Síða 1 af 8

Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 21:28
af appel
Gæjinn er í ljósum logum og talað um að hann sé að verða gjaldþrota. Twitter fíaskó, Tesla að hrynja, og hvaðeina.

Hvað var hann að pæla með að kaupa Twitter? Versta viðskiptaákvörðun mannkynssögunnar? Hvernig fer maður að verða ríkasti maður heims í gjaldþrot á einum mánuði? Svo grátlegt. Hélt hann væri klár, greinilega ekki.

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 21:37
af dreamdemon
held að við þurfum að vita ástæðuna afhverju hann var að kaupa twitter til að geta dæmt um það.

en að seigja að tesla sé að hrinja er frekar áhugavert og myndi vilja spurja á hverju þú sért að biggja það því hef ekki séð neit sem bendir til þess

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 21:39
af appel
dreamdemon skrifaði:held að við þurfum að vita ástæðuna afhverju hann var að kaupa twitter til að geta dæmt um það.

en að seigja að tesla sé að hrinja er frekar áhugavert og myndi vilja spurja á hverju þú sért að biggja það því hef ekki séð neit sem bendir til þess



Tesla has lost almost $700 billion of market value in the past year - the equivalent of 3 Disneys, 4 Nikes, or 6 Starbucks
https://markets.businessinsider.com/new ... ks-2022-11

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 21:44
af dreamdemon
hehe þetta seigir ekkert um stöðu fyrirtækisins i dag þeir eiga nó pening og með buffer fyrir næstu árin og eru að stækka um ca 50% á ári, það að hlutabréf falli i verði hefur mest áhrif á stöðu fyrirtækja til að afla fjármagns með að gefa út fleiri bréf

mæli með að skoða hvað þeir eru að taka mikið inn per bíl þar sem það er held eg um 25% sem er gróði og það hæsta af öllum bílaframleiðendum

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 21:47
af Predator
Tesla er auðvitað búið að vera, og er, alltof hátt verðmetið svo þetta ætti bara leiðrétting á því.

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 21:49
af dreamdemon
þeir duttu lika út af sp500 svo það hafði lika áhrif svo þarf að skoða þetta í samheingi með hlutabréfamarkaðin i heild þar sem það er allt að fara niður og verður sama stefna eitthvað fram á næsta ár, lika verið að tala um að nokkrir bankar séu að falla á næstu mánuðum

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 22:31
af audiophile
Hann hagar sér eins og rasshaus undanfarið. Er mikið á Twitter og sumt sem þessum manni dettur í hug að pósta fær mann bara til að klóra sér í hausnum. Sé ekki alveg tilganginn með þessu. Kannski er hann bara í einhverri maníu. :-k

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 22:39
af appel
Ég fylgdist með honum fyrir langa löngu, áður en Tesla varð að einhverju, og hann var mikið að tala um Mars ferðir og svona. Var miklu skemmtilegri og áhugaverðari þá. Núna hefur hann einhvern veginn degenereitast í einhvern ruglhaus. Er það útaf öllu grasinu sem hann reykir?

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 22:39
af GuðjónR
Twitter? hvað er það?

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 23:34
af dadik
GuðjónR skrifaði:Twitter? hvað er það?


Þetta er oft kallað Rotþróin í daglegu tali :hmm

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 23:37
af GuðjónR
dadik skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Twitter? hvað er það?


Þetta er oft kallað Rotþróin í daglegu tali :hmm

Ahh rotþróin, eða þarmur internetsins.
Nú veit ég hvað þú ert að tala um.
Er ekki bara kominn tími á þann súra vef?

Re: Elon Musk

Sent: Þri 22. Nóv 2022 23:44
af dadik
Ahh rotþróin, eða þarmur internetsins.
Nú veit ég hvað þú ert að tala um.
Er ekki bara kominn tími á þann súra vef?


Félagi minn er mjög hrifinn af þessu. Er búinn að búa sér til curated lista yfir fólk sem hann fylgist með, bæði vegna vinnu og líka persónulega. Hann er mjög súr yfir þessum breytingum skiljanlega. Enginn annar vetvangur sem býður upp á eitthvað sambærilegt.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 00:11
af Mossi__
dadik skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Twitter? hvað er það?


Þetta er oft kallað Rotþróin í daglegu tali :hmm


Rotþrær hafa nú samt notagildi..

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 11:24
af Henjo
Hann er búin að tala um gjaldþrot á 6 mánað fresti frá árinu 2005.

Tesla ef eitthv, er bara jafna sig í verði. Öll þessi stórfyrirtæki eru alltof há metin. Tesla hlutabréf eru sambærileg núna og fyrir tveimur árum. Og ef ég að giska verða þau kominn aftur upp eftir X margar vikur/mánuði. Tesla er í góðum málum, eru að græða meiri pening en t.d. Toyota, þrátt fyrir að Toyota gerir 7 fallt fleiri bíla en þeir. En Tesla græðir uþb 8 falt meira per bíll seldan.

