Síða 1 af 2
Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 13:48
af jonfr1900
Ég velti því fyrir mér afhverju rafmagnskerfið er sett svona upp. Þarna kemst 480V spenna inná kerfi sem á að vera bara 230V. Eyðileggur auðvitað allt saman sem keyrir á 230V þar sem fæst tæki eru með yfirspennuvörn og fæstir nota millistykki með yfirspennuvörn (varla að slíkt fáist á Íslandi). Ég hef heyrt um þetta áður, þar sem þetta gerðist einu sinni á Hvammstanga þar sem ég bjó áður en ég slapp sem betur fer við tjón, þar sem útsláttarrofinn hjá mér sló öllu út áður en tjón varð hjá mér.
Þarf að skipta út öllum raftækjum heima hjá sér (Rúv.is)
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 13:57
af Njall_L
Eins og kemur fram í fréttinni er þetta ekki hefðbundin uppsetning fyrir rafmagnskerfi á Íslandi
....í Urriðaholti sé svokallað fimm víra dreifikerfi, sem er einstakt á landinu. Þar safnast segulstraumur ekki upp í töflum hjá hverjum og einum heldur í götuskápum.
Ástæðan fyrir þessari uppsetningu er útskýrð vel hérna (
https://urridaholt.is/itarefni/5-vira-d ... rridaholti) á heimasíðu Urriðarholts. Síðan má deila um raunverulegan ávinning af svona útfærslu, það segir allavega smá að þetta sé einstök uppsetning sem er ekki verið að apa eftir annarsstaðar.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 14:01
af vesley
Urriðaholtið er eitt af örfáum hverfum sem getur lent í þessu út í götuskáp. Í flestum ef ekki nánast öllum öðrum hverfum er ekki núllað út í götuskáp heldur í rafmagnstöflunum í hverju húsi útaf fyrir sig. Var þetta gert því þetta á að vera "heilbrigðara".
Með því að hafa 4. víra kerfi í stað 5. víra eins og í þessu hverfi þá minnkar þú allavega það svæði sem mistök geta ollið tjóni.
Það er yfirgnæfandi líkur á að þetta hafi verið mannleg mistök og ekki nógu vel hert á þeim búnaði sem var í götuskápnum.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 14:14
af jonfr1900
Njall_L skrifaði:Eins og kemur fram í fréttinni er þetta ekki hefðbundin uppsetning fyrir rafmagnskerfi á Íslandi
....í Urriðaholti sé svokallað fimm víra dreifikerfi, sem er einstakt á landinu. Þar safnast segulstraumur ekki upp í töflum hjá hverjum og einum heldur í götuskápum.
Ástæðan fyrir þessari uppsetningu er útskýrð vel hérna (
https://urridaholt.is/itarefni/5-vira-d ... rridaholti) á heimasíðu Urriðarholts. Síðan má deila um raunverulegan ávinning af svona útfærslu, það segir allavega smá að þetta sé einstök uppsetning sem er ekki verið að apa eftir annarsstaðar.
Miðað við þetta. Þá er þessi uppsetning byggð á tómri þvælu og goðsögnum (sem eru meira en 100 ára gamlar) um rafmagn. Eitthvað sem snákasölumenn um "rafmagnslausnir" hafa verið að þvæla um Ísland á undanförnum áratugum. Það er ótrúlegt að svona þvæla skuli hafa náð inn í byggingarstaðla á Íslandi. Rafmengun, flökkustraumar og yfirtíðni er einfaldlega ekki til og hver sá sem leyfði þetta ætti að finna sér aðra vinnu.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 14:20
af appel
Held að það sé ekki hægt að benda á 5 víra kerfi sem einhvern sökudólg. Þetta var nú líka lagt þarna í samstarfi við HS Veitur. Sennilega bara mannleg mistök. Gerist þetta kannski reglulega í 4 víra kerfi?
En þetta er vandamál á Íslandi, alltaf þegar eitthvað er gert "out of the ordinary" þá koma upp vandamál því þekkingin á sérstökum kerfum eða lausnum er bara svo örþunn á Íslandi að um leið og einhver gamall kall hættir störfum þá er öll þekkingin horfin á Íslandi um það kerfi.
T.d. ef sérstök kerfi eða lausnir eru notaðar í húsabyggingum, svo eftir 40 ár þegar komið er að viðhaldi, þá er allt ófáanlegt í slíkt sérstök kerfi.
