vera slæmt ef þú ætlar að koma aftur til Íslands - ég skil ekki fyrir mitt litla líf hvernig við erum ekki að flytjast erlendis í stórum hópum.


Eins og heimsmálin eru að þróast, þá á þetta eftir að versna talsvert í viðbót í heiminum.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 12:37
af gnarr
jonfr1900 skrifaði:Einnig sem að hitastigið þar er farið að nálgast 55C (og líklega yfir) á sumrin.


Hæsta hitastig sem hefur verið skráð á Spáni er 47.6 °C í La Rambla, 14. ágúst 2021.
Hæsta hitastig sem hefur verið skráð í heiminum er 56.7 °C í Furnace Creek í Kaliforníu, 10. júlí 1913.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 12:45
af urban
jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Er Spánn þá endanlega horfinn úr áætlunum hjá þér? Svona af einskærri forvitni.


Ég hef skoðað Spán í mörg ár og niðurstaðan var að ég mun aldrei flytja þangað. Leigumarkaðurinn þar er hræðilegur og að kaupa húsnæði þar er erfitt og dýrt. Einnig sem að hitastigið þar er farið að nálgast 55C (og líklega yfir) á sumrin.


Fer nú pínu eftir því hvar á spáni þú skoðar veðrið, 55 er reyndar vel yfir því sem að hefur mælst þar, en það er sífelt hækkandi samt sem áður.

Persónulega myndi ég skoða kanarí, einhverja af eyjunum þar, færð mikið jafnari hita þar en á meginlandinu t.d.
Almennt ódýrara að lifa þar líka ef að þú ert ekki á túristasvæðunum.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 13:25
af GuðjónR
gnarr skrifaði:Hæsta hitastig sem hefur verið skráð í heiminum er 56.7 °C í Furnace Creek í Kaliforníu, 10. júlí 1913.
Global warming hvað... ](*,)

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 14:11
af gnarr
GuðjónR skrifaði:
gnarr skrifaði:Hæsta hitastig sem hefur verið skráð í heiminum er 56.7 °C í Furnace Creek í Kaliforníu, 10. júlí 1913.
Global warming hvað... ](*,)


Global warming snýst ekki um toppana heldur heildina.

Þetta er svipað og að segja að GTX 970 sé jafn öflugt og RTX 4090 vegna þess að þau ná bæði 1000fps í CSGO. En ef maður skoðar það betur, þá nær GTX 970 bara 1000fps í 0.1% high með 100 fps average á meðan RTX 4090 nær 1000fps í 10% high og er með 900 fps average.

Það getur vel verið að global warming verði til þess að við sjáum einhverntíman 35°c í Reykjavík, en stóra vandamálið er að meðalhitinn allstaðar er að hækka.

GuðjónR núna:
HbRcR.png
HbRcR.png (478.83 KiB) Skoðað 2825 sinnum

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 14:53
af traustitj
Þrátt fyrir að ég myndi ekki mæla með því við nokkurn mann (konu eða hvað sem viðkomandi vill vera kallaður) að flytja til Íslands þá eru þínar forsendur þokkalegar.
En á Íslandi er enginn leigumarkaður að ráði. Þú ert yfirleitt að leigja eignir fólks sem er tímabundið í burtu og borgar alla þeirra reikninga og afborganir og gott betur.

Ég myndi kíkja á Svíþjóð, þar eru Háskólar um allar jarðir og það er alls ekki dýrt að búa þar, og í minni bæjum þá eru leigufélög sem eru bæði opinber og prívat sem eru með heilu hverfin til leigu fyrir mjög sanngjant verð og þar er ekkert hægt að hækka reikninga nema bara um smotterý. En klárlega er rafmagn og hiti dýrt, en um leið og þú gefur upp á bátinn að geta verið innandyra á nærbuxum einum fata á veturna, þá er það ekkert mál.

Að skipta um skoðun er oftast merki um að maður noti heilann og taki á móti nýjum gögnum, gáfu merki. Ég ætlaði aldrei að flytja aftur og hvað þá að búa í Keflavík aftur. Shit happens :)

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 15:22
af Mossi__
GuðjónR skrifaði:
gnarr skrifaði:Hæsta hitastig sem hefur verið skráð í heiminum er 56.7 °C í Furnace Creek í Kaliforníu, 10. júlí 1913.
Global warming hvað... ](*,)


Freak incident vs reglan.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 15:31
af jonfr1900
urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
TheAdder skrifaði:Er Spánn þá endanlega horfinn úr áætlunum hjá þér? Svona af einskærri forvitni.


Ég hef skoðað Spán í mörg ár og niðurstaðan var að ég mun aldrei flytja þangað. Leigumarkaðurinn þar er hræðilegur og að kaupa húsnæði þar er erfitt og dýrt. Einnig sem að hitastigið þar er farið að nálgast 55C (og líklega yfir) á sumrin.


