Síða 1 af 1

Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Fim 28. Júl 2022 15:59
af straumar
Hæ, efast ekki up að spurgt hefur verið um þetta áður hér, en mig vantar að vita hvað er besta leiðin (forritið) til að taka upp af youtube?

hvað eru menn að nota, vantar eitthvað sem er auðvelt að setja upp og frítt og einfalt að nota til að taka upp bæði streymi og sem má finna á youtube (tonleikar etc)

Og kannski í leiðinni er hægt á einhvern máta að taka upp af rúv sarpnum útvarpsþætti?

kær kv

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Fim 28. Júl 2022 20:44
af ABss

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Fim 28. Júl 2022 23:00
af straumar
ABss skrifaði:https://youtube-dl.org/

https://github.com/sverrirs/ruvsarpur



takk fyrir þetta en jú sá þetta sverris link fyrir löngu en kann ekkert á þetta er að meina þar sem maður getur opnað þátt á ruv sarp síðu og svo tekið upp ekki sem þarf eitthvað bak dæmi eins og fæla system það kann ég ekkert á

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Fös 29. Júl 2022 00:14
af Climbatiz
getur notað OBS Studio ef þú vilt "taka upp" það sem þú ert að horfa á í browsernum, annars þetta RuvSarpur virðist ekki vera mjög flókið

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Fös 29. Júl 2022 08:00
af Hausinn
Ef þú ert með Nvidea skjákort væri einn möguleiki að setja streymið í fullscreen, opna Geforce Experience In-Game Overlay með Alt+Z og kveikja á upptökunni þar. Myndir ekki þurfa nein auka forrit. Vertu bara viss um að stilla upptökuna á 1080p 30fps annars gæti hún tekið ansi mikið pláss á disknum.

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Lau 30. Júl 2022 02:24
af straumar
ABss skrifaði:https://youtube-dl.org/

https://github.com/sverrirs/ruvsarpur


þetta hvorutveggja byggist sýnist mér á að maður kunni eitthvað í forritun c-plus og þannig eða byggist á skipunum í gegnum start og cmd og þannig ég kann ekkert á það eða Python og það kann ég heldur ekkert á.

hlýtur að vera til eitthvað einfalt forrit til að taka upp af youtube? og rúv þætti?

einhver

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Lau 30. Júl 2022 02:25
af straumar
Hausinn skrifaði:Ef þú ert með Nvidea skjákort væri einn möguleiki að setja streymið í fullscreen, opna Geforce Experience In-Game Overlay með Alt+Z og kveikja á upptökunni þar. Myndir ekki þurfa nein auka forrit. Vertu bara viss um að stilla upptökuna á 1080p 30fps annars gæti hún tekið ansi mikið pláss á disknum.



takk svar er samt svo glær veit ekkert hvað Geforece experience in game overlay með alt plus z er og heldur ekki hvernig ætti að breyta úr 1080p í 30fps. já er grænn. kann ekkert.

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Lau 30. Júl 2022 02:27
af straumar
Climbatiz skrifaði:getur notað OBS Studio ef þú vilt "taka upp" það sem þú ert að horfa á í browsernum, annars þetta RuvSarpur virðist ekki vera mjög flókið


er það forrit? ok hef náð í það en kann ekkert á það.

ef það væru til góð myndbönd youtube til að kenna að nota ruvsarpur dæmið eða youtube download dæmið þá gæti þetta kannski gengið.

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Sun 31. Júl 2022 09:13
af mikkimás
YouTube: 4K Video Downloader.

RÚV: Video Download Helper Addon í Firefox (megaómerkilegt, þarf ekkert fágað fyrir RÚV).

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Sun 31. Júl 2022 14:15
af jonfr1900
Rúv fór fyrir talsverðu síðan að dulkóða allt efni sem er í sarpinu. Þetta er aðalega myndböndin hjá þeim (þættir, fréttir og fleira) en ég veit ekki hvernig þetta er með hljóðskrár eingöngu. Það er alveg möguleiki á að það sé einnig dulkóðað (DRM) í spilara.

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Sun 31. Júl 2022 17:55
af mikkimás
Dulkóðun? Á þá ekki að vera erfitt að rippa video skrár?

Er ekki að sjá að það sé erfitt fyrir þetta ómerkilega addon.

Re: Taka upp af youtube og rúv sarp útvarpsþætti

Sent: Þri 02. Ágú 2022 14:38
af JReykdal
mikkimás skrifaði:Dulkóðun? Á þá ekki að vera erfitt að rippa video skrár?

Er ekki að sjá að það sé erfitt fyrir þetta ómerkilega addon.


Það er dulkóðað en það er ekki sér key per notanda eins og er skilst mér.