Síða 1 af 1
Bestu borðvifturnar
Sent: Fös 29. Apr 2022 06:40
af Moldvarpan
Nú fer að styttast í sumarið og mig langar í góða borð viftu.
Ég prófaði að kaupa eina ódýra í Elko og gvvvuuuuð hvað hún fer í taugarnar á mér.
Þvílík læti í henni.
Núna er komið Round 2.
Hvaða borðviftum mæliði með?
Ég googlaði þetta aðeins og rakst á nokkrar mismunandi gerðir.
Rakst á eina sem virðist vera hljóðlítil
https://www.sminor.is/vorur/flokkur/hitablasarar-og-viftur/bordvifta-stadler-form-tim/25 til 44 dB segja þeir.
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fös 29. Apr 2022 07:30
af Nördaklessa
sælir, ég er búinn að vera með þessa í tæpt ár núna og er að reynast mér vel.
https://rafha.is/product/do8148-bordvifta-circulation
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fös 29. Apr 2022 09:15
af brain
Costco hefur verið með Woozoo viftur.
t.d. þessa
með fjarstýringu.
*edit*
með hreyfingu upp niður/hægri vinstri ef óskað er.
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fös 29. Apr 2022 13:18
af wICE_man
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Lau 30. Apr 2022 09:02
af Moldvarpan
Takk fyrir ábendingarnar
Domo viftan virðist vera nokkuð mögnuð, en hún virðist vera uppseld.
Ég fer væntanlega í Costco á næstunni og athuga hvort það séu til viftur þar í þeirri ferð.
Viftan í Kísildal, lýtur snyrtilega út en mætti vera meira af upplýsingum.
Hversu stór er hún? Er ekki að átta mig á því útfrá myndum.
Þetta er batterýs vifta, en er þá hægt að hafa hana alltaf í sambandi líka við rafmagn?
Hversu vel kælir hún? Mér finnst hún looka eins og leikfang fremur en verkfæri
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Lau 30. Apr 2022 23:53
af russi
Er með þessa sem fæst í SmiNor, hún er hljóðlát og ágætlega öflug. Heyrist aðeins í henni á hæsta. Ég hef hans í gangi yfir nótt þegar ég er í útilegu eða í sumarbústað til að losna við lúsmý. Sef vært með hana. Get alveg mælt með henni… kostur að hún er USB powered og stundum keyri ég hana fyrir vikið á hleðslubanka
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Mið 25. Maí 2022 10:11
af Moldvarpan
Rakst á þennan þráð
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=26&t=87764Ég ákvað að kaupa þessa, kemur til með að vera betri í öllum aðstæðum held ég. Get ekki beðið eftir að fá hana heim.
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Mið 25. Maí 2022 19:12
af peer2peer
Sérð ekki eftir því! Konan gaf mér þessa í jólagjöf fyrir tveimur árum og hún er í yfirvinnu og slær ekki feilpúst. Og rosalega hljóðlát á lægri snúning.
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fim 26. Maí 2022 12:08
af brain
Hann var að leita að borðviftu...
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fim 26. Maí 2022 14:48
af peer2peer
brain skrifaði:Hann er að leita að borðviftu.
En hann keypti gólfviftu, ekki satt?
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fim 26. Maí 2022 14:50
af brain
Jú það er það fyndna !!!
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fim 26. Maí 2022 15:07
af peer2peer
brain skrifaði:Jú það er það fyndna !!!
En tek það fram að ég var bara núna að átta mig á að hann auglýsti eftir borðviftum (ég hafði alltaf bara viftu í huga)
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fim 26. Maí 2022 17:17
af Moldvarpan
Hvort hún stendur á borði eða gólfi.... ég skil ekki hvað er fyndið?
Ég fann bara enga borðviftu sem mér fannst nógu góð.
Þessi er þráðlaus, 20 tíma hleðsla, súper hljóðlát, hægt að stjórna henni með appi, taka með í bústaði(sérstaklega gott ef lúsmý er), notað hana í svefnherberginu eða fært hana við tölvuna.
Ég gat allavegana ekki fundið betri viftu.
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fös 03. Jún 2022 16:39
af agnarkb
Moldvarpan skrifaði:Hvort hún stendur á borði eða gólfi.... ég skil ekki hvað er fyndið?
Ég fann bara enga borðviftu sem mér fannst nógu góð.
Þessi er þráðlaus, 20 tíma hleðsla, súper hljóðlát, hægt að stjórna henni með appi, taka með í bústaði(sérstaklega gott ef lúsmý er), notað hana í svefnherberginu eða fært hana við tölvuna.
Ég gat allavegana ekki fundið betri viftu.
Hvað er fóturinn stór um sig og er bara hægt að stýra henni með appi? Er með eina cheapo turn viftu úr Elko sem svosem alveg gerir sitt gagn en er óþarflega bulky og mjög hávær.
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fös 03. Jún 2022 18:58
af Moldvarpan
Þetta er alveg einstaklega þæginleg vifta og þegar hún er stillt á Natural breeze, þá heyrist bara nánast ekkert í henni.
Jú, hægt að stjórna henni bæði með appi eða með tökkunum á henni.
Er mjög ánægður með hana og nánast byrjaður að elska hana heheh
Mæli alveg hiklaust með henni.
Tók eina mynd af henni svo þú áttir þig á stærðinni.
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Fös 03. Jún 2022 19:23
af agnarkb
Moldvarpan skrifaði:Þetta er alveg einstaklega þæginleg vifta og þegar hún er stillt á Natural breeze, þá heyrist bara nánast ekkert í henni.
Jú, hægt að stjórna henni bæði með appi eða með tökkunum á henni.
Er mjög ánægður með hana og nánast byrjaður að elska hana heheh
Mæli alveg hiklaust með henni.
Tók eina mynd af henni svo þú áttir þig á stærðinni.
Geggjað takk fyrir þetta! Svo mikil hitamolla í svefnherberginu hjá mér á þessum nokkru dögum sem við fáum sumar að það er stundum ekki sofandi, væri því geggjað að setja hana á léttan blástur við rúmendan.
Re: Bestu borðvifturnar
Sent: Sun 05. Jún 2022 13:45
af agnarkb
Moldvarpan skrifaði:Þetta er alveg einstaklega þæginleg vifta og þegar hún er stillt á Natural breeze, þá heyrist bara nánast ekkert í henni.
Jú, hægt að stjórna henni bæði með appi eða með tökkunum á henni.
Er mjög ánægður með hana og nánast byrjaður að elska hana heheh
Mæli alveg hiklaust með henni.
Verslaði mér þessa viftu og get alveg skilið afhverju þú ert orðinn svona yfir þig ástfanginn af henni. Þetta er alger snilld. Er með hana á natural breeze stillingu í horninu á svefnherberginu og heyri ekki rassgat í henni.