jonfr1900 skrifaði:urban skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Gæti komið af stað kjarnorkuárásum um allan heim. Kína er með kjarnorkuvopn og ef Putin notar kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá gæti Kína litið svo á að þeir verði næst á listanum hjá Putin.
Hvaðan dreguru þessa ályktun að kínverjar gætu litið svo á að þeir væru næst á listanum ?
Kína er stjórnað af einvaldi sem er mjög tortrygginn á allt og alla. Ef hann sér Rússland nota kjarnorkuvopn gegn Úkraínu. Þá er alveg eins víst að hann ráðist á Rússland áður en Rússland ræðst á Kína.
Maður veit ekkert hvernig önnur kjarnorkulönd myndu bregðast við, t.d. Kína. Ef kjarnorkusprengjurnar eru litlar, fáar, og einskorðast við Evrópu, þá er ekkert líklegt að Kína grípi til einhverra hernaðaraðgerða, heldur bara fordæma þetta.
Hitt er svo auðvitað að Rússum stafar mikil ógn frá Kína í Norð Austur Asíu, þetta er klárlega landssvæði sem Kína myndi alveg vilja eigna sér, fullt af orku og svona, og rússar mjög fámennir þarna. Ef Rússland myndi einhvernveginn liðast í sundur þá gæti verið að Kína myndi vilja taka þetta landssvæði yfir.
Það væri kannski ástæða #1 að Rússlandi myndi nota kjarnorkuvopn gegn Kína, ef Rússland sæi sig vera að tapa einhverju tilvistarstríði, og Kína veit það.
Ef Pútín heldur þessari vitleysu áfram þá er líka alveg líklegt að rússneski herinn grípi inn í og geri valdarán. Þá sérðu skriðdreka á götum í Moskvu og svona. Þó valdaránið myndi takast, eða ekki, þá er ljóst að mikil upplausn er framundan í Rússlandi.
Í raun er útlitið ekki bjart fyrir Pútín og hans útgáfu af Rússlandi. Það eru engir góðir valkostir. Þetta tel ég í boði:
1) Halda áfram því sama, reyna konskripta menn og senda á vígvöllinn. En mun ekki virka.
2) Reyna að fórna landssvæði og verja það sem þeir höfðu fyrir innrásina. Úkraínumenn munu sennilega ekki virða víglínur fyrir þessa innrás, heldur reyna að taka yfir allt sitt landssvæði.
3) Nota kjarnorkuvopn. Óvíst hver áhrifin eru. En algjör fordæming. Mjög hættuleg staða, jafnvel inngrip NATÓ, þriðja heimsstyrjöld.
4) Samið um vopnahlé, menn sleikja sárin, og reynt að koma einhverjum samningum á koppinn. Stríðið fryst.
Í #4 getur Pútín þó heilaþvegið almenning heima fyrir með því að lýsa yfir einhverjum sigri, "markmiðum náð" etc etc.
En vandamálið líka er að Rússland er á shitlista efnahagslega séð, pólitískt líka. Þeir geta ekki bara heimtað að fá sama status og áður einsog ekkert hafi gerst.
Besta staðan fyrir Rússland er að gefa upp á bátinn þessi svæði, en fá að halda í Krímskagann. Koma Pútín frá völdum, koma nýjum stjórnvöldum þar að, og reyna koma hlutunum í eðlilegan farveg aftur.
Rússland er ekki Asíu-land, það er Evrópuland. 90% íbúanna eru staðsettir vestan Úral-fjalla, sem oftast er notað sem reference á hvar Evrópa er staðsett innan Evrasíu. Það að ætla sér að veðja eitthvað á Asíu, þ.e. skipta Evrópu út fyrir Asíu, það bara meikar engan sense hjá þessum kalli. Hann er algjörlega vanhæfur í hugsun.