Síða 1 af 1

Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 13:08
af littli-Jake
Forvitnin fór af stað.

Eg er að borga 10.500 fyrir net og 1 síma hjá Hringdu.

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 13:32
af Viggi
Var hjá hringu með ljósnet og síma á 10500. Fór svo yfir í Nova með 5g net og síma á 13900

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 13:48
af ZiRiuS
littli-Jake skrifaði:Forvitnin fór af stað.

Eg er að borga 10.500 fyrir net og 1 síma hjá Hringdu.


Sama

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 14:22
af halipuz1
0

vinnan borgar :D

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 14:44
af GullMoli
halipuz1 skrifaði:0

vinnan borgar :D


Líka línugjaldið?

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 14:51
af rapport
Held að það sé komið í 16.990/mán fyrir 1Gbs ljós og 3x GSM áskriftir, allt ótakmarkað gagnamagn.

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 16:20
af demaNtur
Er að borga 13.569 kr fyrir net og 1 síma hjá Hringdu.

Áhugavert að þið séuð að greiða 10.500 kr fyrir það sama hjá þeim.



*edit, ég er að leigja router einnig, ótakmarkað net í síma og 1gb tengingu

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 16:53
af Uncredible
Ég er að borga sirka 14k fyrir tvo GSM síma og 1gbit net hjá þeim. Mun víst lækka um 800 krónur og þeir bættu pakkann sem var 100gb í ótakmarkað fyrir GSM.

Er mjög sáttur með Hringdu. Verðið hefur bara verið það eða lægra heldur en þegar ég byrjaði og þeir hafa aldrei hringt í mig og verið einhvað "Hey gaur við getum selt þér súper dúper net með myndlykli sem mun bæta allt líf þitt whoopdý doo, svo í seinasta mánuði þá breytti ég pakkanum þínum þannig núna borgar þú aukalega 5000 krónur fyrir ekki neitt sem þú baðst um, takk fyrir að velja ótilgreint fjarskipta fyrirtæki".

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 17:37
af GuðjónR
20.490.- á mánuði hjá NOVA.
Innifalið í því er 1GB ljós, 5 farsímar og þrjú LTE úr.
Ótakmarkað gagnamagn á öllu.

Fóru þið að spá í þetta út af þessari frétt?
https://www.vb.is/frettir/velta-hringdu ... -milljard/

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 18:23
af kjartanbj
Net og 2 símar hjá Hringdu einhver 13.xxx minnir mig eða þar um bil

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 18:30
af Opes
0 kr. - vinnan borgar.

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 18:34
af agnarkb
3680 fyrir ótakmarkað hjá Vodafone (vinnan niðurgreiðir hluta) og svo eitthvað svipað fyrir eitt númer hjá Nova með 10gig pakka.

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 19:00
af Dr3dinn
0.

Vinnan borgar, ef menn eru í línu veseni ...þá er hringdu leiðin out, þar er línugjaldið í verðinu.

Spá props á þá fyrir að vera heiðarlegir með það innifallið.

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fim 10. Nóv 2022 20:27
af halipuz1
GullMoli skrifaði:
halipuz1 skrifaði:0

vinnan borgar :D


Líka línugjaldið?


Jamm

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fös 11. Nóv 2022 16:43
af demaNtur
demaNtur skrifaði:Er að borga 13.569 kr fyrir net og 1 síma hjá Hringdu.

Áhugavert að þið séuð að greiða 10.500 kr fyrir það sama hjá þeim.



*edit, ég er að leigja router einnig, ótakmarkað net í síma og 1gb tengingu


Ég hringdi og athugaði, fékk góð svör sem útskýrði verðmuninn - ennþá mjög sáttur með þjónustu Hringdu :happy

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fös 11. Nóv 2022 17:16
af HringduEgill
demaNtur skrifaði:
demaNtur skrifaði:Er að borga 13.569 kr fyrir net og 1 síma hjá Hringdu.

Áhugavert að þið séuð að greiða 10.500 kr fyrir það sama hjá þeim.



*edit, ég er að leigja router einnig, ótakmarkað net í síma og 1gb tengingu


Ég hringdi og athugaði, fékk góð svör sem útskýrði verðmuninn - ennþá mjög sáttur með þjónustu Hringdu :happy


Svo lækkar þetta um 800 kr. hjá þér 1. des :D

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fös 11. Nóv 2022 18:29
af hagur
Borga bara aðgangsgjaldið að ljósleiðaranum.

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fös 11. Nóv 2022 19:37
af littli-Jake
demaNtur skrifaði:Er að borga 13.569 kr fyrir net og 1 síma hjá Hringdu.

Áhugavert að þið séuð að greiða 10.500 kr fyrir það sama hjá þeim.



*edit, ég er að leigja router einnig, ótakmarkað net í síma og 1gb tengingu


Ég fékk eitthvað voða flott þakkarbréf í sumar með þökkum um að vera lengi í viðskiptum og fékk lækkun.

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fös 11. Nóv 2022 19:38
af Moldvarpan
13800 fyrir ljós og farsíma hjá símanum

Re: Hvað er vaktarinn að borga fyrir net og síma?

Sent: Fös 11. Nóv 2022 20:20
af BudIcer
7500kr 1gb ljós hjá símanum(ótakmarkað), 3500kr línugjald hjá Tengir og 3290kr hjá Nova fyrir 250gb á mánuði.