Síða 1 af 1
Fartölvutaska/ferðataska
Sent: Fim 23. Feb 2023 23:38
af Le Drum
Datt í hug að spyrja hér. Er að leggjast í smá ferðalag og vantar að geta kippt fartölvunni með, hafði ekki hugsað mér að vera með ferðatösku heldur handfarangur.
Er einhver sem gæti bent mér á hvar ég gæti nálgast tösku eða bakpoka sem myndi rúma fartölvu og með því auk þess einhverra fatalarfa til skiptanna?
Re: Fartölvutaska/ferðataska
Sent: Fös 24. Feb 2023 09:57
af Peacock12
Hafðu í huga skilgreiningu Icelandair á handfarangri. Þetta er nokkuð staðlað og á því sennilega við flest flugfélög. Þú mátt vera með 1 tösku í handfarangri sem passar innan marka þeirra (hámarksstærð með hjólum og handfangi 55 x 40 x 20 cm og 10 kg) OG einn hlut til persónulegra nota sem er síðan skilgreint sem: Farþegar mega hafa með sér um borð einn lítinn hlut á borð við veski, bakpoka eða fartölvutösku, sem þarf að komast fyrir undir sætinu fyrir framan þá.
Ferðast oft með klassískri „flugfreyjutösku“ sem er með hjólum þannig að ég get dregið hana á eftir mér og síðan er tölvubakpokinn minn þannig að ég get rennt bakinu yfir handfangið á töskunni þegar ég dreg hana eftir mér.
Re: Fartölvutaska/ferðataska
Sent: Fös 24. Feb 2023 13:17
af Hizzman
gætir byrjað td með að fara í vöruleit á ja.is og skrifa bakpoki í leitarreitinn
Re: Fartölvutaska/ferðataska
Sent: Fös 24. Feb 2023 13:57
af TheAdder
Re: Fartölvutaska/ferðataska
Sent: Fös 24. Feb 2023 15:33
af Climbatiz
hef nokkrum sinnum nú tekið flug með fartölvutösku auk bakpoka sem ég tek inní vélina og í öll skipti þrátt fyrir að vera með miða sem leyfir aðeins að ég set farangur minn undir sæti þá hef ég sett það í geymslurýmið og ekkert mál, meirað segja þegar ég ferðaðist síðast þá setti flugfreyjan farangur minn fyrir ofan mig þegar ég ætlaði að setja það undir sætið
Re: Fartölvutaska/ferðataska
Sent: Fös 24. Feb 2023 20:25
af Frost
LTT Bakpokinn allan tímann