benchmark fyrir skjákort.
Sent: Mán 03. Okt 2022 17:04
af emil40
Hvaða benchmark mælið þið með fyrir skjákort ?
Re: benchmark fyrir skjákort.
Sent: Mán 03. Okt 2022 17:07
af TheAdder
3DMark, ýmist Time Spy eða Firestrike, eftir því sem mér skilst, sem eru mest notuð fyrir artificial load.
Re: benchmark fyrir skjákort.
Sent: Þri 04. Okt 2022 02:13
af Sinnumtveir
Skoðaðu bara afköstin í því sem þú hefur áhuga á. Svo er endalausur samanburður skjákörta, örgjörva og leikja á vefnum. Þegar kemur að afkastamælingum tölvugræja er youtube oft afleitur kostur, afleitur af því að maður þarf að sóa tugum mínútna í efni sem hægt væri að miðla á 20-40 sekúndum í texta og grafík.
Vandamálið er þó að vinsæl vefsetur sem bera sama vélbúnað vélrænt úr, vafasömum, gagnagrunnum yfirgnæfa aðrar leitarniðurstöður og samanburður vélbúnaðar sem byggir á ótraustum heimildum er minna en gagnslaus, hann er skaðlegur.
Semsagt, með semingi, mæli ég með youtube samanburði eða almennilegu "review" hjá alvöruskoðendum umfram urmul vefsetra sem hafa skrapað gjörvallan vefinn eftir afkastaniðurstöðum án minnstu gæðakrafna að því er stundum virðist.