Vandamál með internet hjá Nova.
Sent: Fös 29. Apr 2022 19:18
Sæl öll, ég lenti í því í hádeginu í dag að netið hjá mér steindrapst. Eftir að ég skoðaði routerinn kom í ljós að hann fékk ekki lengur úthlutaða IP tölu frá Nova en ég er með Ljósleiðara frá GR og net hjá Nova. Ég er búinn að vera í samskiptum við þá í allan dag frá þetta kom upp og þeir virðast ekki ráða við að leysa þetta vandamál. Til að útiloka routerinn sjálfan þá byrjaði ég á því að skipta um lan snúru sem tengist við Ljósleiðara boxið, hef gert factory reset á routerinn en allt fyrir ekki neitt. Ég setti svo routerinn sem ég fékk frá Nova upphaflega aftur í samband (ég hef þetta þannig að Port 1 á ljósleiðara boxinu er uppsett fyrir þann router, Port 2 er fyrir minn router) og það sama er að gerast fyrir hann, fær ekki IP tölu úthlutaða (DHCP)).
Þeir sögðu í dag að MAC addressurnar væru inni fyrir báða routera þannig að ég skil þetta ekki.
Ég er hrikalega ósáttur við þá, ég hef alltaf þurft að ýta á eftir stöðu málsins, enginn þar hefur haft samband við mig að fyrra bragði til að segja mér hvernig mál standa. Verst að það er komin helgi, annars hefði ég skipt yfir til Símans sem ég geri að öllum líkindum strax eftir helgina.
Hefur einhver lent í sambærilegu vandamáli hjá Nova?
Þeir sögðu í dag að MAC addressurnar væru inni fyrir báða routera þannig að ég skil þetta ekki.
Ég er hrikalega ósáttur við þá, ég hef alltaf þurft að ýta á eftir stöðu málsins, enginn þar hefur haft samband við mig að fyrra bragði til að segja mér hvernig mál standa. Verst að það er komin helgi, annars hefði ég skipt yfir til Símans sem ég geri að öllum líkindum strax eftir helgina.
Hefur einhver lent í sambærilegu vandamáli hjá Nova?