Síða 1 af 1

Þvo músarmottu?

Sent: Mán 03. Apr 2023 13:50
af falcon1
Músarmottan mín er orðin ansi drullug, er í lagi að henda henni í þvottavélina? :) Hvernig þrífið þið ykkar mottur?

Er með eitthvað svipað þessu https://elko.is/vorur/nedis-musarmotta- ... PADFG100BK

Re: Þvo músarmottu?

Sent: Mán 03. Apr 2023 14:21
af appel
Myndi nota bara raka tusku með sápu í og strjúka.

Þvottavélin gæti rústað henni.

Re: Þvo músarmottu?

Sent: Mán 03. Apr 2023 14:24
af Diddmaster
Hef gert bæði þvottavélina og raka tusku með sápu í, fljótari að þorna eftir tuskuna

Re: Þvo músarmottu?

Sent: Mán 03. Apr 2023 14:26
af appel
Gæti líka bara sökkt henni í vaskinn í volgu vatni með sápu, leyft henni að sitja þar í 20 mín og svo notað kannski tusku til að strjúka létt af drulluna sem ætti að vera orðin laus og svo þurrka.

Re: Þvo músarmottu?

Sent: Mán 03. Apr 2023 14:29
af appel
ChatGPT er með þetta:

mousepad.png
mousepad.png (43.73 KiB) Skoðað 1528 sinnum

Re: Þvo músarmottu?

Sent: Mán 03. Apr 2023 14:40
af Hausinn
Skolar þetta í sturtunni og hengir þetta síðan upp á snúru.

Re: Þvo músarmottu?

Sent: Mán 03. Apr 2023 17:07
af Moldvarpan
Henda þessu og kaupa nýja. Þetta er ekki það dýrt. Getur ýmindað þér allar bakteríurnar í þessu :pjuke

Re: Þvo músarmottu?

Sent: Mán 03. Apr 2023 20:31
af CendenZ
Þær verða ógeðslegar eftir þvott, þú getur keypt tau-bílsætishreinsi og og burstað með honum en fitan sem sest í þetta fer ekkert úr nema með almennilegum uppþvottalegi og vel heitt vatn, 60*

Re: Þvo músarmottu?

Sent: Mán 03. Apr 2023 20:36
af jonsig
Alltaf hennt þessu reglulega í þvottavélina á delicate program ef þetta er ekki eitthvað cheap dót .
Ég hef aldrei stútað músarmottu nema fá einhverjar lóð-tin slettur á þær.