Síða 1 af 1
Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Sun 27. Mar 2022 11:05
af jonsig
Sælir
Ég er alltaf í einhverju DIY sambandi við Custom loop í tölvunni minni. Síðustu 10ár hef ég verið að nota kannski 5% frostlög + soðið vatn úr krana eða alphacool loopu vökva + soðið vatn úr krana.
Akkúrat núna er ég bara með soðið vatn úr krananum og ~0.25ml af lyktarlausri/hreinni uppþvottasápu til að minnka yfirborðsspennu á vatninu í loopunni. En síðast þegar ég gerði það lenti ég í smá tæringarveseni sem lýsti sér í frekar föstum nipplum á vatnskassanum sem ég losaði reyndar en ekwb fittingsar eru dýrir. Þá var vökvinn reyndar búinn að vera einhverja mánuði.
Í
vatnskælingar biblíunni minni er talað um að nota
Sodium molybdate og Tolytriazole sem breiðvirkandi tæringavarnir fyrir kopar og stál. Eða subbu dót eins og Redline: WaterWetter.
Kemst ég í eitthvað af þessu dóti hérna á Íslandi ?datt í hug að fara á N1 og setja metanól í brúsa, en það er pexi glass killer og auðvitað ban eitrað eins og frostlögurinn sem ég vill losna við.
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Sun 27. Mar 2022 21:58
af Trihard
Nú er ég hvorki mixari eða efnafræðingur en ég keypti mér
https://kisildalur.is/category/13/products/1652 EK Cryofuel premix fyrir meira en ári síðan og blandaði því við afjónað vatn úr apótekinu og hef ekki verið var við neina tæringu í custom loopuni sem ég er með. Ég blandaði EK cryofuel-inu í c.a. 30:70 hlutfalli með afjónaða vatninu í 70% og ég er með glærar túbur svo ég get séð aflitun ef það verður að því.
Eina vesenið sem ég lenti með var með alphacool vökva en þá varð vatnið grænt, Cape Kelvin Catcher minnir mig að það hét og ég held að þeir séu meira að segja hættir að selja það vatn, ég sendi allavega inn kvörtun til þeirra eftir að þetta gerðist.
Nota bara kopar og nikkel málma í loopuni svo að þetta ætti ekki að vera ál-kopar tæringarvandamál.
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Sun 27. Mar 2022 22:43
af jonsig
Nikkel, kopar og ryðfrítt stál í D5 pumpunni
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Mán 28. Mar 2022 10:46
af MatroX
Færð motul mocool í ab varahlutum, það er sama og water wetter
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Mán 28. Mar 2022 16:01
af jonsig
MatroX skrifaði:Færð motul mocool í ab varahlutum, það er sama og water wetter
Sýnist ab.is vera nánast hættir að selja motul, fann þetta hinsvegar á síðu sem heitir motulisland.is en er á Akureyri :/
Eitthvað plan B áður en ég panta frá Akureyri ?
Ég var búinn að sjá eitthvað hjá skipavorur.is en það er selt í 25ltr. og tunnum
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Mið 30. Mar 2022 21:41
af jonsig
MatroX skrifaði:Færð motul mocool í ab varahlutum, það er sama og water wetter
Takk ! Þetta MoCOOL er áhugaverð tilraun. Fékk 25x loopu skammta á 2852kr. Frá motulisland.is sem eru reyndar á Akureyri, en super þjónusta og stuffið komið heim að dyrum sólarhring seinna.
Eftir að hafa kynnt mér þetta aðeins betur þá hefði WaterWetter ekki verið málið því hann er alcohol based og hefur rústað ófáum plexi blokkum smkv notendum á spjallþráðum erlendis. En þessi mocool á að vera plastic friendly og ekki nálægt því að vera eins eitraður og frostlögur og premixed vibbinn frá EKWB/AlphaCool.
Síðan er hann öflug tærningarvörn fyrir mixed metals, með fungal eitri og hefur klárlega hækkað sýrustigið á loopunni minni sem ætti að gera loopuvökvan ekki besta stað fyrir þörunga og aðra lífræna drullu. Eða amk því sem ég kemst eftir að hafa kynnt mér safety datasheet yfir þetta efni, og pælt í innihaldsefnunum.
Amk ef plexi ekwb drasl blokkin mín springur eins og síðasta þá læt ég vita, annars er maður kominn með flotta viðbót í loopu hobby´ið
Soðið kranavatn og fjólubláan, glykol -lausan kælivökva á draslið.
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Fim 31. Mar 2022 06:31
af Minuz1
Er ekki hægt af fá UV lampa sem herbicide í svona?
