Síða 1 af 1

Stærstu flakkarar

Sent: Lau 18. Feb 2023 22:10
af emil40
Sælir félagar

vitið þið hvað stærstu flakkarnir í dag eru stórir ?

Re: Stærstu flakkarar

Sent: Lau 18. Feb 2023 22:18
af peer2peer
Veit að þú getur keypt 22TB á amazon.com
Eflaust hægt að nálgast stærri (hef ekki kynnt mér það)

Re: Stærstu flakkarar

Sent: Sun 19. Feb 2023 09:37
af Hlynzi
18TB diskar til í dag, (16TB til á Íslandi), kannski einhver stærri kominn á markað eins og peturthorra nefnir. En maður þarf virkilega að fara íhuga þegar þú ert kominn með flakkara (bara yfir 1TB) að nota þetta ekki sem mikilvæga gagnageymslu (nema þetta sé bara seinni afritin), þar sem þú getur tapað ansi miklu magni af gögnum, myndi littlu skipta ef þetta eru bara bíómyndir og þættir.

Ég hugsa flakkara út frá 3,5" stærðinni (stærri gerðin), þó svo reyndar að ég er mun hrifnari af 2,5" (ferðatölvu diskum), þeir eru til í 5TB samkv. vaktinni og eru mun handhægari flakkarar (þurfa oftast ekki sér spennugjafa ásamt því að vera nettir)