Síða 1 af 1

MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 10:19
af zaiLex
Er að fá Macbook Air frá USA í gegnum Myus.com er best að hafa þetta stillt á on eða off?:
Duties and Taxes
Pay duties when you submit your ship request, instead of at your door, and MyUS will pay your local customs for items in the shipment. This duties service is guaranteed by MyUS. Learn more...

Notið þið þetta svo?:
Fragile stickers *
Add extra packing material *

Re: MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 11:15
af hagur
Já, ég geri það yfirleitt. Það flýtir fyrir. Þá kemur pakkinn bara til landsins og fer svo bara beint til þín. Þú lendir ekki í því að þurfa að sýna vörureikning og borga innflutningsgjöldin sérstaklega áður en pakkanum er keyrt til þín, eða þegar pakkinn kemur til þín.

Re: MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 11:41
af Atius
Ég var með það á, en það gerir það að verkum að ekki er alltaf valin ódýrasta sendillinn.
Svo ég lenti í að þeir ætluðu að rukka mig 10þ krónum fyrir sendingu og tolla á 2000.- króna bók því sendingarkostnaðurinn var svo sjúklega hár.

Re: MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 13:06
af jonsig
Held að DHL sé bara með það option að klára tollinn. Tek samt alltaf Fedex til að losna við öll DHL vandamálin. Síðan mæta Fedex heim til manns á laugardegi ef eitthvað klúðrast. Meðan hjá DHL er maður bara ýkt óheppinn ef eitthvað ruglast sem gerist eiginlega alltaf.

Re: MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 13:28
af zaiLex
jonsig skrifaði:Held að DHL sé bara með það option að klára tollinn. Tek samt alltaf Fedex til að losna við öll DHL vandamálin. Síðan mæta Fedex heim til manns á laugardegi ef eitthvað klúðrast. Meðan hjá DHL er maður bara ýkt óheppinn ef eitthvað ruglast sem gerist eiginlega alltaf.

Er bara með þetta valið:
Least Expensive Option

Fedex er annars ekki option bara DHL.

Síðan með þetta: Shipment Insurance : Please note, this preference will also apply to your UK Address * Package insurance can be purchased for $2.99 per $100 of coverage. Claims for damage or loss may not be filed if insurance is not selected.

Þýðir þetta þá að það kosti 36 usd extra fyrir 1200 usd virði sendingu?

Re: MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 13:32
af zaiLex
Atius skrifaði:Ég var með það á, en það gerir það að verkum að ekki er alltaf valin ódýrasta sendillinn.
Svo ég lenti í að þeir ætluðu að rukka mig 10þ krónum fyrir sendingu og tolla á 2000.- króna bók því sendingarkostnaðurinn var svo sjúklega hár.

Já ok maður getur samt valið preferred shipment method

Re: MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 13:39
af jonsig
Þú þarft bara að borga meira ef pakkinn fer yfir ákveðið háa tölu ef þú tekur lengd+breidd+hæð og þá verða líka oft færri póstþjónustur í boði.
það þarf að haka út shipping insurance , stundum er það ekki hægt ef tollurinn er t.d. borgaður fyrirfram.

En ég er að fá senda risa pakka frá þeim með FedEx og USPS. Ef DHL væri eini kosturinn þá væri ég búinn að segja upp myus eins og shippito sem voru að missa sig í DHL.

Re: MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 18:15
af razrosk
hvað eru menn að skíta yfir DHL? ég hef akkurat öfuga reynslu, Fedex (icetransport reyndar) hafa oftar en einusinni klúðrað og finnst mér þjónustan ekkert í neinu topp standi...

Re: MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 18:38
af jonsig
razrosk skrifaði:hvað eru menn að skíta yfir DHL? ég hef akkurat öfuga reynslu, Fedex (icetransport reyndar) hafa oftar en einusinni klúðrað og finnst mér þjónustan ekkert í neinu topp standi...


DHL standa sig bara prýðilega ... erlendis. Annars væru þeir ekki svona stórir.

