Síða 1 af 1

Netfangs-breyting

Sent: Þri 06. Des 2022 11:00
af KaldiBoi
Hvernig ganga menn í gegnum breytingar á netfangi?

Ég gerði minn tölvupóst þegar ég var 12 ára í gegnum gmail og hef notað virkt síðan þá.
Þetta hefur gengið vel hingað til þar sem ég er bara búinn að eiga í viðskiptum utan landsteina en nú er ég að fara byrja bráðlega í nýrri vinnu hérna heima og tel ég að ég þurfi "hentugra" netfang með það í huga að ég geti samt sem áður fengið póstinn af gamla inn á nýja.

Mbk.

Re: Netfangs-breyting

Sent: Þri 06. Des 2022 13:14
af CendenZ
Ég er með nokkur lén og nota gmail fyrir emailin á þeim. En gamla alvöru emailið mitt (síðan 2004) er samtengt inn á nýja emailið og er það stillingaratriði í gmail þannig ég opna núverandi email og þar er líka pósturinn sem kemur inn á gamla. ;)

Re: Netfangs-breyting

Sent: Þri 06. Des 2022 13:22
af AntiTrust
Tjah, hvar ertu með póstinn í dag og hvernig netfang viltu? Viltu þitt eigið lén á bakvið (netfang@fyrirtækiðþitt.is) eða vantar þér bara nafn@gmail.com?

Re: Netfangs-breyting

Sent: Þri 06. Des 2022 13:34
af Dropi
xxx69pzzyzlayer@gmail.com ekki nógu gott fyrir ykkur lengur?

Er sjálfur með hálf vandræðalegt netfang en þegar ég þarf að gefa það upp þá geri ég það bara óhikandi og óvandræðalegur, ekki fengið athugasemd ennþá.

Re: Netfangs-breyting

Sent: Þri 06. Des 2022 13:38
af Hjaltiatla
Ég var áður fyrr með Gmail sem ég notaði sem aðal netfang.

Núna er ég með keypt persónulegt lén (borga 16$ ári fyrir það hjá Namecheap) og er með Microsoft 365 Business Basic áskrift og nota Exchange online póstþjónustuna á sirka 5 evrur á mánuði og get þannig tengt mitt persónulega lén við þjónustuna. Stillti síðan í Gmail að allur póstur sem kemur á Gmail forwardast á þetta netfang.

Re: Netfangs-breyting

Sent: Þri 06. Des 2022 15:49
af GuðjónR
icehot1@n1.is er ekkert svo vandræðalegt er það nokkuð :wtf

Re: Netfangs-breyting

Sent: Þri 06. Des 2022 17:51
af rapport
Get selt ykkur gmail með premium álagi... <insert name>@pervert.is

Stríði fólki reglulega með því að vísa slóðinni á facebookið þeirra :-)

Re: Netfangs-breyting

Sent: Fim 08. Des 2022 22:14
af GuðjónR
rapport skrifaði:Get selt ykkur gmail með premium álagi... <insert name>@pervert.is

Stríði fólki reglulega með því að vísa slóðinni á facebookið þeirra :-)

Ég trúi því ekki að ég hafi fallið fyrir þessu hjá þér :face

Re: Netfangs-breyting

Sent: Fim 08. Des 2022 22:29
af Climbatiz
auðvelt að forwarda allt email frá einum gmail accounti í annan, svo líka hafa það mail sett í sér möppu (label) með filterum

Re: Netfangs-breyting

Sent: Fös 09. Des 2022 13:54
af rapport
GuðjónR skrifaði:
rapport skrifaði:Get selt ykkur gmail með premium álagi... <insert name>@pervert.is

Stríði fólki reglulega með því að vísa slóðinni á facebookið þeirra :-)

Ég trúi því ekki að ég hafi fallið fyrir þessu hjá þér :face


Þú ert að sjálfsögðu the.pervert.is

Re: Netfangs-breyting

Sent: Fös 09. Des 2022 16:48
af Revenant
Ég hef farið í gegnum þetta og þetta er smá handavinna ef þú vilt ekki áframsenda frá gamla netfanginu (eða styður það ekki).

  • Til að byrja með þarftu að komast yfir hvaða aðgangar eru skráðir á gamla netfangið. Síðan þarftu að fara í gegnum hvern og einasta aðgang og breyta netfanginu og/eða skrá þig upp á nýtt.
  • Næst þarftu að unsubscribe-a þig og resubscribe-a þig á alla póstlista sem þú vilt halda (þetta er mikilvægt til að fá betri yfirsýn seinna)
  • Síðan þarftu að láta alla þá sem þú hefur verið í samskiptum vita að þú ert komin með nýtt netfang
  • Á þessu stigi ætti lítill sem enginn tölvupóstur að berast á gamla netfangið (fyrir utan ruslpóst) en þú gætir þurft að halda því opnu í 1-2 ár til að vera viss um að enginn aðgangur sé lifandi á þessu netfangi. Reglulega geturu athugað gamla netfangið og athugað hvort að einhver tölvupóstur sé að berast.

Þú getur líka exportað tölvupóstinum frá gamla netfanginu og síðan import-að því í það nýja ef þú vilt halda sögunni.

Re: Netfangs-breyting

Sent: Mán 12. Des 2022 08:49
af netkaffi
Hægt að samtengja mörg Gmail netföng.
Ég mæli með að fólk fái sér gmail með nafninu sínu, það er mjög þægilegt. T.d. Ólafur Pétursson, olafurpetursson@gmail.com --- þá getur maður sagt að emailið sitt sé bara nafnið sitt at gmail.com --- þægilegt þegar að maður er að hringja í erindagjörðum t.d., eða þarf að deila netfanginu með einhverjum þar sem maður þarf að þjóta.
Gmail netföng eru þannig að það skiptir ekki máli hvort þú sért með punkta eða ekki. S.s. getur haft jon.jonsson@gmail.com eða bara jonjonsson@gmail.com --- þetta fer bæði á sama netfangið, punktarnir teljast ekki, þeir eru bara skraut eða öllu heldur aðgreinir.
Svo geturðu látið þetta email með þínu nafni áframsenda allt sem þar kemur inn á annað netfang sem þú notar sem aðal eða er þitt gamla.