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Fim 31. Mar 2022 18:41
af jonsig
Minuz1 skrifaði:Er ekki hægt af fá UV lampa sem herbicide í svona?
örugglega hægt að plugga fiskabúrs UV inná loopuna. En þeir kosta sitt. ( Inline filterar) Annars stoppar hann ekkert eitthvað drull sem hefur komið sér fyrir. t.d. einhver bio klasi sem hefur verið á dótinu áður en loopan var sett saman, Hugsa að það sé ómögulegt að koma í veg fyrir það nema setja allt í klór, samt er ég ekki viss um að það dugi.
Annars keyrir super coolant drullan pH í vatninu upp í mjög alkalínskt svo það þrýfst voða lítið í því. Hugsa að galdurinn sé að finna réttan supercoolant í þetta sem skemmir ekki plexi. Þetta moCool er ekki ennþá búið að stúta plexíinu.
Ég hef verið að nota kranavatn og stundum smá frostlög síðustu 12ár. Hef aðeins fengið hint af tæringu með einhverju drasli af ebay í ghetto loopu.
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Mán 04. Apr 2022 15:59
af jonsig
Næstum komin vika núna með MoCOOL og ekkert vatnið ekki að skýast ? Glærir EKWB/alphacool vökvar eru venjulega orðnir skýjaðir eftir 3 daga.
Ég er farinn að halda að þetta sé of gott til að vera satt. Það hlýtur að springa einhver Plexi blokk hjá mér.
Nú langar mig að setja þennan MoCOOL á AIO sem eru nánast alltaf mixed metal.
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Mán 04. Apr 2022 20:11
af MatroX
ég hef notað þetta mikið í bíl hja mér sem er með álblokk og járn sleevar og þetta svín virkar
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Mán 25. Apr 2022 22:43
af jonsig
MatroX skrifaði:ég hef notað þetta mikið í bíl hja mér sem er með álblokk og járn sleevar og þetta svín virkar
Hvað ertu með vökvann lengi á vélinni?
Hef ekki tekið eftir neinu veseni með þetta hjá mér.
Kannski ég prufi að setja þetta á mixed metal loopu. Á nóg af ál vatnskössum, og plast slöngufittings frá barki ehf.
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Þri 26. Apr 2022 15:16
af MatroX
jonsig skrifaði:MatroX skrifaði:ég hef notað þetta mikið í bíl hja mér sem er með álblokk og járn sleevar og þetta svín virkar
Hvað ertu með vökvann lengi á vélinni?
Hef ekki tekið eftir neinu veseni með þetta hjá mér.
Kannski ég prufi að setja þetta á mixed metal loopu. Á nóg af ál vatnskössum, og plast slöngufittings frá barki ehf.
1 ár núna og ekkert vesen
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Mið 27. Apr 2022 00:05
af jonsig
Líklega besta vaktar tips sem ég hef fengið. Finnst þessir tilbúnu coolants "fyrir tölvuloopur" vera frekar slappir. Þá endast illa eða safnast einhverjir kekkir og gums í rimmunum á kæliblokkunum, jafnvel minniháttar tæring og fastir fittingsar í gengjunum á vatnskössunum svo auðvitað dýrt. Þar sem maður er alltaf að breyta og "bæta"
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Mán 22. Ágú 2022 00:02
af jonsig
Komnir c.a. 5 mánuðir mocool+kranavatn og þetta virkar. Ekkert gunk neinstaðar, vökvinn lýtur eins út, ekkert upplitað né tæring.
Líklega yfirburðar bætiefni m.v. alpha/ekwb.
Venjulega væri komið eitthvað gunk í rimmurnar á cpu blokkinni. Samt er vökvinn búinn að ná 80C° á cpu block eftir að vír datt úr sambandi útaf defect á D5 dælunni.
Lifetime supply á 2852kr og kannski aldrei að losa aftur tærða nippla og gunk í loopunni! Besta tip ever.
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Mán 22. Ágú 2022 19:31
af MatroX
flott að heyra
Re: Tæringarvörn fyrir PC vatnsloopur ?
Sent: Þri 29. Nóv 2022 18:21
af jonsig
Komnir Ca. 8 mánuðir. og löngu kominn tími á upgrade á systeminu. Þá þarf ég að færa loopuvökvann yfir í nýja kerfið til að sjá hversu lengi þetta endist
So far so good, þó vökvinn sé ekki jafn bleikur og fallegur eins hann var fyrst þá lýtur hann vel út.
Ekkert gunk eða neinar skemmdir á plexi draslinu sjáanlegar.