Fer nú pínu eftir því hvar á spáni þú skoðar veðrið, 55 er reyndar vel yfir því sem að hefur mælst þar, en það er sífelt hækkandi samt sem áður.

Persónulega myndi ég skoða kanarí, einhverja af eyjunum þar, færð mikið jafnari hita þar en á meginlandinu t.d.
Almennt ódýrara að lifa þar líka ef að þú ert ekki á túristasvæðunum.


Hæsti hiti síðasta sumar var 47C í Portúgal þann 14. Júlí 2022. Því er spáð að árið 2023 verði heitara vegna breytinga í Kyrrahafi sem (El Nino) sem muni auka lofthita um 1 gráðu á heimsvísu. Þessu fylgir skógareldar og þurrkar. Hæti hiti í fyrra í Danmörku fór upp í 39,5C þann 20. Júlí 2022. Þetta var hitabylgja sem hófst í Júní og varði fram í Ágúst í flestum ríkjum Evrópu. Rétt um 160 km sunnan við mig í Hamburg, fór hitastigið í 40,1C þann 20. Júlí 2022.

2022 European heat waves (Wikipedia)

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 15:34
af jonfr1900
traustitj skrifaði:Þrátt fyrir að ég myndi ekki mæla með því við nokkurn mann (konu eða hvað sem viðkomandi vill vera kallaður) að flytja til Íslands þá eru þínar forsendur þokkalegar.
En á Íslandi er enginn leigumarkaður að ráði. Þú ert yfirleitt að leigja eignir fólks sem er tímabundið í burtu og borgar alla þeirra reikninga og afborganir og gott betur.

Ég myndi kíkja á Svíþjóð, þar eru Háskólar um allar jarðir og það er alls ekki dýrt að búa þar, og í minni bæjum þá eru leigufélög sem eru bæði opinber og prívat sem eru með heilu hverfin til leigu fyrir mjög sanngjant verð og þar er ekkert hægt að hækka reikninga nema bara um smotterý. En klárlega er rafmagn og hiti dýrt, en um leið og þú gefur upp á bátinn að geta verið innandyra á nærbuxum einum fata á veturna, þá er það ekkert mál.

Að skipta um skoðun er oftast merki um að maður noti heilann og taki á móti nýjum gögnum, gáfu merki. Ég ætlaði aldrei að flytja aftur og hvað þá að búa í Keflavík aftur. Shit happens :)


Ég ætla ekki að vera á meginlandi Evrópu þegar allt fer til fjandans í heimsmálunum. Bara alls ekki. Nógu vont verður ástandið á Íslandi í kjölfarið.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 17:07
af Mossi__
Annars bara hress?

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 17:16
af Moldvarpan
jonfr1900 skrifaði:
traustitj skrifaði:Þrátt fyrir að ég myndi ekki mæla með því við nokkurn mann (konu eða hvað sem viðkomandi vill vera kallaður) að flytja til Íslands þá eru þínar forsendur þokkalegar.
En á Íslandi er enginn leigumarkaður að ráði. Þú ert yfirleitt að leigja eignir fólks sem er tímabundið í burtu og borgar alla þeirra reikninga og afborganir og gott betur.

Ég myndi kíkja á Svíþjóð, þar eru Háskólar um allar jarðir og það er alls ekki dýrt að búa þar, og í minni bæjum þá eru leigufélög sem eru bæði opinber og prívat sem eru með heilu hverfin til leigu fyrir mjög sanngjant verð og þar er ekkert hægt að hækka reikninga nema bara um smotterý. En klárlega er rafmagn og hiti dýrt, en um leið og þú gefur upp á bátinn að geta verið innandyra á nærbuxum einum fata á veturna, þá er það ekkert mál.

Að skipta um skoðun er oftast merki um að maður noti heilann og taki á móti nýjum gögnum, gáfu merki. Ég ætlaði aldrei að flytja aftur og hvað þá að búa í Keflavík aftur. Shit happens :)


Ég ætla ekki að vera á meginlandi Evrópu þegar allt fer til fjandans í heimsmálunum. Bara alls ekki. Nógu vont verður ástandið á Íslandi í kjölfarið.



Þegar þú segir allt til fjandans, hvað ertu þá með í huga? Hvað er að fara til fjandans?

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 18:03
af Tbot
Leigumarkaður er ansi takmarkaður á Íslandi og leiguverð er stöðugt á uppleið.

