Síða 1 af 1

Öryggisbrestir í tölvupósti hjá Vodafone (@internet.is)

Sent: Sun 08. Maí 2022 17:23
af GardenGnome
Hvernig ætli standi á því árið 2022 að þú getir ekki breytt lykilorðinu þínu sjálfur á @internet.is netföngum, heldur þarftu að láta tæknifulltrúa gera það í gegnum síma? Ekki nóg með það, þá getur þú heldur ekki virkjað 2FA í þessari eldgömlu Roundcube útgáfu sem þeir bjóða uppá inni á http://www.internet.is

Þegar ég benti þjónustufulltrúanum á þetta, þá var honum í rauninni bara drullusama og sagðist ekkert geta gert í þessu...

Re: Öryggisbrestir í tölvupósti hjá Vodafone (@internet.is)

Sent: Sun 08. Maí 2022 18:19
af mikkimás
Hefur Vodafone sem sagt ekkert lært eftir öll þessi ár?

Re: Öryggisbrestir í tölvupósti hjá Vodafone (@internet.is)

Sent: Mán 09. Maí 2022 23:36
af GardenGnome
mikkimás skrifaði:Hefur Vodafone sem sagt ekkert lært eftir öll þessi ár?


Það er ekki að sjá að þeim sé einhver alvara með að vera með sín mál í lagi að minnsta kosti...

Re: Öryggisbrestir í tölvupósti hjá Vodafone (@internet.is)

Sent: Þri 10. Maí 2022 10:21
af worghal
GardenGnome skrifaði:Þegar ég benti þjónustufulltrúanum á þetta, þá var honum í rauninni bara drullusama og sagðist ekkert geta gert í þessu...

Mér finnst pínu merkilegt hvað þú skellir skuldinni á þjónustufulltrúann, það eina sem hann getur gert er að pinga yfirmann sem kanski ýtir þessu áfram, það er ekkert sem þessi level 1 tech getur gert til að breyta eða bæta nokkurn skapaðan hlut :fly

Re: Öryggisbrestir í tölvupósti hjá Vodafone (@internet.is)

Sent: Þri 10. Maí 2022 21:56
af GardenGnome
worghal skrifaði:
GardenGnome skrifaði:Þegar ég benti þjónustufulltrúanum á þetta, þá var honum í rauninni bara drullusama og sagðist ekkert geta gert í þessu...

Mér finnst pínu merkilegt hvað þú skellir skuldinni á þjónustufulltrúann, það eina sem hann getur gert er að pinga yfirmann sem kanski ýtir þessu áfram, það er ekkert sem þessi level 1 tech getur gert til að breyta eða bæta nokkurn skapaðan hlut :fly


Er ég að skella skuldinni á þjónustufulltrúann? Ég sagði að ég hefði bent honum á þetta og honum hefði verið drullusama.

Ég veit fullvel að hann einn og sér getur ekki gert neitt sjálfur til að laga vandamálið, en hann er fulltrúi Vodafone gagnvart mér, viðskiptavininum. Ef hann hefur einhvern vott af metnaði fyrir starfinu sínu, þá á hann á að sýna svona málum áhuga og taka þetta lengra innanhúss með 2nd level support og láta mig vita að hann ætli að vekja athygli á málinu, sem hann gerði ekki.