Síða 1 af 8

Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 19:11
af jonfr1900
Ástandið er orðið mjög slæmt. Þar sem Putin er gjörsamlega geðveikur og ljóst að hann er vís til þess að nota kjarnorkuvopn gegn vestrænum ríkjum. Þetta er orðin staðan í Úkraínu núna. Ég vona að Putin verði stöðvaður en það eru miklar líkur á því að það gerist ekki.


Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 19:18
af Viktor
Trúir einhver því að Kínverjar fari að bakka Pútín upp ef hann notar kjarnorkuvopn?

Finnst líklegra að hann einangrist.

Það er varla heimsstyrjöld ef þetta er Pútín á móti restinni af heiminum er það?

China’s Foreign Minister Wang Yi outlines China’s four priorities in resolving the Ukraine conflict before the UN Security Council: providing support for negotiations; urging the de-escalation of conflict, particularly around nuclear facilities

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 19:57
af jonfr1900
Gæti komið af stað kjarnorkuárásum um allan heim. Kína er með kjarnorkuvopn og ef Putin notar kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá gæti Kína litið svo á að þeir verði næst á listanum hjá Putin.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 20:23
af mikkimás
jonfr1900 skrifaði:Gæti komið af stað kjarnorkuárásum um allan heim. Kína er með kjarnorkuvopn og ef Putin notar kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá gæti Kína litið svo á að þeir verði næst á listanum hjá Putin.

Æji kommon.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 20:26
af Ghost
Við skulum ekki gleyma því að það er fólk sem þarf að hlýða skipunum frá Putin og taka ákvörðun um að skjóta þessum kjarnorkuvopnum. Þegar það kemur til þá vona ég að þau taki rétta ákvörðun og geri það ekki. Það hefur alveg sýnt sig að Rússneska þjóðin vill ekki stríð og maður verður bara að vona að þau nái að koma honum frá völdum.

Annars myndi notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu gera hlutina erfiðari fyrir rússa. Vindáttir breytast og þeir gætu fengið allt fallout yfir sjálfa sig.

Held að fólk þurfi aðeins að anda bara og hætta að gleypa alla þessa þvælu frá fréttastofum.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 20:42
af urban
jonfr1900 skrifaði:Gæti komið af stað kjarnorkuárásum um allan heim. Kína er með kjarnorkuvopn og ef Putin notar kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá gæti Kína litið svo á að þeir verði næst á listanum hjá Putin.


Hvaðan dreguru þessa ályktun að kínverjar gætu litið svo á að þeir væru næst á listanum ?

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 21:14
af appel
Rússland lagði allt undir og tapaði.

Pútín sendi inn eiginlega hvað um 90% af sínum "professional" her og bestu vopnum, bestu tækjum. Núna er búið að tortíma þessum nútíma rússneska her, lítið eftir af honum sem er ógn af. Þeir ná ekki að halda landssvæðum sem þeir lögðu undir sig í byrjun því herinn er einfaldlega búinn á því, hermennirnir þeir sömu og fóru inn fyrir rúmlega hálfu ári síðan (og höfðu verið í heræfingum í um 2-3 mánuði áður en innrásin hófst). Þannig að þessir rússneskir hermenn í Úkraínu núna eru nánast búnir að vera í ströggli þarna í tæpt ár, sofandi í tjöldum, inni í brynvörðum tækjum, eða bara úti. Andlegur þrótti þeirra er enginn.

Birgðirnar eru engar. Skotfærin búin hjá rússneska hernum, enda búnir að vera á fullu að sprengja í 6 mánuði, þar áður í Sýrlandi, og eru nú að nota útrunnar gamaldags sprengjur núna sem þeir skafa upp úr botnskrapinu í birgðageymslum Sóvétríkjanna. Rússland hefur ekki þann iðnaðarmátt að geta framleitt þetta allt aftur á þeim tíma sem þarf, og engin önnur lönd eru að senda þeim vopnabirgðir.

Á meðan er streymi vopna til Úkraínu nokkuð gott, her þeirra hefur styrkst með tímanum og þeir eru með nútímalegri vopn heldur en rússar, eru hungraðri í sigur, eru fjölmennari þarna og bara miðað við allt þá eiga rússar ekki séns í þá lengur.