Ég er hugsi yfir t.d. öllum þessum nýbyggingum sem er verið að klæða að utan með þar til gerðum patent lausnum erlendis frá. Allt er þetta kerfi sem líklega verður ófáanlegt eftir 10 ár jafnvel, og þá verður hrikalega erfitt að sinna viðhaldi á klæðningunni.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 14:37
af bigggan
Er þetta ekki það sem kallast IT og TN kerfi? Algengara er að nota TN sem bætir við jarðtengi hjá dreifiveitunni sem bætir brunaöryggi, en neijvæðuhliðinn er að lekaliðin getur slegið út oftar.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 14:39
af jonfr1900
appel skrifaði:Held að það sé ekki hægt að benda á 5 víra kerfi sem einhvern sökudólg. Þetta var nú líka lagt þarna í samstarfi við HS Veitur. Sennilega bara mannleg mistök. Gerist þetta kannski reglulega í 4 víra kerfi?
En þetta er vandamál á Íslandi, alltaf þegar eitthvað er gert "out of the ordinary" þá koma upp vandamál því þekkingin á sérstökum kerfum eða lausnum er bara svo örþunn á Íslandi að um leið og einhver gamall kall hættir störfum þá er öll þekkingin horfin á Íslandi um það kerfi.
T.d. ef sérstök kerfi eða lausnir eru notaðar í húsabyggingum, svo eftir 40 ár þegar komið er að viðhaldi, þá er allt ófáanlegt í slíkt sérstök kerfi.
Ég er hugsi yfir t.d. öllum þessum nýbyggingum sem er verið að klæða að utan með þar til gerðum patent lausnum erlendis frá. Allt er þetta kerfi sem líklega verður ófáanlegt eftir 10 ár jafnvel, og þá verður hrikalega erfitt að sinna viðhaldi á klæðningunni.
Ég sé ekki betur en að þetta rafkerfi hafi verið hannað svona viljandi.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 19:10
af Revenant
bigggan skrifaði:Er þetta ekki það sem kallast IT og TN kerfi? Algengara er að nota TN sem bætir við jarðtengi hjá dreifiveitunni sem bætir brunaöryggi, en neijvæðuhliðinn er að lekaliðin getur slegið út oftar.
Sýnist skv.
glærum þetta vera TN-C-S kerfi og það sem gerðist þarna heitir "broken PEN conductor" á ensku. Við það getur komið 400V spenna því húsin eru milli tveggja fasa í staðin fyrir fasa og núlls.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 20:58
af Tbot
Það er villa á glærunum hvernig hann setur upp tengingar á PEN kerfi.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 21:04
af Tbot
Þetta er alltaf deilumál hvar núllun á að eiga sér stað.
Hvort hún sé í götuskáp eða fyrstu töflu í húsi hefur mjög litla þýðingu. Flökkustraumar, yfirtíðnir og slíkt verður alltaf til staðar.
Núllun í götuskáp verður til þess að stærra svæði verður fyrir skemmdum ef hún klikkar, heldur en þetta sé gert í hverju húsi.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 21:41
af jonfr1900
Revenant skrifaði:bigggan skrifaði:Er þetta ekki það sem kallast IT og TN kerfi? Algengara er að nota TN sem bætir við jarðtengi hjá dreifiveitunni sem bætir brunaöryggi, en neijvæðuhliðinn er að lekaliðin getur slegið út oftar.
Sýnist skv.
glærum þetta vera TN-C-S kerfi og það sem gerðist þarna heitir "broken PEN conductor" á ensku. Við það getur komið 400V spenna því húsin eru milli tveggja fasa í staðin fyrir fasa og núlls.
Þarna er verið að hringtengja jörð sem er stórhættulegt (mitt álit). Þar sem sólstormar (jafnvel litlir) geta þá hleypt inn aukalegri spennu inná allt kerfið í mörg þúsundum voltum og hundruðum ampera og það þarf ekki að vera stór sólstormur að slíku álagi af stað.
Þetta rafkerfi þarna mun halda áfram að rústa raftækjum með reglulegu millibili svo lengi sem þetta er uppsett svona.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 22:30
af TheAdder
jonfr1900 skrifaði:Revenant skrifaði:bigggan skrifaði:Er þetta ekki það sem kallast IT og TN kerfi? Algengara er að nota TN sem bætir við jarðtengi hjá dreifiveitunni sem bætir brunaöryggi, en neijvæðuhliðinn er að lekaliðin getur slegið út oftar.
