Síða 1 af 3

Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Þri 22. Mar 2022 19:18
af ABss
Kvöldið

Ég sá í fréttunum rétt í þessu að næsta sala í Íslandsbanka væri við það að hefjast. Seinasta sala var víst auðfenginn gróði.

Hafið þið skoðanir á þessari sölu?

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Þri 22. Mar 2022 19:25
af vesley
Ég er allavega á því að ríkið á ekki að eiga meira en einn banka.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Þri 22. Mar 2022 19:32
af Mazi
Verst að almúginn fær ekki að taka þátt í þessari útsölu

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Þri 22. Mar 2022 19:57
af Lexxinn
Mazi skrifaði:Verst að almúginn fær ekki að taka þátt í þessari útsölu


Væntanlega ekki - nú að koma hlutabréfunum út til "atvinnufjárfesta" svo þeir ríkari geti orðið enn ríkari þegar ÍSB fer að greiða arð. Alveg stórfáránlegt.

Sé engan veginn hvers vegna þetta er ekki opið fyrir alla, gæti verið banki landsmanna þar sem íbúar landsins ættu bankann en ekki vellauðugt fólk.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Þri 22. Mar 2022 20:07
af GuðjónR
Hvernig virkar það með arðgreiðslur?
Það er ekki búið að greiða arð fyrir 2021, þeir sem fá að kaupa núna fá þeir hluta af þeim arði eða miðast það við eigendastöðu áramóta?

Finnst þetta gerast svolítið hratt.

Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið...
Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars...
Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30...


https://www.visir.is/g/20222238614d/hlu ... iu-prosent

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Þri 22. Mar 2022 20:29
af rapport
Voðalega er þetta ógagnsætt og ljótt ferli.

Allir ættu að fá að kaupa og svo selja hægt og rólega til fjárfesta með gróða ef verð hækkar.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Þri 22. Mar 2022 20:32
af vesley
GuðjónR skrifaði:Hvernig virkar það með arðgreiðslur?
Það er ekki búið að greiða arð fyrir 2021, þeir sem fá að kaupa núna fá þeir hluta af þeim arði eða miðast það við eigendastöðu áramóta?

Finnst þetta gerast svolítið hratt.

Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið...
Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars...
Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30...


https://www.visir.is/g/20222238614d/hlu ... iu-prosent


Ansi viss að þú hagnast ekki á rekstrarári sem þú átt ekki í.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Þri 22. Mar 2022 23:59
af codemasterbleep
vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvernig virkar það með arðgreiðslur?
Það er ekki búið að greiða arð fyrir 2021, þeir sem fá að kaupa núna fá þeir hluta af þeim arði eða miðast það við eigendastöðu áramóta?

Finnst þetta gerast svolítið hratt.

Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið...
Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars...
Gert er ráð fyrir að niðurstöður söluferlisins verði tilkynntar á morgun fyrir opnun markaða klukkan 09:30...


https://www.visir.is/g/20222238614d/hlu ... iu-prosent


Ansi viss að þú hagnast ekki á rekstrarári sem þú átt ekki í.


Arður getur verið uppsafnaður hagnaður yfir mörg ár. Það má greiða arð til hluthafa þó svo að tap hafi verið á rekstri félagsins síðasta árið á undan, gefið að afkoma félagsins yfir lengra tímabil sé jákvæð.

Það virðist algerlega háð því með hvaða skilmálum hlutabréfin eru seld. Myndi alltaf veðja á að arður er greiddur til eigenda sem þýðir að handhafi hlutabréfanna hverju sinni er sá sem fær arðinn greiddan en ekki fyrri eigandi.

Hinsvegar ef félag gefur út aukið hlutafé þá setur það mögulega skilmála í söluna um að kaup feli ekki í sér tilkall til arfs fyrir undanfarið rekstrarár.


https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995002.html
Getið skoðað 12. kafla laganna, greinar 98 -104.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 09:10
af wicket
rapport skrifaði:Voðalega er þetta ógagnsætt og ljótt ferli.

