Síða 1 af 2
Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 03. Mar 2022 16:52
af jardel
Ég get viðurkennt það að ég hef ekki farið erlendis síðustu 3 árin. Mér er farið að hlakka mikið til að ferðast aftur.
Ég er búinn að versla mér núna flugmiða til tenerife í gegnum
https://masterflightdeals.com/Hvernig er það hjá ykkur.
Hafið þið.farið erlendis síðan covid skall á?
Hvernig virkar þetta t.d slepp ég með 2 sprautur allstaðar eða verð ég að vera búinn að fara í 3 sprautur?
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 03. Mar 2022 17:05
af appel
Já, til suðurskautslandsins, öruggasti staðurinn í heiminum akkúrat núna.
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 03. Mar 2022 17:11
af jardel
appel skrifaði:Já, til suðurskautslandsins, öruggasti staðurinn í heiminum akkúrat núna.
haha góður suðurskautslandið er a.m.k mjög langt frá úkrainu.
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 03. Mar 2022 18:02
af mikkimás
Svona grínlaust er lítið mál að ferðast til suðurskautsins.
Það eru fyrirtæki sem skipuleggja náttúruferðir á tiltekinn skaga þar.
Annað mál að setjast þar að...
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 03. Mar 2022 18:49
af Mossi__
appel skrifaði:Já, til suðurskautslandsins, öruggasti staðurinn í heiminum akkúrat núna.
Ætli það verði þa ekki einmitt fyrsti staðurinn sem Pútín mun sprengja?
Bara til að vera dick.
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 03. Mar 2022 19:10
af urban
fór til Gíbraltar í nóvember (ásamt spáni, þar með talið sá hluti spánar sem að er í Afríku (Ceuta)
Á miða til Belgíu í sumar, þar verður farið á Rock Werchter.
Hvað þarf til að ferðast til hinna og þessa landa er vonlaust að segja í stuttu máli og er mismunandi eftir löndum, maður verður bara að fletta upp reglum sem að eiga við um hvert land fyrir sig þegar að maður ferðast.
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 03. Mar 2022 19:36
af agnarkb
Heldur betur. Planið er Grikkland í sumar og Ameríka í haust - konsert og kósíheit á báðum stöðum.
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 03. Mar 2022 22:50
af nonesenze
Tene eftir 2 vikur. Annars farið til canada í faraldrinum og það varð að passa uppá að hafa öll öpp og pappíra sem ég vona að sé nokkurn vegin búið
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fös 04. Mar 2022 11:29
af J1nX
Tæplega 3ja vikna golfferð til Spánar í lok apríl og svo vikuferð til Króatíu á Ultra tónlistarhátíðina í Júlí, hef ekki farið út síðan covid byrjaði þannig ég hlakka mikið til
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fös 04. Mar 2022 12:09
af GuðjónR
Nei ekkert ferðastuð...
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fös 04. Mar 2022 12:16
af ZiRiuS
Sparaði allt sumarfríið mitt í fyrra og ætla nota það núna í lok mars til að fara í 3gja vikna ferð til Filippseyja
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fös 04. Mar 2022 14:35
af vesley
Ein ferð með fjölskylduna bókuð í sumar, klassísk sólarlandaferð.
Giska að það verði svo 2-3 styttri ferðir tengdar vinnu.
Hef ekkert farið síðan Covid byrjaði.
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fös 04. Mar 2022 16:12
af jonsig
Fara til Þýskalands útaf vinnunni örugglega í mánuð.
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fös 04. Mar 2022 19:37
af DaRKSTaR
Hef farið 2x út í covid, er að fara til tene í maí, örugglega aðra ferð í sumar
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fös 04. Mar 2022 19:57
af joker
Nýkominn frá Spáni. Læt það duga fram á haustið þá er það Tene
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fös 04. Mar 2022 23:36
af hfwf
Líklega til USA í haust, sjáum til hvernig veðrar.
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fös 04. Mar 2022 23:38
af Dúlli
Er að skella mér til Tælands í sjálfboðastarf í 2x vikur og síðan Rammstein tónleikar með X-inu
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Lau 05. Mar 2022 12:04
af jardel
Er það ekki rétt hjá mér að það er nóg að vera búinn að fá 2 sprautur til þess að geta ferðast til spánar?
Er ekki séns á að það breytist og fólk verði krafið um að fara í 3 sprautur?
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Lau 05. Mar 2022 12:08
af depill
jardel skrifaði:Er það ekki rétt hjá mér að það er nóg að vera búinn að fá 2 sprautur til þess að geta ferðast til spánar?
Er ekki séns á að það breytist og fólk verði krafið um að fara í 3 sprautur?
9 mánuðir frá síðustu bólusetningu. Algengt í Evrópu. Ekki fjöldi heldur lengd frá Sprautu. Einföld Janssen er reyndar á flestum stöðum líka dottin út.
Svo ef þú fékkstu 2 bólusetningu fyrir 5. Júní ( miðað við í dag ) þarftu booster ( og svo bíða í 14 daga ) -
https://www.spth.gob.es/faq?tab=2
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Lau 05. Mar 2022 13:06
af jardel
depill skrifaði:jardel skrifaði:Er það ekki rétt hjá mér að það er nóg að vera búinn að fá 2 sprautur til þess að geta ferðast til spánar?
Er ekki séns á að það breytist og fólk verði krafið um að fara í 3 sprautur?
9 mánuðir frá síðustu bólusetningu. Algengt í Evrópu. Ekki fjöldi heldur lengd frá Sprautu. Einföld Janssen er reyndar á flestum stöðum líka dottin út.