Sýnist skv.
glærum þetta vera TN-C-S kerfi og það sem gerðist þarna heitir "broken PEN conductor" á ensku. Við það getur komið 400V spenna því húsin eru milli tveggja fasa í staðin fyrir fasa og núlls.
Þarna er verið að hringtengja jörð sem er stórhættulegt (mitt álit). Þar sem sólstormar (jafnvel litlir) geta þá hleypt inn aukalegri spennu inná allt kerfið í mörg þúsundum voltum og hundruðum ampera og það þarf ekki að vera stór sólstormur að slíku álagi af stað.
Þetta rafkerfi þarna mun halda áfram að rústa raftækjum með reglulegu millibili svo lengi sem þetta er uppsett svona.
Allar jarðtengingar eru hringtengdar í eðli sínu, spennumögnun af völdum utanaðkomandi segulsviða, hvort sem það eru sólstormar eða önnur algengari fyribrigði, eru núlluð út með góðri jarðtengingu, það byggist ekki upp spennumunur til þess að keyra strauma, háa eða lága.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fim 29. Sep 2022 22:39
af appel
Ég ætla að losa mig við rafmagn, frekar scary.
Man vel eftir því þegar ég fékk stuð frá rafmagnsinnstungu sem barn. Það var einsog að fá rokktónleika í hendina á einni sekúndu.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fös 30. Sep 2022 00:08
af arons4
jonfr1900 skrifaði:Revenant skrifaði:bigggan skrifaði:Er þetta ekki það sem kallast IT og TN kerfi? Algengara er að nota TN sem bætir við jarðtengi hjá dreifiveitunni sem bætir brunaöryggi, en neijvæðuhliðinn er að lekaliðin getur slegið út oftar.
Sýnist skv.
glærum þetta vera TN-C-S kerfi og það sem gerðist þarna heitir "broken PEN conductor" á ensku. Við það getur komið 400V spenna því húsin eru milli tveggja fasa í staðin fyrir fasa og núlls.
Þarna er verið að hringtengja jörð sem er stórhættulegt (mitt álit). Þar sem sólstormar (jafnvel litlir) geta þá hleypt inn aukalegri spennu inná allt kerfið í mörg þúsundum voltum og hundruðum ampera og það þarf ekki að vera stór sólstormur að slíku álagi af stað.
Þetta rafkerfi þarna mun halda áfram að rústa raftækjum með reglulegu millibili svo lengi sem þetta er uppsett svona.
Eini munurinn á þessu og öðrum rafkerfum er sá að PE og N eru tengd saman í götuskápnum í stað þess að vera tengd saman inní aðaltöflu. Eini galinn sem ég sé við þessa framsetningu hjá HS Veitum er að hafa þetta sitthvora skinnuna í skápnum sem bætir við þessum leiðara þar á milli sem getur brunnið, en inní aðaltöflum húsa er þetta tengt í sömu skinnuna.
Þetta getur aukið gæði jarðtengingarinnar ef viðnám á sökkulskauti í húsinu er hátt, sér í lagi ef mikið álag er á heimtauginni, ss jarðleiðarinn alveg straumlaus og ekkert spennufall yfir hann alla leið út í skáp(Hef séð 7-15V á N gagnvart jörðu þegar það er mikið álag á grein sem var stærri en heimtaug í íbúð).
Get ekki séð að þarna sé nein óhefðbundin hringtenging á jörðinni nema ef eitthver rafvirki kann ekki á þetta kerfi og tengir hefðbundna PEN skinnu inní aðaltöflu húsa.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fös 30. Sep 2022 00:15
af jonsig
jonfr1900 skrifaði:Þarna er verið að hringtengja jörð sem er stórhættulegt (mitt álit). Þar sem sólstormar (jafnvel litlir) geta þá hleypt inn aukalegri spennu inná allt kerfið í mörg þúsundum voltum og hundruðum ampera og það þarf ekki að vera stór sólstormur að slíku álagi af stað.
Þetta rafkerfi þarna mun halda áfram að rústa raftækjum með reglulegu millibili svo lengi sem þetta er uppsett svona.
Þú ert nú varla að hanna rafdreifikerfi er það ? Hvorug þessara spennukerfa eru hönnuð til að ráða við einhver doomsday sólgos.
Svona fyrir þá sem vita nánast allt um rafmagn....