Þessi herkvaðning í Rússlandi er bara brandari, algjör sirkus, 60 ára gamlir kallar kvaddir í herinn, fá engan búnað og sendir strax í rútum á vígstöðvarnar. Helmingurinn sem er búið að boða er "unfit for duty". Eru ekki einu sinni með mat til að endast í 1-2 daga, og eru að fá ryðgaða riffla í besta falli, margir fá engin vopn.
Þannig að þessi "human waves" sem við sáum hjá rauða hernum í seinni heimsstyrjöld er sú hertækni sem Pútín ætlar að taka upp á greinilega, sem er bara brandari, þú sigrar ekki með því að hafa fleiri hermenn en óvinurinn hefur byssukúlur, ekki í svona stríði, láta 10 manns hlaupa inn á vígvöllinn, aðeins sá fremsti með riffil, og þegar hann fellur þá tekur sá níundi við, og svo koll af kolli.

Jafnvel þó Pútín takist að smala saman einhverjum mannskap, þá hefur Rússland ekki lengur þann búnað til að heyja stríð við Úkraínu sem er vopnbúið af NATÓ, BNA og fleiri löndum. Rússland getur ekki framleitt lengur hátækni vopnabúnað, útaf viðskiptabönnum, enginn vill selja þeim nauðsynlega componenta í þessi hertæki og verksmiðjurnar þeirra eru bara stopp. Rússland er ekki með mikinn iðnað og lítið af hátækni framleiðslu, þannig að þeir geta ekki neitt lengur. Í besta falli geta þeir framleitt riffla og byssukúlur, en þú sigrar ekkert stríð í dag með slíku.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 21:23
af jonfr1900
urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Gæti komið af stað kjarnorkuárásum um allan heim. Kína er með kjarnorkuvopn og ef Putin notar kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá gæti Kína litið svo á að þeir verði næst á listanum hjá Putin.


Hvaðan dreguru þessa ályktun að kínverjar gætu litið svo á að þeir væru næst á listanum ?


Kína er stjórnað af einvaldi sem er mjög tortrygginn á allt og alla. Ef hann sér Rússland nota kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá er alveg eins víst að hann ráðist á Rússland áður en Rússland ræðst á Kína.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 21:24
af jonfr1900
Ég tek það fram að eins og er, þá eru fréttir af þessu mjög misvísandi og ekkert fæst staðfest eins og er.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 21:45
af appel
jonfr1900 skrifaði:
urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Gæti komið af stað kjarnorkuárásum um allan heim. Kína er með kjarnorkuvopn og ef Putin notar kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá gæti Kína litið svo á að þeir verði næst á listanum hjá Putin.


Hvaðan dreguru þessa ályktun að kínverjar gætu litið svo á að þeir væru næst á listanum ?


Kína er stjórnað af einvaldi sem er mjög tortrygginn á allt og alla. Ef hann sér Rússland nota kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá er alveg eins víst að hann ráðist á Rússland áður en Rússland ræðst á Kína.


Maður veit ekkert hvernig önnur kjarnorkulönd myndu bregðast við, t.d. Kína. Ef kjarnorkusprengjurnar eru litlar, fáar, og einskorðast við Evrópu, þá er ekkert líklegt að Kína grípi til einhverra hernaðaraðgerða, heldur bara fordæma þetta.

Hitt er svo auðvitað að Rússum stafar mikil ógn frá Kína í Norð Austur Asíu, þetta er klárlega landssvæði sem Kína myndi alveg vilja eigna sér, fullt af orku og svona, og rússar mjög fámennir þarna. Ef Rússland myndi einhvernveginn liðast í sundur þá gæti verið að Kína myndi vilja taka þetta landssvæði yfir.
Það væri kannski ástæða #1 að Rússlandi myndi nota kjarnorkuvopn gegn Kína, ef Rússland sæi sig vera að tapa einhverju tilvistarstríði, og Kína veit það.

Ef Pútín heldur þessari vitleysu áfram þá er líka alveg líklegt að rússneski herinn grípi inn í og geri valdarán. Þá sérðu skriðdreka á götum í Moskvu og svona. Þó valdaránið myndi takast, eða ekki, þá er ljóst að mikil upplausn er framundan í Rússlandi.