Það að kalla eftir leigufrystingu ber vott um að viðkomandi er ekki vel að sér um kostnaðinn sem er að eiga húsnæði.
Eins og þegar Reykjavík hækkar fasteignagjöld um 20% á milli ára, hvert heldur fólk að þessi hækkun fari... að sjálfssögðu beint í leiguverðið.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 18:10
af GuðjónR
gnarr skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
gnarr skrifaði:Hæsta hitastig sem hefur verið skráð í heiminum er 56.7 °C í Furnace Creek í Kaliforníu, 10. júlí 1913.
Global warming hvað... ](*,)


Global warming snýst ekki um toppana heldur heildina.

Þetta er svipað og að segja að GTX 970 sé jafn öflugt og RTX 4090 vegna þess að þau ná bæði 1000fps í CSGO. En ef maður skoðar það betur, þá nær GTX 970 bara 1000fps í 0.1% high með 100 fps average á meðan RTX 4090 nær 1000fps í 10% high og er með 900 fps average.

Það getur vel verið að global warming verði til þess að við sjáum einhverntíman 35°c í Reykjavík, en stóra vandamálið er að meðalhitinn allstaðar er að hækka.

GuðjónR núna:
HbRcR.png

Djöfull væri ég til í 35°c í Reykjavík!!
Annars hlýtur lausnin að vera auka kolefnisskatta, væri ekki líklegt ef mest mengandi þjóðir heims myndu borga 50 trilljarða milljarða dollara í kolefnisgjald að öll mengun myndi hverfa samdægurs?
Hefur einhver velt fyrir sér í hvað peningarnir fara?

En svona af því að margir eru svo hræddir við global warming:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... ldarinnar/

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 18:13
af appel
Tbot skrifaði:Leigumarkaður er ansi takmarkaður á Íslandi og leiguverð er stöðugt á uppleið.

Það að kalla eftir leigufrystingu ber vott um að viðkomandi er ekki vel að sér um kostnaðinn sem er að eiga húsnæði.
Eins og þegar Reykjavík hækkar fasteignagjöld um 20% á milli ára, hvert heldur fólk að þessi hækkun fari... að sjálfssögðu beint í leiguverðið.


40 milljón kr. lán er núna í um:
308 þús kr á mánuði (óverðtyggt hjá landsbankanum)
188 þús kr á mánuði (verðtryggt hjá landsbankanum)

Þannig að ef viðkomandi ætlar sér að leigja lítið húsnæði, ódýra 2ja herbergja á ódýrasta staðnum á höfuðborgarsvæðinu, þá er hægt að miða við t.d. hvað kostar að taka lán fyrir þessu og borga af. Það er BASELINE. Svo reiknast ofan á þetta allt annað.
En ef við tökum þetta lægsta, 188 þús, þá þarf að bæta ofan á það húsgjaldi, viðhaldskostnaði, fasteignagjöldum, og öðru, sem fer með þetta líklega í um 250 þús á mánuði. Svo þarf eigandinn að fá eitthvað í sinn snúð, þannig að þetta gæti alveg slefað í 300 þús á mánuði fyrir litla ómerkilega íbúð.

Það er aldrei reiknað þannig að "já en íbúðaeigandinn á þessa íbúð 100%"... það er bara ekki til í dæminu, alltaf reiknað bara hvað myndi kosta að borga af 100% láni.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 18:42
af jonfr1900
Moldvarpan skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
traustitj skrifaði:Þrátt fyrir að ég myndi ekki mæla með því við nokkurn mann (konu eða hvað sem viðkomandi vill vera kallaður) að flytja til Íslands þá eru þínar forsendur þokkalegar.
En á Íslandi er enginn leigumarkaður að ráði. Þú ert yfirleitt að leigja eignir fólks sem er tímabundið í burtu og borgar alla þeirra reikninga og afborganir og gott betur.

Ég myndi kíkja á Svíþjóð, þar eru Háskólar um allar jarðir og það er alls ekki dýrt að búa þar, og í minni bæjum þá eru leigufélög sem eru bæði opinber og prívat sem eru með heilu hverfin til leigu fyrir mjög sanngjant verð og þar er ekkert hægt að hækka reikninga nema bara um smotterý. En klárlega er rafmagn og hiti dýrt, en um leið og þú gefur upp á bátinn að geta verið innandyra á nærbuxum einum fata á veturna, þá er það ekkert mál.

Að skipta um skoðun er oftast merki um að maður noti heilann og taki á móti nýjum gögnum, gáfu merki. Ég ætlaði aldrei að flytja aftur og hvað þá að búa í Keflavík aftur. Shit happens :)


Ég ætla ekki að vera á meginlandi Evrópu þegar allt fer til fjandans í heimsmálunum. Bara alls ekki. Nógu vont verður ástandið á Íslandi í kjölfarið.



Þegar þú segir allt til fjandans, hvað ertu þá með í huga? Hvað er að fara til fjandans?


