Síða 1 af 1
Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 09:37
af mikkimás
Sæl.
Af einskærri forvitni, af hverju er Elkó ekki inni í verðvaktinni?
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 09:42
af Nariur
Ég ætla að leyfa mér að skjóta á að það sé af því að þeir selja ekki örgjörva eða móðurborð eða skjákort eða aflgjafa.
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 09:48
af Viktor
Hafa í gegnum tíðina bara selt skjái og gagnageymslur.
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 09:55
af mikkimás
Eru líka að selja vinnsluminni.
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 12:36
af GuðjónR
mikkimás skrifaði:Sæl.
Af einskærri forvitni, af hverju er Elkó ekki inni í verðvaktinni?
Eiginlega af því að það vantar einn lítinn fídus í gagnagrunninn, fídus sem gerði kleift að hafa fleiri verslanir án þess að þær væru allar í öllum flokkum, þá væri t.d. hægt að sleppa því að hafa viðkomandi verslun í viðkomandi voruflökki ef hún ætti ekki þær vörur.
Einhver sem vill spreyta sig á því að fixa gagnagrunninn?
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 12:59
af Viktor
Það þarf ekki gagnagrunn í þetta
Bara þjónustu sem pípar tölum inn í HTML skjalið.
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 13:06
af Klemmi
Lítið mál líka að bæta þeim inn á Builderinn, ef einhver vill taka að sér að skrá vörur, ég hef haft lítinn tíma í það undanfarið og sé ekkert fram á breytingu þar
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 14:13
af GuðjónR
Viktor skrifaði:Það þarf ekki gagnagrunn í þetta
Bara þjónustu sem pípar tölum inn í HTML skjalið.
Þarf þá ekki slatta breytingu þar sem núverandi kerfi byggir á gagnagrunni?
Er hægt að blanda þessum saman? Eða er gagnagrunnskerfið úrelt?
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 14:52
af Viktor
Veit ekki hvernig þetta er sett upp núna.
En ef þetta er sett inn í gagnagrunn þá er hægt að setja þetta í JSON skrá í staðinn.
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 16:04
af Henjo
Elko er (léleg) raftækjabúð meðan verslanir sem vaktin listir eru alvöru tölvubúðir með alvöru tölvuíhluti. Ég vona svo sannarlega að þeir sem sjá um vaktina séu ekki að fara eyða tímanum sínum að auglýsa elko af öllum búðum.
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 18:18
af svanur08
Elko er raftækja verslun ekki tölvu búð, mín skoðun.
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 18:25
af Henjo
Ég er líka á því að einfaldlega styðja við litlu tölvubúðirnar. Þær bjóða upp á þjónustu, vörur og þekkingu sem stóru búðirnar (eins og Elko) hafa 100% engann áhuga að bjóða uppá. Við erum alveg ótrúlega heppinn í því litla samfélagi sem Ísland er að hafa allar þessar búðir. Það er alveg frekar súríalískt að heyra lýsingar frá Ameríkönum þar sem þeir tala um að eina valið þeirra eru amazon og newegg. jukk.
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 18:40
af mikkimás
Henjo skrifaði:Ég er líka á því að einfaldlega styðja við litlu tölvubúðirnar. Þær bjóða upp á þjónustu, vörur og þekkingu sem stóru búðirnar (eins og Elko) hafa 100% engann áhuga að bjóða uppá. Við erum alveg ótrúlega heppinn í því litla samfélagi sem Ísland er að hafa allar þessar búðir. Það er alveg frekar súríalískt að heyra lýsingar frá Ameríkönum þar sem þeir tala um að eina valið þeirra eru amazon og newegg. jukk.
Þetta er líka fínn punktur.
Ég er ekki að kvarta yfir því að Elkó sé ekki í vaktinni. Þeir eru nógu stórir nú þegar. Fínt að hvetja fólk til að versla frekar við alvöru tölvubúðir sé það í þeim hugleiðingum að fá sér alvöru tölvu og alvöru þjónustu.
Re: Elkó og Verðvaktin
Sent: Lau 17. Sep 2022 19:54
af playman
Tengist þessu efni ekki beint, en ég væri alveg til í að geta fengið upp verð per gb á hörðudiskunum t.d.