Í raun er útlitið ekki bjart fyrir Pútín og hans útgáfu af Rússlandi. Það eru engir góðir valkostir. Þetta tel ég í boði:

1) Halda áfram því sama, reyna konskripta menn og senda á vígvöllinn. En mun ekki virka.
2) Reyna að fórna landssvæði og verja það sem þeir höfðu fyrir innrásina. Úkraínumenn munu sennilega ekki virða víglínur fyrir þessa innrás, heldur reyna að taka yfir allt sitt landssvæði.
3) Nota kjarnorkuvopn. Óvíst hver áhrifin eru. En algjör fordæming. Mjög hættuleg staða, jafnvel inngrip NATÓ, þriðja heimsstyrjöld.
4) Samið um vopnahlé, menn sleikja sárin, og reynt að koma einhverjum samningum á koppinn. Stríðið fryst.

Í #4 getur Pútín þó heilaþvegið almenning heima fyrir með því að lýsa yfir einhverjum sigri, "markmiðum náð" etc etc.

En vandamálið líka er að Rússland er á shitlista efnahagslega séð, pólitískt líka. Þeir geta ekki bara heimtað að fá sama status og áður einsog ekkert hafi gerst.

Besta staðan fyrir Rússland er að gefa upp á bátinn þessi svæði, en fá að halda í Krímskagann. Koma Pútín frá völdum, koma nýjum stjórnvöldum þar að, og reyna koma hlutunum í eðlilegan farveg aftur.

Rússland er ekki Asíu-land, það er Evrópuland. 90% íbúanna eru staðsettir vestan Úral-fjalla, sem oftast er notað sem reference á hvar Evrópa er staðsett innan Evrasíu. Það að ætla sér að veðja eitthvað á Asíu, þ.e. skipta Evrópu út fyrir Asíu, það bara meikar engan sense hjá þessum kalli. Hann er algjörlega vanhæfur í hugsun.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 21:54
af elv
Þurfti nýjan þráð fyrir þetta.
Gat þetta ekki verið í Rússland ræðst inní Úkraníu þræðinum.
Nei bara spá hvort það sé ekki nóg að hafa einn hysteriu þráð :shock:

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 22:17
af nidur
Engin smá hysteria í gangi, komin tími til að taka eitt skref afturábak, anda og kynna sér þessi mál aðeins betur.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 23:36
af Viggi
Hér eru góðar Youtube rásir fyrir ykkur. You have to understand those damn russkies

https://youtube.com/c/VladVexler
https://youtube.com/c/GoodTimesBadTimes

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Þri 04. Okt 2022 23:41
af g0tlife
jonfr1900 skrifaði:
urban skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Gæti komið af stað kjarnorkuárásum um allan heim. Kína er með kjarnorkuvopn og ef Putin notar kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá gæti Kína litið svo á að þeir verði næst á listanum hjá Putin.


Hvaðan dreguru þessa ályktun að kínverjar gætu litið svo á að þeir væru næst á listanum ?


Kína er stjórnað af einvaldi sem er mjög tortrygginn á allt og alla. Ef hann sér Rússland nota kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá er alveg eins víst að hann ráðist á Rússland áður en Rússland ræðst á Kína.


Ef það er ekki eldgos á morgun þá er það þriðja heimsstyrjöldin. Veit ekki hvað þú ert að lesa eða vitna í en þetta hljómar eins og þú villt verða stressaður út af engu.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 09:37
af Nariur
Þið bjugguð þetta til. Þið eruð búnir að hvetja aumingja manninn til að halda áfram að spúa órökstuddri, óupplýstri þvǽlu í fleiri mánuði.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 09:41
af Climbatiz
bara benda á eitt að Rússar og Kína eru í hernaðarsambandi, það eru engar líkur á að þeir séu að fara ráðast á hvorn annan

https://www.theguardian.com/world/2022/ ... ns-with-us

https://tass.com/science/1514083

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 09:45
af Nariur
Climbatiz skrifaði:bara benda á eitt að Rússar og Kína eru í hernaðarsambandi, það eru engar líkur á að þeir séu að fara ráðast á hvorn annan


[citation needed]

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 10:53
af Mossi__
Það sem gerist gerist...

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 11:23
af ragnarok
Kína gerði samkomulag við Úkraníu 2013 (http://www.gov.cn/jrzg/2013-12/05/content_2543057.htm): "China pledges to unconditionally not to use or threaten to use nuclear weapons against Ukraine, which is a non-nuclear-weapon state, and to be invaded by the use of nuclear weapons in Ukraine or in the event of a threat of such aggression, provide Ukraine with corresponding security guarantees."