Re: MyUS stillingar

Sent: Fös 08. Apr 2022 23:38
af Steini B
razrosk skrifaði:hvað eru menn að skíta yfir DHL? ég hef akkurat öfuga reynslu, Fedex (icetransport reyndar) hafa oftar en einusinni klúðrað og finnst mér þjónustan ekkert í neinu topp standi...

Sama hjá mér, finnst DHL standa sig best, bæði heima og úti

Re: MyUS stillingar

Sent: Mán 11. Apr 2022 19:04
af zaiLex
jonsig skrifaði:Þú þarft bara að borga meira ef pakkinn fer yfir ákveðið háa tölu ef þú tekur lengd+breidd+hæð og þá verða líka oft færri póstþjónustur í boði.
það þarf að haka út shipping insurance , stundum er það ekki hægt ef tollurinn er t.d. borgaður fyrirfram.

En ég er að fá senda risa pakka frá þeim með FedEx og USPS. Ef DHL væri eini kosturinn þá væri ég búinn að segja upp myus eins og shippito sem voru að missa sig í DHL.


á ég að taka út shipping insurance semsagt?

Re: MyUS stillingar

Sent: Mán 11. Apr 2022 19:23
af jonsig
zaiLex skrifaði:
jonsig skrifaði:Þú þarft bara að borga meira ef pakkinn fer yfir ákveðið háa tölu ef þú tekur lengd+breidd+hæð og þá verða líka oft færri póstþjónustur í boði.
það þarf að haka út shipping insurance , stundum er það ekki hægt ef tollurinn er t.d. borgaður fyrirfram.

En ég er að fá senda risa pakka frá þeim með FedEx og USPS. Ef DHL væri eini kosturinn þá væri ég búinn að segja upp myus eins og shippito sem voru að missa sig í DHL.


á ég að taka út shipping insurance semsagt?


"getur gert" það. Hakar bara út shipping insurance og gerir "update totals" . Veit samt ekki hvort það sé sniðugt með eitthvað dýrt dót, þó ég hafi aldrei lent í neinu tjóni hjá þeim.

Re: MyUS stillingar

Sent: Þri 12. Apr 2022 08:17
af zaiLex
jonsig skrifaði:
"getur gert" það. Hakar bara út shipping insurance og gerir "update totals" . Veit samt ekki hvort það sé sniðugt með eitthvað dýrt dót, þó ég hafi aldrei lent í neinu tjóni hjá þeim.


OK svo ég skilji þig alveg pottþétt :D "haka út" þýðir það að hafa það á? hakar við væri skiljanlegra fyrir mig :) En miðað við hvað þú segir síðan lætur mig halda að þú hafir verið að meina að "taka út" hakið (sleppa) því þú talar um að það sé ekki sniðugt með svona dýra vöru. Allavega er alveg tilbúinn til að borga 32 USD svo að þetta sé tryggt.

En allavega þá lítur þetta svona út hjá mér núna:

Screenshot 2022-04-12 075613.png
Screenshot 2022-04-12 075613.png (67.38 KiB) Skoðað 2055 sinnum


Eins og þið sjáið er bara option fyrir DHL.

Þannitg er með þetta með shipment insurance, fragile stickers, add extra packing material og include proforma invoice (kostar ekkert). Er þetta ekki bara flott svona?

Re: MyUS stillingar

Sent: Þri 12. Apr 2022 17:56
af jonsig
Stundum er shipping insurance innifalið í sendingunni, en það er hægt að spara einhverja peninga með að "af velja boxið"
shipping insurance hefur hak í boxinu að öllu jöfnu hjá MYUS.
Ég held að þú getir bara valið DhL´ið ef þú ætlar að borga skattinn strax.
Þegar ég fæ mínar vesen- lausu sendingar frá FedEx þá fæ ég yfirleitt sms kl 10:00 og þá fæ ég sendinguna um kvöldið eða ég get sótt hana strax niðrí ásvallahverfi.

Re: MyUS stillingar

Sent: Fim 14. Apr 2022 13:01
af zaiLex
Valdi DHL og áætlaður afhendingar tími er eftir 6 daga :o maður spyr sig hvort að maður sé eitthvað að fá fyrir það að borga meira, á síðunni stendur með dhl er shipping time 1-4 dagar.