Þá eru flökkustraumar aldrei æskilegir þar sem að nafninu að dæma eru að þvælast sem þeir eiga ekki að vera, þeir geta haft áhrif á t.d. útleysingartíma á bilanastraumsrofum og aukið tæringu í vatnslögnum. Kerfið í urriðaholti á að vera örlítið betra uppá ýmsa hluti en þó aðallega til að veita álpappírshausum smá hugarró sem þeir auðvitað borga fyrir sjálfir. Þetta eru mun dýrari kerfi.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fös 30. Sep 2022 12:07
af kbg
Njall_L skrifaði: Ástæðan fyrir þessari uppsetningu er útskýrð vel hérna (
https://urridaholt.is/itarefni/5-vira-d ... rridaholti) á heimasíðu Urriðarholts. Síðan má deila um raunverulegan ávinning af svona útfærslu, það segir allavega smá að þetta sé einstök uppsetning sem er ekki verið að apa eftir annarsstaðar.
"Getur fólk fundið fyrir neikvæðum áhrifum vegna ófullnægjandi jarðtenginga? Þau geta t.d. komið fram sem þreyta eða vanlíðan, stundum tengt veru á ákveðnum svæðum innanhúss. Vísbendingar geta til dæmis verið ef óeðlilega mikið af ló og ryki safnast fyrir á ákveðnum stöðum, sprungur myndast í veggjum, móða á milli glerja, málning flagnar, ljósaperur duga illa og tæki bila óeðlilega mikið. Fólk getur fundið fyrir þreytu og sleni eða hreinlega orðið veikt við slíkar aðstæður og dýr eru sérstaklega næm fyrir þessum áhrifum."
Hvernig í ósköpunum gerist það að lagt er rafmagn í heilt hverfi af fólki sem er með álhatta á hausnum? Þetta er gersamlega sturlað.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fös 30. Sep 2022 12:51
af Hizzman
Í sumum hverfum er heimtaugin aðeins með 3 leiðurum (RST) síðan er núllað í vatnsinntakið. Þetta er gert til að spara. Þetta er auðvitað galið, það renna oft nokkuð mörg amper í vatnsrörinu sem er alls ekki góður leiðari. Afleiðing er tæring í rörinu og að byggingin verður leiðandi raf-búr á 50hz + allskonar yfirsveiflur vegna ólínulegs álags sem mörg tæki hafa.
Skárra að hafa þá soldið væna jarðbindingu eins og Urriðaholt. Veit samt ekki með öll þessi einkenni, eins og móðu í gluggum....
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fös 30. Sep 2022 22:02
af nidur
Er maður með álhatt á hausnnum ef maður setur jarðskaut út í garð fyrir betri jarðtengingu?
Til hvers eru sökklar í húsum jarðtengdir, er það bara fyrir álhatta fólk?
Er ekki einhver ástæða fyrir þessu sem hefur ekkert með álhatta að gera og snýst um heilbrigð hýbili og heilsu fólks.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Fös 30. Sep 2022 23:05
af jonsig
nidur skrifaði:Er maður með álhatt á hausnnum ef maður setur jarðskaut út í garð fyrir betri jarðtengingu?
Til hvers eru sökklar í húsum jarðtengdir, er það bara fyrir álhatta fólk?
Er ekki einhver ástæða fyrir þessu sem hefur ekkert með álhatta að gera og snýst um heilbrigð hýbili og heilsu fólks.
Er maður með álhatt á hausnnum ef maður setur jarðskaut út í garð fyrir betri jarðtengingu?
Ef þú ert með of gott jarðskaut. GUESS WHAT... Allt hverfið fer sjálfvirkt að nota hana því rafstraumur/hlutastraumar fara þá leið sem hefur minnsta rafmagnsmótstöðu. Jarðtengingarnar kringum spennustöðvarnar eru ekki alltaf top notch því þær voru hugsaðar fyrir neyslutæki fortíðarinnar sem voru oftar en ekki með aflstuðul nærri Cosθ = 1.0 þó mishleðsla á fösum var alveg til á þeim tíma rétt eins og ohms lögmálið.
Til hvers eru sökklar í húsum jarðtengdir, er það bara fyrir álhatta fólk?
Fyrsta sem mér dettur í hug er að lágmarka spennutoppa og tryggja snögga útleysingu varnarbúnaðar. Hinsvegar má öllu ofgera og álhatturinn er bara myndlíking fyrir fólk með svokallaða staðfestuvillu, eða heltekið af voodoo science sem á engar vísindalegar stoðir.