Á meðan ég held að núverandi rússland geti ekki komið þessu af stað eitt og sér. Þá tel ég víst að næsti leiðtogi rússlands (hugsanlega) muni koma af stað stóru stríði í Evrópu með aðstoð Kína. Þar sem hvert stríð er stakt, þá er erfitt að segja til um upphafið og hvernig þetta hefst og hvenær en ég er orðinn nokkuð viss um að þetta muni hefjast sem stór styrjöld í heiminum. Þar sem það er eðli einræðisríkja að vilja stækka landamæri sín með valdi.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 18:45
af Moldvarpan
jonfr1900 skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
traustitj skrifaði:Þrátt fyrir að ég myndi ekki mæla með því við nokkurn mann (konu eða hvað sem viðkomandi vill vera kallaður) að flytja til Íslands þá eru þínar forsendur þokkalegar.
En á Íslandi er enginn leigumarkaður að ráði. Þú ert yfirleitt að leigja eignir fólks sem er tímabundið í burtu og borgar alla þeirra reikninga og afborganir og gott betur.

Ég myndi kíkja á Svíþjóð, þar eru Háskólar um allar jarðir og það er alls ekki dýrt að búa þar, og í minni bæjum þá eru leigufélög sem eru bæði opinber og prívat sem eru með heilu hverfin til leigu fyrir mjög sanngjant verð og þar er ekkert hægt að hækka reikninga nema bara um smotterý. En klárlega er rafmagn og hiti dýrt, en um leið og þú gefur upp á bátinn að geta verið innandyra á nærbuxum einum fata á veturna, þá er það ekkert mál.

Að skipta um skoðun er oftast merki um að maður noti heilann og taki á móti nýjum gögnum, gáfu merki. Ég ætlaði aldrei að flytja aftur og hvað þá að búa í Keflavík aftur. Shit happens :)


Ég ætla ekki að vera á meginlandi Evrópu þegar allt fer til fjandans í heimsmálunum. Bara alls ekki. Nógu vont verður ástandið á Íslandi í kjölfarið.



Þegar þú segir allt til fjandans, hvað ertu þá með í huga? Hvað er að fara til fjandans?


Á meðan ég held að núverandi rússland geti ekki komið þessu af stað eitt og sér. Þá tel ég víst að næsti leiðtogi rússlands (hugsanlega) muni koma af stað stóru stríði í Evrópu með aðstoð Kína. Þar sem hvert stríð er stakt, þá er erfitt að segja til um upphafið og hvernig þetta hefst og hvenær en ég er orðinn nokkuð viss um að þetta muni hefjast sem stór styrjöld í heiminum. Þar sem það er eðli einræðisríkja að vilja stækka landamæri sín með valdi.



Hvernig snertir það þig samt? Helduru að Rússar nuke-i danmörku?

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 19:32
af methylman
Canaríeyjar Studio íbúð á 500-750 € og orka og vatn oftast innifalin matur og annað ódýrt, var í fimm mánuði í þriggja Gran C. herbergja íbúð með lyftu sundlaug og bílageymslu 1500 € á mánuði Heilsársleiga alla jafna miklu hagstæðari kostur, þarft að sýna fram á að þú hafir fastar tekjur. Fuertoventura og hinar eyjarnar eru ódýrari taka nú ekki um höfuðborgar stærri eyjanna Las Palmas og Santa Cruix de Tenerife.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 20:10
af urban
GuðjónR skrifaði:
En svona af því að margir eru svo hræddir við global warming:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... ldarinnar/


Reyndar alveg sérstaklega hætt að tala almennt um global warming og farið að tala um climate change.

Akkúrat útaf því að margt fólk virðist ekki átta sig á því að það getur verið kalt sumstaðar í heiminum þegar að heimurinn er að hitna í heild sinni.

Það þarf akkúrat ekkert að efast um það að heimurinn sé að hitna, það er ekkert mál að efast um afhverju það er og hverjar afleiðingarnar í raun verða, en það þarf ekkert að efast um gögnin sem að segja að heimurinn sé að hitna.

Re: Flutningur til Íslands

Sent: Mán 17. Apr 2023 20:21
af appel
Ef þú ert hræddur við kjarnorkustyrjöld þá er best að flytja til suður-hvelsins. Nýja Sjáland væri líklega skásti kosturinn. En annars sem syðst því best, t.d. suður odda Chile eða Argentínu. Ástralía líka kannski kostur. En maður veit aldrei hvort það yrði ráðist á þessi lönd eða ekki.
Vandamálið er ekki kjarnorkusprengjurnar sem slíkar, heldur kjarnorkuveturinn sem fylgir á norður-hvelinu, t.d. yrði Ísland fljótt óbyggilegt því hitastig yrði c.a. -50°c hérna líklega.