Síða 1 af 1

Fjölnota rafmagns klippur

Sent: Mið 09. Nóv 2022 15:00
af zaiLex
Vitið þið hvort að sambærilegar klippur séu til einhvers staðar annars staðar hér á landi? (uppselt)
https://ab.is/vara/fjolnota-rafmagns-klippur/
þ.e. afeinangrunartól sem mælir fyrir þig víraþykkt etc

Svo annað hvar getur maður keypt eitthvað sambærilegt?:
https://www.amazon.com/SoftTouch-Self-S ... B000SL0KJC

Vantar svona í bílinn til að geta lagt frá mér og það fljúgi ekki, hef hingað til verið að kutta músarmottur og nota undirlagið á þeim :)

ps fæ ekki lengur tilkynningar frá vaktinni um svör allt samt stillt á on

Re: Fjölnota rafmagns klippur

Sent: Mið 09. Nóv 2022 18:47
af jonsig
Sjálfur er ég oft með útfærslu af samskonar töng frá facom eða Facom 793936 Swingo. Þá er hægt að fara niður í 0.25q og uppí 10q og þurfa ekki að stressa sig á að særa vírana. Kostaði 20þ í ísól fyrir mörgum árum síðan :) Ódýrari tangir eru yfirleitt pain- in the assholes. og best að sleppa því að kaupa þannig.

Mæli samt ekki með að splæsa í svona alvöru töng nema þú sért að vinna í stýringum með milljón vírendum og vilt staðla afhýðinguna af vírunum.

6tommu "rafvirkjabítarinn" er flottur í nánast allt nema klippa dragbönd, nota bara classic skábít í það verkefni.

þessi ab töng virðist eiga getað klemmt einangruð bílatengi líka... það er aldrei sniðugt að nota multitool / gizmo töng í þeim ásetningi. Það er yfirleitt ekki að koma vel út. Og illa pressuð rafmagnstengi eru yfirleitt einhverskonar grief.
Frekar eitthvað proper verkfæri eins og klein tools ratcheting crimp.

Re: Fjölnota rafmagns klippur

Sent: Mið 09. Nóv 2022 20:52
af roadwarrior

Re: Fjölnota rafmagns klippur

Sent: Fim 10. Nóv 2022 12:07
af TheAdder
Eins og jonsig segir hér að ofan, ef þú ert ekki að vinna í stýritöflum eða álíka, þá er alveg nóg að vera með cc-22 bítinn sem allir eru með í faginu, ef þú hins vegar ert í alvöru tengingum, þá er svona töng ekki merkileg, mun frekar að vera með magasín töng.

Re: Fjölnota rafmagns klippur

Sent: Fim 10. Nóv 2022 12:25
af Steini B
Ég keypti þessar fyrir mörgum árum og elska þær

https://www.amazon.com/IRWIN-VISE-GRIP- ... th=1&psc=1

Nota þær ekki í að setja tengi á, er með alvöru töng í það, en sem strippari virkar mjög vel, líka á tvíeinagraðar snúrur (mis vel samt á þær)