Ég held hinsvegar að Pútin sé með bakdyrnar til Asíu galopnar og hafa ekki íhugað hvort Kína eða Norður Kórea sjái sér tækifæri í því að Rússar séu með allt sitt til vesturs og orðnir ansi veikburða. Hér gæti sagan endurtekið sig, Kína t.d. ráðist inní Rússland undir þeim formerkjum að stöðva þetta allt saman og svo hernumið stórann hluta af því (rétt eins og Rússar gerðu við Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni). Það er besta og einfaldasta leiðin til að hertaka land án mótstöðu annara ríkja.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 11:33
af jonfr1900
Climbatiz skrifaði:bara benda á eitt að Rússar og Kína eru í hernaðarsambandi, það eru engar líkur á að þeir séu að fara ráðast á hvorn annan

https://www.theguardian.com/world/2022/ ... ns-with-us

https://tass.com/science/1514083


Það minnir talsvert á sögulegan samning Þýskalands nasismans og Rússneska Sovét. Sá samningur endaði með því að Þýskalands nasismans réðst á Rússland sem þá fór að berjast með bandamönnum (en Rússland þá eins og í dag voru hrottar og frömdu langflesta glæpi á hernumdum svæðum).

Molotov–Ribbentrop Pact (Wikipedia)

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 11:37
af appel
Climbatiz skrifaði:bara benda á eitt að Rússar og Kína eru í hernaðarsambandi, það eru engar líkur á að þeir séu að fara ráðast á hvorn annan

https://www.theguardian.com/world/2022/ ... ns-with-us

https://tass.com/science/1514083


Þetta hefur ekkert gildi. Þetta er ekkert varnarbandalag, þetta er minniháttar "samstarf". Þar að auki þá hefur Kína einnig tekið þátt áður í heræfingum með Bandaríkjunum sem dæmi, og Rússar held ég nú einnig.

Sé ekkert í þessu sem segir mér að þarna sé orðið til eitthvað mótvægi við NATÓ. Það eru til miklu fleiri dæmi um samstarf rússa við ESB, BNA og jafnvel NATÓ. Ég myndi seint samt draga þá ályktun að eitthvað varnarbandalag hafi myndast við slíkt samstarf.

Reyna aðeins að skilja hvað þú ert að lesa og draga ekki of miklar ályktanir.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 11:53
af mikkimás
Ég get ekki ímyndað mér Kínverja grátandi yfir að sjá "hernaðarmátt" Rússa afhjúpaðan og hrynjandi eins og spilaborg í Úkraínu.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 11:55
af Climbatiz
ok, á ég semsagt að skilja það að þið segið að það séu meiri líkur á Rússar og Kína fari í stríð heldur en ekki? ég sá bara mikið talað hérna um það hérna og vildi gefa nokkra púnkta um að þeir hafi meira samstarf heldur þess efnis að þeir séu óvinir og eru á leiðinni í stríð, ekkert af þessu var backed up með einhverju "citation" en þegar ég pósta er strax farið að efast um það sem ég segi, þannig ég býst við að margir haldi að stríð milli Rússa og Kína er verulegur raunveruleiki...

ekkert mál, hélt ég væri bara að koma með eitt komment sem ég hélt væri augljóst, i guess i'm in the wrong here, i'll be quiet : ]

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 12:03
af nidur
Rússland og Kína eru í BRICS, mjög ólíklegt að það brjóstist úr stríð á milli þeirra.

Kína hefur lýst yfir stuðningi við CSTO sem er hernaðarbandalag sem Rússland er partur af.

Fyrir utan það að þrýstingur USA á Kína ýtir undir frekara samstarf við Rússland.

Re: Stefnir í þriðju heimsstyrjöldina

Sent: Mið 05. Okt 2022 12:08
af jonfr1900
Ég hef séð þetta viðhorf hjá öllum þeim sem vita meira um Rússland og hvernig Rússnesk stjórnvöld hegða sér.

Russia_nukes_twitter-05-10-2022.png
Russia_nukes_twitter-05-10-2022.png (47.93 KiB) Skoðað 8760 sinnum