Síða 1 af 1

Xiaomi m365 pro appið virkar ekki lengur

Sent: Lau 22. Okt 2022 13:26
af GuðjónR
Allt í einu hætti Xiaomi Home appið að finna M365 Pro rafskútuna, sama hvað ég geri þá finnur appið ekki lengur hjólið.
Það er eins og appið supporti ekki Mi rafskútuna lengur, kemur á kínversku; „The current version does not support this
device, please upgrade to the latest.“

Einhver lent í þessu sem kann lausnina?

Re: Xiaomi m365 pro appið virkar ekki lengur

Sent: Lau 22. Okt 2022 15:03
af Moldvarpan
Þetta er örugglega rússum að kenna!

Re: Xiaomi m365 pro appið virkar ekki lengur

Sent: Lau 22. Okt 2022 18:45
af Viggi
En hvað með þetta app? Virkaði betur fyrir mig þegar ég átti mitt hjól

https://play.google.com/store/apps/deta ... .m365tools

Re: Xiaomi m365 pro appið virkar ekki lengur

Sent: Lau 22. Okt 2022 23:54
af GuðjónR
Viggi skrifaði:En hvað með þetta app? Virkaði betur fyrir mig þegar ég átti mitt hjól

https://play.google.com/store/apps/deta ... .m365tools

Takk fyrir ábendinguna, sótti þetta en næ ekki að tengjast með því frekar en hinu appinu.
Kannski þarf ég að fara í Hard Reset til að ná tengingu við appið.
https://www.hardreset.info/devices/xiao ... -m365-pro/

Re: Xiaomi m365 pro appið virkar ekki lengur

Sent: Sun 23. Okt 2022 17:09
af GuðjónR
Er einhver með umboð fyrir þetta Xiaomi drasl á Íslandi?

Re: Xiaomi m365 pro appið virkar ekki lengur

Sent: Sun 23. Okt 2022 17:16
af Viktor
Ertu búinn að reseta hjólið?

Re: Xiaomi m365 pro appið virkar ekki lengur

Sent: Sun 23. Okt 2022 18:02
af GuðjónR
Viktor skrifaði:Ertu búinn að reseta hjólið?

Já, nokkrum sinnum. Slekk á því, held rafamgnsgjöfinni og bremsunni niðri á sama tíma og ég þrýsti á power takkann, held þessu niðri þangað til talan 14 fer að blikka og skiptilykill birtist, læta það blikka nokkrum sinnum og sleppi svo. Ekkert gerist. Fæ ekki upp bluetooth merkið.

Re: Xiaomi m365 pro appið virkar ekki lengur

Sent: Mið 02. Nóv 2022 04:52
af netkaffi
GuðjónR skrifaði:Er einhver með umboð fyrir þetta Xiaomi drasl á Íslandi?
http://www.tuglskin.is eða http://www.mii.is ?