Allir ættu að fá að kaupa og svo selja hægt og rólega til fjárfesta með gróða ef verð hækkar.


Hvorki ógagnsætt né ljótt. Þetta er bara endirinn á löngu ferli, ferli sem er mjög frábrugðið fyrri sölu því nú er selt til fagfjárfesta en ekki almennings. Það hefur verið lengi vitað að þetta væri að fara að gerast, og allir fagfjárfestar löngu upplýstir um að þau gætu meldað sig auk þess sem Bankasýslan leitaði til fjölda innlendra og erlendra aðila.

Íslandsbanki er líka skráður á markað og því strangar og miklar reglur sem gilda um svona hluti.

Feillinn í þessu öllu er að Bankasýslan hefði mátt passa að upplýsa almenning líka um stöðuna, en kannski gerðu þau það og fjölmiðlar klikkuðu. Þetta er bara PR klúður en ekki spilling eða fúsk.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 09:13
af GuðjónR
codemasterbleep skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvernig virkar það með arðgreiðslur?
Það er ekki búið að greiða arð fyrir 2021, þeir sem fá að kaupa núna fá þeir hluta af þeim arði eða miðast það við eigendastöðu áramóta?

Finnst þetta gerast svolítið hratt.


Myndi alltaf veðja á að arður er greiddur til eigenda sem þýðir að handhafi hlutabréfanna hverju sinni er sá sem fær arðinn greiddan en ekki fyrri eigandi.

Mér finnst þetta segja all sem segja þarf, ekki nóg með að bankinn sé auglýstur til sölu seinni partinn í gær og frágengið 2 tímum síðar á gengi sem er undir markaðssgengi heldur er því væntanlega stillt þannig upp að verðandi eigendur geti notað uppsafnaðan arð til að greiða fyrir bréfin í bankanum.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 09:23
af Daz
GuðjónR skrifaði:
...
væntanlega stillt þannig upp að verðandi eigendur geti notað uppsafnaðan arð til að greiða fyrir bréfin í bankanum.

Miðað við að væntar arðgreiðslur eru ca 6 kr per hlut og sölugengið í þessu nýja útboði er 117 kr per hlut, þá efast ég um að einhver slíkur gjörningur hafi úrslitaáhrif.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 09:55
af sverrirgu
Þú hefðir þurft að eiga bréfin fyrir 18. mars sl. til að fá greiddan arðinn fyrir hagnað síðasta árs.
https://cdn.islandsbanki.is/image/upload/v1/documents/Nidurstodur-adalfundar-islandsbanka-hf-2022.pdf

isb.png
isb.png (31.21 KiB) Skoðað 9814 sinnum


Svo "leiðréttir" markaðurinn sig með því að lækka gengi hlutabréfanna sem nemur arðgreiðslunni strax í framhaldi af því þar sem það er þá búið að "greiða" hana út úr virði hlutabréfanna.
https://www.landsbankinn.is/markadir/hlutabref/isb

gengi.png
gengi.png (18.74 KiB) Skoðað 9814 sinnum

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 10:10
af GuðjónR
sverrirgu skrifaði:Þú hefðir þurft að eiga bréfin fyrir 18. mars sl. til að fá greiddan arðinn fyrir hagnað síðasta árs.
https://cdn.islandsbanki.is/image/upload/v1/documents/Nidurstodur-adalfundar-islandsbanka-hf-2022.pdf

isb.png

Svo "leiðréttir" markaðurinn sig með því að lækka gengi hlutabréfanna sem nemur arðgreiðslunni strax í framhaldi af því þar sem það er þá búið að "greiða" hana út úr virði hlutabréfanna.
https://www.landsbankinn.is/markadir/hlutabref/isb