Svona eins og í gamla daga voru álfar t.d. að ofsækja fólk og láta það ganga af göflunum.. núna eru það bara myglusveppir og rafsegulgeislun.
Er ekki einhver ástæða fyrir þessu sem hefur ekkert með álhatta að gera og snýst um heilbrigð hýbili og heilsu fólks. (?)
NEI. Ef það væru einhverjar sannanir fyrir að rafmengun væri að skadda fólk í stórum stíl þá væri farið í umfangsmiklar breytingar á neyslukerfinu. Eða beturumbætur gerðar skilyrtar í nýrri byggingum á kostnað kaupanda auðvitað. Allt eftir alvarleika. Þetta er ekki goverment scam til að spara ríkinu pening.
Sjálfur er ég með straumbeini en það voru nokkur amper að þvælast á spennujöfnuninni í húsinu mínu sem stuðlar að tæringu vatnslagna. Samt mjög lítið voodoo bakvið galvaníska tæringu og viðgerðarkostnað á vatnslögnum.
Varðandi TN-S kerfi líkt og því í urriðaholti, þá get ég ekki ímyndað mér að sé ónæmt fyrir flökkustraumum gegnum t.d. vatnslagnakerfi. En þetta er amk ekkert lakara kerfi en það sem við þekkjum í nær öllum hverfum fyrir utan vesturbæinn.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Lau 01. Okt 2022 22:29
af nidur
jonsig skrifaði::sleezyjoe
Hélt að það myndi vera frekar augljóst að þessar spurningar væru kaldhæðni.
En gott að vita að þú sért með praktískan álhatt eins og ég.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Lau 01. Okt 2022 22:41
af Cascade
nidur skrifaði:Er maður með álhatt á hausnnum ef maður setur jarðskaut út í garð fyrir betri jarðtengingu?
Til hvers eru sökklar í húsum jarðtengdir, er það bara fyrir álhatta fólk?
Er ekki einhver ástæða fyrir þessu sem hefur ekkert með álhatta að gera og snýst um heilbrigð hýbili og heilsu fólks.
Já. Þú setur jarðskaut til að minnka viðnám til jarðar. Sem gefur þér þá minni skref/snerti spennu við bilanastraum. Það a ser ekki stað í venjulegum húsum á meira við spennustöðvar og þess háttar.
Þannig það er frekar skrítið að gera slíkt í íbúðar húsnæði
Fyrir spennu jöfnun
Já, hræðsluáróður. Fólk skilur rafmagn illa og auðvelt að hræða það með flóknum orðum
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Sun 02. Okt 2022 11:01
af jonsig
Hvaða flókin orð ? Allt voða basic hérna hinsvegar flækjast hlutirnir þegar slöpp blaðamennska og besserwisserar með álhatt mætast og ræða um
Fimm fasa rafmagn„Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Sun 02. Okt 2022 12:23
af Cascade
jonsig skrifaði:Hvaða flókin orð ? Allt voða basic hérna hinsvegar flækjast hlutirnir þegar slöpp blaðamennska og besserwisserar með álhatt mætast og ræða um
Fimm fasa rafmagn„Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“
Var að tala um þetta almennt, var ekki sérstaklega að meina þennan þráð
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Sun 02. Okt 2022 13:39
af hilmar_jonsson
Rosalega er ég ánægður og stoltur af vaktinni núna. Hérna eru frábær svör, mun betri en almennt í fjölmiðlum og á skala við góða kennara.
Þið eruð vandaður hópur sem er gaman að vera partur af.
Afsakið væmnina.
Ritandi er með sveinspróf í rafvirkjun og B.S. gráðu í rafmagnsverkfræði og hefur engu við að bæta.
Re: Rafmagnskerfið á Íslandi
Sent: Sun 02. Okt 2022 13:55
af jonsig
hilmar_jonsson skrifaði:
Ritandi er með sveinspróf í rafvirkjun og B.S. gráðu í rafmagnsverkfræði og hefur engu við að bæta.
Takk fyrir input. Venjulega förum við vaktarar að tala í offtopic og reyna misskilja hvorn annan á þessum punkti
Síðan eru góðar líkur á að jonsig týpan séu að rugla eitthvað, því ég hef ekki unnið við eða komið nálægt rafvirkjun af viti í 15ár.