Síða 1 af 1

No name USB kubbar?

Sent: Lau 02. Júl 2022 23:43
af dedd10
Hefur einhver reynslu af svona no name USB kubbum af amazon t.d?

https://www.amazon.co.uk/Hapmior-Memory ... NrPXRydWU=

https://www.amazon.co.uk/Durable-Waterp ... s9dHJ1ZQ==

Vantar kubb sem er 500gb eða 1tb ca.
Einhver með reynslu af svona ódýrum eða getur bent á einhverja góða ódýra?

Re: No name USB kubbar?

Sent: Sun 03. Júl 2022 00:21
af agnarkb
Alveg góður séns að svona cheapo no-name dót sé fake.

Re: No name USB kubbar?

Sent: Mán 04. Júl 2022 05:08
af dedd10
Og virki þá bara ekkert?

Re: No name USB kubbar?

Sent: Mán 04. Júl 2022 07:02
af Henjo
oft er þetta mun minni kubbar, t.d. 8gb kubbur sem er búið að breyta þannig hann birtist sem kannski eitt terabæt. Þegar þú reynir að láta meira en 8gb þá kemur annaðhvort villa eða byrjar að skrifast yfir hinn gögnin.

Ég held að þú sért ekki að fara fá 512gb minniskubb fyrir 20pund.

Re: No name USB kubbar?

Sent: Mán 04. Júl 2022 13:21
af CendenZ
Mín reynsla á þessa no-name kubba er að þeir endast mjög stutt. Þeir hafa í dag alveg það uppgefið capacit en endist kannski í mesta lagi eitt ár og skrifast hægt á þá
Ég hef notað þá til að gefa myndir og tek fram að þeir endast ekki. Bara henda þeim eftir að gögnin hafa verið tekin af kubbnum :happy

Re: No name USB kubbar?

Sent: Mán 04. Júl 2022 13:43
af Maniax
Best bet væri bara að versla 1TB flakkara hérna heima, vanalega um 10 kallinn hérna á klakanum

Ættir að geta fundið þessa á flestum stöðum

https://computer.is/is/product/flakkari ... 5-1tb-usb3
https://elko.is/vorur/wd-elements-se-1- ... DELEMSE1TB


Þessi USB kubbur er nokkuð dýr kominn til landsins nema þú búir úti
Mynd
Mynd

Re: No name USB kubbar?

Sent: Mán 04. Júl 2022 20:22
af dedd10
Er að fara út og ætlaði að panta mér einhvern nokkuð stóran kubb, einhver sem getur mælt með einhverjum kubb á amazon eða búð í Bretlandi?

Re: No name USB kubbar?

Sent: Mán 04. Júl 2022 22:35
af Viggi
SanDisk klikka ekki

Re: No name USB kubbar?

Sent: Þri 05. Júl 2022 07:27
af Hlynzi
Viggi skrifaði:SanDisk klikka ekki


Ég hef einmitt verið með slatta af þeim, keypti 10-20 stk. af 16GB SanDisk lyklum á 500 kr. stykkið minnir mig.
Ég myndi bara halda mig við það einmitt, hef einnig átt nokkra Corsair Flash Voyager mini 16-64 GB, þeir eru mjög nettir og þægilegir.

Sammála fyrri ræðumönnum að no-name USB minniskubbar eru bara áhætta hvort sem það er útaf endingu eða svindli (klassískt að selja t.d. 128 GB kubb sem er í raun 8GB, svo reyniru að skrifa inná hann meira en þessi 8 GB og þá er skrifað yfir gögnin aftur sem dæmi.