Svo ef þú fékkstu 2 bólusetningu fyrir 5. Júní ( miðað við í dag ) þarftu booster ( og svo bíða í 14 daga ) -
https://www.spth.gob.es/faq?tab=2
Þakka fyrir gott svar.
En segjum sem svo viðkomandi sem hefur t.d fengið 2 sprautur og einnig greinst með covid19 sjúkdóminn þarf viðkomandi líka að fara í fleiri sprautur?
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Lau 05. Mar 2022 13:29
af danniornsmarason
Það sem mér langar til tenerif eða eitthvað slíkt! 10 ár síðan ég fór síðast í sólalandarferð þannig ég veit ekkert hvert eða hvaða hótel væri sniðugt.
Þið sem farið reglulega, með hverju mælið þið? væri helst til í hótel með öllu inniföldu en ekkert endilega eitthvað svaka lúxus hótel (þó kostur ef það er á MJÖG góðu verði
)
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Lau 05. Mar 2022 14:53
af depill
jardel skrifaði:depill skrifaði:jardel skrifaði:Er það ekki rétt hjá mér að það er nóg að vera búinn að fá 2 sprautur til þess að geta ferðast til spánar?
Er ekki séns á að það breytist og fólk verði krafið um að fara í 3 sprautur?
9 mánuðir frá síðustu bólusetningu. Algengt í Evrópu. Ekki fjöldi heldur lengd frá Sprautu. Einföld Janssen er reyndar á flestum stöðum líka dottin út.
Svo ef þú fékkstu 2 bólusetningu fyrir 5. Júní ( miðað við í dag ) þarftu booster ( og svo bíða í 14 daga ) -
https://www.spth.gob.es/faq?tab=2
Þakka fyrir gott svar.
En segjum sem svo viðkomandi sem hefur t.d fengið 2 sprautur og einnig greinst með covid19 sjúkdóminn þarf viðkomandi líka að fara í fleiri sprautur?
Hafandi fengið 3 sprautur + covid var ég einmitt að hugsa um þetta + ég er enn að greinast þrátt fyrir ða hafa fengið fyrir 4 vikum síðan ( ekki veikur, bara jákvæður ). Recovery er gilt í 180 daga á Spáni t.d. 90 daga í Bandaríkjunum þannig þetta er bara svona variance. Svo eru þessar reglur að breytast ágætlega fljótt.
Svo auðvita er hægt að fara í sóttkví í flestum löndum í staðinn.
Ég kom nýlega frá Austurríki og Þýskalandi þar sem ég þurfti að sína covid passann minn í sífellu og var í Sviþjóð í Desember þar sem var akkurat ekki neitt. Þannig athuga reglunar í hvert skipti
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Mið 09. Mar 2022 20:55
af jardel
depill skrifaði:jardel skrifaði:depill skrifaði:jardel skrifaði:Er það ekki rétt hjá mér að það er nóg að vera búinn að fá 2 sprautur til þess að geta ferðast til spánar?
Er ekki séns á að það breytist og fólk verði krafið um að fara í 3 sprautur?
9 mánuðir frá síðustu bólusetningu. Algengt í Evrópu. Ekki fjöldi heldur lengd frá Sprautu. Einföld Janssen er reyndar á flestum stöðum líka dottin út.
Svo ef þú fékkstu 2 bólusetningu fyrir 5. Júní ( miðað við í dag ) þarftu booster ( og svo bíða í 14 daga ) -
https://www.spth.gob.es/faq?tab=2
Þakka fyrir gott svar.
En segjum sem svo viðkomandi sem hefur t.d fengið 2 sprautur og einnig greinst með covid19 sjúkdóminn þarf viðkomandi líka að fara í fleiri sprautur?
Hafandi fengið 3 sprautur + covid var ég einmitt að hugsa um þetta + ég er enn að greinast þrátt fyrir ða hafa fengið fyrir 4 vikum síðan ( ekki veikur, bara jákvæður ). Recovery er gilt í 180 daga á Spáni t.d. 90 daga í Bandaríkjunum þannig þetta er bara svona variance. Svo eru þessar reglur að breytast ágætlega fljótt.
Svo auðvita er hægt að fara í sóttkví í flestum löndum í staðinn.
Ég kom nýlega frá Austurríki og Þýskalandi þar sem ég þurfti að sína covid passann minn í sífellu og var í Sviþjóð í Desember þar sem var akkurat ekki neitt. Þannig athuga reglunar í hvert skipti
Já ég vil helst sleppa við sótthví. fékk sprautu nr 2 í september sl og covid núna í febrúar. Ég er búinn að bóka 2 ferðir þetta árið. Til Tenerife og Möltu.
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 10. Mar 2022 02:02
af Bengal
Við erum búin að line-a upp fjórum utanlandsferðum - svo að jú við erum eitthvað spennt að fara ferðast aftur
Re: Er kominn einhver ferðahugur í ykkur?
Sent: Fim 10. Mar 2022 07:34
af Climbatiz
hef aldrei ferðast eins mikið og þennan tíma sem Covid er búið að vera í gangi, var um 7 mánuði úti veturinn 2020-2021, unvaccinated og mestmegnis í lockdown allann tímann, fór samt alveg út að skemmta mér stundum, en var bara varkár með sóttvarnir, hef ekki enn fengið cóvid afaik, er nú 3 bólusettur, fékk sú þriðju 2 dögum áður en ég fór út aftur, ég er samt ekkert í neinni þannig séð skemmtiferð úti só veit eiginlega ekki hversu hættulegt það er að fara út einsog ég er að gera, samkvæmt tölunum á Íslandi og hér í grikklandi er smittíðnin 5x hærri á Íslandi en hérna, þannig mér finnst ég vera nánast meira safe hérna heldur en heima :Þ