Síða 1 af 1
Vandamál með útidyralás
Sent: Fim 16. Mar 2023 23:42
af falcon1
Það er eitthvað undarlegt á seyði með lásinn á útidyrahurðinni hjá mér. Oftast er ekkert mál að opna en stundum þá er eins og lykillinn stoppi svona sirka hálfa leið, stundum virkar að taka lykilinn út og prófa aftur. Þetta er svona tvöfaldur lás, maður tekur handfangið upp og þá skjótast út læsingarpinnar uppi og niðri. Svo snýr maður lyklinum til að læsa að fullu.
Þarf maður að fá lásasmið til að kíkja á þetta áður en maður læsist alveg úti?
Þetta er ekki nema 3 ára hurð.
Re: Vandamál með útidyralás
Sent: Fim 16. Mar 2023 23:44
af JReykdal
Smyrja?
Re: Vandamál með útidyralás
Sent: Fös 17. Mar 2023 00:00
af playman
Kaupa smurefni í spreybrúsa og gefa sílendrinum 2-3 skot, djöflast svo í lásnum með lyklinum og sjá hvort að þetta lagist ekki.
Ekki nota WD40 eða álíka efni.
Re: Vandamál með útidyralás
Sent: Fös 17. Mar 2023 00:01
af falcon1
JReykdal skrifaði:Smyrja?
Búinn að prófa það 2x og það hjálpaði til í fyrstu en svo byrjar vandamálið aftur að poppa upp. Kannski að prófa aftur að smyrja?
Re: Vandamál með útidyralás
Sent: Fös 17. Mar 2023 00:16
af falcon1
Ég er að nota þetta efni.
Re: Vandamál með útidyralás
Sent: Fös 17. Mar 2023 00:28
af jonfr1900
Þetta er líklega bilaður lás. Þarft örugglega að láta athuga þetta.
Re: Vandamál með útidyralás
Sent: Fös 17. Mar 2023 13:20
af Peacock12
WD40 er ekki smurefni, en þrælfínt hreinsiefni og gæti því gagnast í að þrífa lásinn ef þetta er eh skítur/flísar/agnir sem orsaka þetta.
Ekki mikið mál að taka sylinderinn úr og ég myndi geta það. Þrífa svo með WD40, djöflast í með lyklinum, þrífa aftur með WD40 og láta renna vel af og þurrka. Smyrja með olíu og sjá hvort þetta reddi einhverju.
Tekur klukkutíma max, notar efni sem eiga að vera til á hverju heimili hvort sem er, og getur sparað þér lásasmið og/eða nýjan lás.