Síða 1 af 1

Vandamál með internet hjá Nova.

Sent: Fös 29. Apr 2022 19:18
af emmi
Sæl öll, ég lenti í því í hádeginu í dag að netið hjá mér steindrapst. Eftir að ég skoðaði routerinn kom í ljós að hann fékk ekki lengur úthlutaða IP tölu frá Nova en ég er með Ljósleiðara frá GR og net hjá Nova. Ég er búinn að vera í samskiptum við þá í allan dag frá þetta kom upp og þeir virðast ekki ráða við að leysa þetta vandamál. Til að útiloka routerinn sjálfan þá byrjaði ég á því að skipta um lan snúru sem tengist við Ljósleiðara boxið, hef gert factory reset á routerinn en allt fyrir ekki neitt. Ég setti svo routerinn sem ég fékk frá Nova upphaflega aftur í samband (ég hef þetta þannig að Port 1 á ljósleiðara boxinu er uppsett fyrir þann router, Port 2 er fyrir minn router) og það sama er að gerast fyrir hann, fær ekki IP tölu úthlutaða (DHCP)).
Þeir sögðu í dag að MAC addressurnar væru inni fyrir báða routera þannig að ég skil þetta ekki.

Ég er hrikalega ósáttur við þá, ég hef alltaf þurft að ýta á eftir stöðu málsins, enginn þar hefur haft samband við mig að fyrra bragði til að segja mér hvernig mál standa. Verst að það er komin helgi, annars hefði ég skipt yfir til Símans sem ég geri að öllum líkindum strax eftir helgina.

Hefur einhver lent í sambærilegu vandamáli hjá Nova? :mad

Re: Vandamál með internet hjá Nova.

Sent: Fös 29. Apr 2022 20:13
af Uncredible
Ömurlegt að heyra, en þegar ég bjó hjá foreldrum mínum þá voru þau með tengingu frá Vodafone og ljósleiðara frá GR, en þá var það nokkra föstudaga sem að netið hætti að virka uppúr hádegi og fór ekki að virka aftur fyrr en routerinn var endurræstur, þetta gerðist alveg nokkra föstadaga yfir kannski hálft ár, ég bara nennti aldrei að standa og hringja og kvarta vegna þess að lausnin var svo einföld og þetta hafði ekki áhrif á mann þannig.

Svo bara einn daginn hætti þetta að gerast og hefur ekki gerst síðan. Velti fyrir mér hvort þetta sé vandamál hjá GR.

Hef bara þurft að deala við fyrirtækjaþjónustuna hjá Nova, stundum geta þeir verið frekar lengi að laga "basic" hluti og þarf svoldið að ýta á eftir þeim stundum. Annars hefur þetta oftast leysts á endanum, en það er glatað að fara inní helgina og vera með ekkert net.

Re: Vandamál með internet hjá Nova.

Sent: Fös 29. Apr 2022 20:22
af kjartanbj
emmi skrifaði:Sæl öll, ég lenti í því í hádeginu í dag að netið hjá mér steindrapst. Eftir að ég skoðaði routerinn kom í ljós að hann fékk ekki lengur úthlutaða IP tölu frá Nova en ég er með Ljósleiðara frá GR og net hjá Nova. Ég er búinn að vera í samskiptum við þá í allan dag frá þetta kom upp og þeir virðast ekki ráða við að leysa þetta vandamál. Til að útiloka routerinn sjálfan þá byrjaði ég á því að skipta um lan snúru sem tengist við Ljósleiðara boxið, hef gert factory reset á routerinn en allt fyrir ekki neitt. Ég setti svo routerinn sem ég fékk frá Nova upphaflega aftur í samband (ég hef þetta þannig að Port 1 á ljósleiðara boxinu er uppsett fyrir þann router, Port 2 er fyrir minn router) og það sama er að gerast fyrir hann, fær ekki IP tölu úthlutaða (DHCP)).
Þeir sögðu í dag að MAC addressurnar væru inni fyrir báða routera þannig að ég skil þetta ekki.

Ég er hrikalega ósáttur við þá, ég hef alltaf þurft að ýta á eftir stöðu málsins, enginn þar hefur haft samband við mig að fyrra bragði til að segja mér hvernig mál standa. Verst að það er komin helgi, annars hefði ég skipt yfir til Símans sem ég geri að öllum líkindum strax eftir helgina.

Hefur einhver lent í sambærilegu vandamáli hjá Nova? :mad



Ef þú vilt fá almennilega þjónustu farðu þá til Hringdu, hjá símanum lendirðu bara í að vera númer 54 í röðinni, ég hef fengið gríðarlega góða þjónustu hjá Hringdu , netið virkjað eftir flutning kl 22:30 að kvöldi eftir að ég sendi email á þá sem dæmi.

Re: Vandamál með internet hjá Nova.

Sent: Fös 29. Apr 2022 21:10
af emmi
Nice, satt með Símann og nr 33, hvernig er það hjá Hringdu?

En Nova var að senda mér póst og þetta er komið í lag. Hef ekki spurt hvað vandamálið var samt. :)

Re: Vandamál með internet hjá Nova.

Sent: Fös 29. Apr 2022 21:12
af Minuz1
Hringdu hefur hringt í mig og látið mig vita að tengingin mín náði bara 450mbit þó ég væri bara með 100mbit router á Gbit tengingu.
Hringdu var mjög óáreiðanleg til að byrja með en eru með í dag bestu þjónustu sem er í boði. Þeir láta þig vita ef eitthvað er í gangi sem er ekki eðlilegt þó þú kvartir ekki yfir því.
<3