Vitandi hvernig sumir hérna nálgast sum viðfangsefni, þá bíð ég bara eftir fréttinni sem mun koma rétt fyrir sveitastjórnarkosningar 2026 með yfirskriftinni "Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna snjómokstur hefur stóraukist frá síðustu kosningum".
Svo kannski vill til að það hefur lítið eða jafn mikið snjóað 2024-2026 og árin á undan, og allir "snillingarnir" stíga fram með stór orð um sóun á peningum, afhverju að halda vélum standby fyrir örfáa snjódaga, afhverju að eyða peningum í þjónustu sem er bara notuð stundum, og svo framvegis.
Rúv skrifaði:Af lestri skýrslunnar, sem kynnt verður í næstu viku[...]
Gæti verið áhugavert að actually lesa skýrsluna þegar hún verður public.
Samanburður... skrifaði:appel skrifaði:Já, ágætt, loksins að menn fatti að þegar það snjóar að það þurfi að ryðja snjóinn. Glæsilegt. Hvað er næst, 1+1?
Rúv skrifaði:Nefna má að byrjað verði að hreinsa húsagötur þegar snjódýpt er 10 sentimetrar en ekki 15 eins og nú er
Nú veit ég ekki hvort að appel ákvað vísvitandi að snúa útúr, eða hvort að hann einfaldlega las ekki einusinni fréttina, en þarna kristallast vandamálið í hnotskurn.
Einhverjir fá það verkefni að skoða núverandi verkferla og reyna að finna út hvað má gera betur. (Eða hvort allt sé kannski bara í fínu lagi, enda ekki hægt að vera viðbúinn öllu mögulegu.)
Og aðrir koma svo með sleggjudóma í engu samhengi við úrbótartillögur, en eru með háfleygar yfirlýsingar bara til þess gerðar að þyrla ryki og búa til neikvæða umræðu.
Rinse and repeat.
Hvernig má búast við að hlutir lagist ef að það er alltaf farið á þetta plan?
appel skrifaði:Þannig hef ég séð snjóruðningstæki vera ryðja stíga í forgangi 1, trekk í trekk þó þeir séu orðnir ruddir, jafnvel 3-4 sinnum á sama deginum þó ekkert hafi bætt í snjó, og það endurtekið í nokkra daga
Þú áttar þig vonandi líka á að það eru ákveðnar leiðir sem að tækin fara óháð öðrum verkefnum, einfaldlega vegna þess hvar byrjunar- eða endastaður tækisins er?
Eða t.d. ef/þegar um ytri verktaka er að ræða, að þá enda tækin í nágrenni við heimili viðkomandi í lok dags, þannig að leiðin til og frá heimili viðkomandi er þá hlutfallgslega rudd oftar en aðrar leiðir óháð þörf, því það munar kannski ekki miklu að ryðja ef að leiðin er keyrð hvort eð er.
Það eru bara svo mörg svona variable sem spila inn í heildarmyndina.
Svo, eins leiðinlegt og það er, þá er allt of oft hægt að vera vitur eftirá í samningagerð.
Þetta gæti jafnvel verið krafa á viðkomandi verktaka skv illa gerðri útboðslýsingu, sem tekur mið af illa skilgreindum verkferlum.
Þá væri einmitt sniðugt að fá hóp... uh.. nefnd... til þess að rýna þessi atriði og koma með tillögur að úrbótum fyrir næsta útboð/samning.