gengi.png


Er það alveg sjálfgefið að gengið lækki strax um arðgreiðsluna?
Hef heyrt að ISB eigi feita sjóði í uppsöfnuðum arði og það væri verið að bíða með að greiða það út þangað til bankinn væri að fullu einkavæddur.
Ef þeir moka út sjóðum í formi arðgreiðsla verður þá verðfall á bréfunum? Heldur gengið sér ekki þar sem banki er ekkert annað en peningavél fyrir hluthafana.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 11:29
af sverrirgu
GuðjónR skrifaði:Er það alveg sjálfgefið að gengið lækki strax um arðgreiðsluna?
Hef heyrt að ISB eigi feita sjóði í uppsöfnuðum arði og það væri verið að bíða með að greiða það út þangað til bankinn væri að fullu einkavæddur.
Ef þeir moka út sjóðum í formi arðgreiðsla verður þá verðfall á bréfunum? Heldur gengið sér ekki þar sem banki er ekkert annað en peningavél fyrir hluthafana.

Ef þú kaupir hlutabréfið í gær þá færðu 10 kr fyrir hvert bréf greiddan í arð, ef þú kaupir það í dag þá færðu ekki greiddar þessar 10 kr í arð.
Ertu tilbúinn að greiða það sama fyrir bréfin í dag og í gær?

Markaðurinn er ekki til í það en sjálfsagt væri hægt að finna einhver frávik.

Fyrir hvert hlutabréf í Íslandsbanka þá verða greiddar tæplega 6 krónur í arð, þannig að gróflega á skotið þá er það ca. 49.000 kr fyrir hverja milljón miðað við gengið 122 á hlut. Fólk sem á peninga í tugum eða hundruðum milljóna er eflaust að ávaxta þá betur en það á einhverjum góðum stað þó kannski megi líta á þetta sem "easy money".

Þú getur skoðað eigur bankans í ársreikningum hans.
Þetta eru stærstu eigendur Íslandsbanka í dag.

hluthafar.png
hluthafar.png (31.7 KiB) Skoðað 9734 sinnum

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 11:32
af Peacock12
Það væri áhugavert ef ríkiseignir væru seldar á „réttan“ hátt:
T.d. allar lögpersonur/allir sem skila inn skattaskýrslu fá sitt hlutfall. Segjum að það séu 150.000 sem skila inn skattaskýrslu (alveg óháð hvort þeir skuldi skatt eða fái endurgreitt – það eitt að skila inn er miði…) og þetta er 22,5% sem er verið að selja. Þá er það 22,5% / 150000 = 0,00015% hlut sem hver fær.
Hljómar ekki mikið… en miðað við viðmiðunarverð þá er þetta tæpar 8 millur á mann miðað við að þessi 22,5% eru metin á 52,7 milljarða.

Þú ræður hvort þú selur (og borgar fjármagnstekjuskatt, lækka bætur, lífeyrir… og þannig fær Ríkið slatta tilbaka) eða átt þetta áfram og þá með bankann í dreifðri eign landsmanna. Væri t.d. mögulegt að leyfa mönnum að greiða niður húsnæðislán skattfrjálst og þannig stórbæta skuldastöðu heimilanna.
Örugglega milljón gallar við þessa hugmynd. Örugglega milljón kostir líka. Jafnvel tæpir átta milljón…

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 12:08
af jericho
Ég bara skil þetta ekki. Bankarnir eru gullnámur. Hafa skilað hagnaði hvert ár frá hruni. Af hverju ætti nokkur að vilja selja slíka gullhænu? Meirihluti almennings er á móti sölunni og er jákvæður fyrir því að ríkið eigi banka.

Getur einhver útskýrt þetta á mannamáli fyrir mér?

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 12:16
af vesley
jericho skrifaði:Ég bara skil þetta ekki. Bankarnir eru gullnámur. Hafa skilað hagnaði hvert ár frá hruni. Af hverju ætti nokkur að vilja selja slíka gullhænu? Meirihluti almennings er á móti sölunni og er jákvæður fyrir því að ríkið eigi banka.

Getur einhver útskýrt þetta á mannamáli fyrir mér?


Bankinn á í meira en einum banka.
Eru með 98,2% hlut í Landsbankanum sem dæmi.

