Síða 1 af 1
Nærsýnisgleraugu (mínus) seld einhverstaðar
Sent: Lau 18. Jún 2022 09:56
af Tiger
Það er hægt að kaupa fjarsýnisgleraugu/lesgleraugu (plúss) útum allt á klink.
En vitið þið hvort nærsýnisgleraugu (mínus) séu seld einhverstaðar “off the shelf” á höfuðborgarsvæðinu?
Re: Nærsýnisgleraugu (mínus) seld einhverstaðar
Sent: Lau 18. Jún 2022 10:00
af dadik
Nærsýnisgleraugu eru almennt ekki seld "off the shelf"
Re: Nærsýnisgleraugu (mínus) seld einhverstaðar
Sent: Lau 18. Jún 2022 11:01
af axyne
Ég hef pantað nokkrum sinnum frá
https://www.zennioptical.com/Getur fengið mjög ódýr gleraugu þarna og mæli mikið með þeim.
Re: Nærsýnisgleraugu (mínus) seld einhverstaðar
Sent: Lau 18. Jún 2022 11:45
af codemasterbleep
Það var hægt að finna þau í Tiger og síðan er eða var bás í Kolaportinu sem seldi mínus gleraugu.
Hinsvegar var það í fréttum nýverið að verslanir aðrar en gleraugnaverslanir væru að taka mínus gleraugun úr sölu.
Veit ekki hvort það var eigin ákvörðun eða tengdist reglubreytingum.
Re: Nærsýnisgleraugu (mínus) seld einhverstaðar
Sent: Lau 18. Jún 2022 15:42
af codemasterbleep
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022 ... _ur_tiger/Nú er verið að herða Evrópureglur á þann hátt að aðeins megi selja gleraugu þessarar gerðar í sérverslunum og heilbrigðisstarfsfólk þurfi að vera nærri í ferlinu
Re: Nærsýnisgleraugu (mínus) seld einhverstaðar
Sent: Lau 18. Jún 2022 21:24
af braudrist
Það var mikið að þessar reglur voru hertar, það gæti einhver dáið fái hann vitlaus gleraugu
Re: Nærsýnisgleraugu (mínus) seld einhverstaðar
Sent: Lau 18. Jún 2022 21:24
af braudrist
Það var mikið að þessar reglur voru hertar, það gæti einhver dáið fái hann vitlaus gleraugu
Re: Nærsýnisgleraugu (mínus) seld einhverstaðar
Sent: Sun 19. Jún 2022 05:54
af dadik
Þetta er líka erfiður business. Nærsýnin er svo fjölbreytt. Það eru svo margir sem eru með - 1.25 á öðru og svo - 1.50 á hinu, etc. Engin leið að eiga allar samsetningar á lager í mismunandi umgjörðum.