Ég skil ekki afhverju þessi gaur er að kaupa twitter og koma sér í þann grjónagraut. Vildi óska þess að hann myndi bara einbeita sér að SpaceX (og kannski Tesla) SpaceX btw er að fara skjóta upp öflugustu eldflaug allra tíma núna á næstu mánuðum, eldflaug sem þeir munu reyna gera 100% endurnýjanlega. Fyrsta sinnar tegunda, og mun leyfa okkur gera hluti í geimnum sem við höfum aldrei getað áður.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 11:56
af Hauxon
Sagan segir að Musk sé með ekki svo mjög leynilega áætlun um að láta til sín taka í rafmynntum og greiðslukerfum. Þegar hann var með PayPal var eitthvað sem þeir kölluðu X og var að ég held einhverskonar form af rafmynnt sem var sett á ís þegar PayPal var selt. 2017-18 keypti Musk svo x.com lénið til baka af Amazon og hafa menn farið að velta fyrir sé hvort hann vilji taka upp þráðinn með X. Dorsey fyrrverandi stofnandi Twitter er á kafi í rafmynntunum og hef marg oft sagt að ef hann væri ekki að reka Twitter myndi hann fara á fullu í rafmynntir. ...þannig að mögulega var Musk bara að kaupa sér viðskiptafélaga í X prójektið. Þ.a. honum er jafnvel alveg sama um Twitter ef hann er með allt annað á prjónunum.

Samsæriskenningu lokið. :lol:

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 13:13
af Jón Ragnar
Hauxon skrifaði:Sagan segir að Musk sé með ekki svo mjög leynilega áætlun um að láta til sín taka í rafmynntum og greiðslukerfum. Þegar hann var með PayPal var eitthvað sem þeir kölluðu X og var að ég held einhverskonar form af rafmynnt sem var sett á ís þegar PayPal var selt. 2017-18 keypti Musk svo x.com lénið til baka af Amazon og hafa menn farið að velta fyrir sé hvort hann vilji taka upp þráðinn með X. Dorsey fyrrverandi stofnandi Twitter er á kafi í rafmynntunum og hef marg oft sagt að ef hann væri ekki að reka Twitter myndi hann fara á fullu í rafmynntir. ...þannig að mögulega var Musk bara að kaupa sér viðskiptafélaga í X prójektið. Þ.a. honum er jafnvel alveg sama um Twitter ef hann er með allt annað á prjónunum.

Samsæriskenningu lokið. :lol:



Væru góðar fréttir fyrri Crypto portfolioið mitt allavega #-o

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 15:14
af Moldvarpan
Hann reyndi nú að bakka út úr kaupunum á twitter, en dómstólar sögðu hann þurfa að standa við samkomulagið.

Held hann ætlaði sér aldrei að kaupa twitter, heldur notar hann fjölmiðla til að hafa áhrif, PR stunt. En í þetta skiptið var það backfire.

Þessi gaur er algjör dickhead. Kannski klár að búa til eh vitleysu, en thats about it. Honum er haldið frá ákvarðanatökum varðandi reksturinn í fyrirtækjunum.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 15:47
af TheAdder
Hann er farinn að trúa eigin lygum um að hann sé tækni og vísinda snillingur. Modern day Edison.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 16:08
af Trihard
Eru ekki allir í rassborunni á manninum enda á toppnum, fær hvergi frið.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 18:13
af urban
Hauxon skrifaði: ...þannig að mögulega var Musk bara að kaupa sér viðskiptafélaga í X prójektið. Þ.a. honum er jafnvel alveg sama um Twitter ef hann er með allt annað á prjónunum.

Samsæriskenningu lokið. :lol:


Þú verður ekki ríkasti maður í heiminum með því að eyða 44 þúsund milljón bandaríkja dollara (milli 20 og 30% af networth)í bara eitthvað sem að þér er alveg sama um.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 18:56
af Dúlli
Ég held að maðurinn sé með einhvað plan sem við sjáum ekki.

Tesla en hratt og selur mikið, sólarsellu verkefnið hans e að stækka hratt, supercharge kerfið er að stækka hratt og miklar framfarir hjá space-x.

Held hann sé að hugsa á allt öðru lvl en við.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 19:57
af Stuffz
..bara Stuntpólitík hjá Möskaranum.

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 20:09
af g0tlife
Appel, ertu tilbúin að senda okkur link á þessa 4chan síðu þar sem þú færð fréttirnar þínar haha

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 20:40
af ZiRiuS
Dúlli skrifaði:Ég held að maðurinn sé með einhvað plan sem við sjáum ekki.

Tesla en hratt og selur mikið, sólarsellu verkefnið hans e að stækka hratt, supercharge kerfið er að stækka hratt og miklar framfarir hjá space-x.

Held hann sé að hugsa á allt öðru lvl en við.


Þetta sagði fólk líka um Kanye...

Re: Elon Musk

Sent: Mið 23. Nóv 2022 21:17
af Dúlli
ZiRiuS skrifaði:
Dúlli skrifaði:Ég held að maðurinn sé með einhvað plan sem við sjáum ekki.

Tesla en hratt og selur mikið, sólarsellu verkefnið hans e að stækka hratt, supercharge kerfið er að stækka hratt og miklar framfarir hjá space-x.

Held hann sé að hugsa á allt öðru lvl en við.


Þetta sagði fólk líka um Kanye...


Ég myndi ekki bera þá saman, finnst vera himinn og haf á milli þessara tveggja aðila.