Ríkið á aldrei að eiga í fyrirtækjum sem gæti verið í samkeppni við hvort annað. T.d. Að eiga hlut í 2-3 bönkum.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 12:34
af urban
jericho skrifaði:Ég bara skil þetta ekki. Bankarnir eru gullnámur. Hafa skilað hagnaði hvert ár frá hruni. Af hverju ætti nokkur að vilja selja slíka gullhænu? Meirihluti almennings er á móti sölunni og er jákvæður fyrir því að ríkið eigi banka.

Getur einhver útskýrt þetta á mannamáli fyrir mér?



Frá hruni er keyword þarna.
Það er örstutt frá hruni, hrunið er rétt að komast á fermingaraldur.

vissuelga skila þeir hagnaði núna en þetta er samt sem áður áhættufjárfesting.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 13:20
af rapport
vesley skrifaði:Ríkið á aldrei að eiga í fyrirtækjum sem gæti verið í samkeppni við hvort annað. T.d. Að eiga hlut í 2-3 bönkum.


Af hverju ekki?

En, aftur... lélegur árangur... ríkið haft að fífli...
https://kjarninn.is/skyring/alls-225-pr ... afslaetti/

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 13:36
af GuðjónR
Peacock12 skrifaði:Það væri áhugavert ef ríkiseignir væru seldar á „réttan“ hátt:
T.d. allar lögpersonur/allir sem skila inn skattaskýrslu fá sitt hlutfall. Segjum að það séu 150.000 sem skila inn skattaskýrslu (alveg óháð hvort þeir skuldi skatt eða fái endurgreitt – það eitt að skila inn er miði…) og þetta er 22,5% sem er verið að selja. Þá er það 22,5% / 150000 = 0,00015% hlut sem hver fær.
Hljómar ekki mikið… en miðað við viðmiðunarverð þá er þetta tæpar 8 millur á mann miðað við að þessi 22,5% eru metin á 52,7 milljarða.

Þú ræður hvort þú selur (og borgar fjármagnstekjuskatt, lækka bætur, lífeyrir… og þannig fær Ríkið slatta tilbaka) eða átt þetta áfram og þá með bankann í dreifðri eign landsmanna. Væri t.d. mögulegt að leyfa mönnum að greiða niður húsnæðislán skattfrjálst og þannig stórbæta skuldastöðu heimilanna.
Örugglega milljón gallar við þessa hugmynd. Örugglega milljón kostir líka. Jafnvel tæpir átta milljón…

Gallinn við þessa hugmynd er sú að BB gæti ekki stolið bankanum.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mið 23. Mar 2022 13:43
af Peacock12
Jújú - Flokksskírteini tryggði þrefallt vægi....

Grínlaust - þessi hugmynd ætti líka að gilda fyrir kvótann sem er kallaður "sameign okkar" nema þegar kemur að úthlutun. Þannig gæti Samherji (eða hver sem er) keypt af mér minn hlut næstu 10 ár gegn eingreiðslu eða ég haldið mínum hlut á Ytraskeri eða hvaða afbala ég er að reyna að halda í byggð.

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Þri 29. Mar 2022 09:32
af GuðjónR
:)

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mán 26. Jún 2023 14:28
af rapport
GuðjónR skrifaði::)


Þetta virðist hafa verið nákvæmlega svona...

https://www.dv.is/frettir/2023/6/26/afe ... ykkur-dag/

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mán 26. Jún 2023 16:12
af GuðjónR
rapport skrifaði:
GuðjónR skrifaði::)


Þetta virðist hafa verið nákvæmlega svona...

https://www.dv.is/frettir/2023/6/26/afe ... ykkur-dag/

Þetta var svo fyrirsjáanlegt. :(

Re: Íslandsbanki - sala ríkisins

Sent: Mán 26. Jún 2023 17:47
af rapport
Nákvæmlega sama besserwenner aðferð virðist notuð til að úthluta öðrum auðlindum þjóðarinnar sbr. kvótakerfið.