Ég er hér með einn flakkara með 3.5" disk sata sem hefur verið lengi til vandræða.
svo ég er að spá hvað er getur verið að honum. Málið er þannig að ég hef átt hann í nokkur ár og frá upphafi hefur hann verið með þetta vandamál.
Þegar t.d windows uppfærði sig og slökkti á tölvunni þá kom flakkarinn aldrei inn (eins og ég er vanur að flakkarar geri, var með aðra usb tengda flakkara og þeir komu allir inn en ekki þessi. Það varð til þess að ég breytti stillingum þannig að windows myndi aldrei uppfæra sig (þar sem ég er ekki alltaf heima).
Nú var ég að fá nýja tölvu og eftir að hann hefur verið tengdur tölvunni í svona hálftíma þá dettur hann út og kemur texti um "one of your usb connection..... mailfunctioned.
Einhver sem veit gæti þetta verið hýsingin sem er svona slæm ætti ég að fara út og kaupa aðra hýsingu eða er þetta sjálfur harði diskurinn?
Einhver sem veit eða gæti hjálpað mér þetta?
fyrirfram þökk og kær kv
Harður Diskur í hýsingu
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 986
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Harður Diskur í hýsingu
Ég hef lent í því með Icybox flakkara að SATA tengið snéri öfugt m.v. legu harða disksins í boxinu og það var ekki nógu mikið pláss svo tengið lá alltaf við botninn (botninn ýtti því upp) og endaði á að brjóta SATA tengið, sá flakkari var einmitt svolítið eftir geðþótta hvort hann tengdist eða hélst tengdur.
Hefur þú prófað að setja harða diskinn beint í tölvuna og beint í SATA tengingu og power frá tölvunni ?
Hefur þú prófað að setja harða diskinn beint í tölvuna og beint í SATA tengingu og power frá tölvunni ?
Hlynur
-
- Gúrú
- Póstar: 510
- Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
- Reputation: 163
- Staðsetning: 105
- Staða: Ótengdur
Re: Harður Diskur í hýsingu
Þetta getur hæglega verið bilun í USB <-> SATA breytunni í hýsingunni. USB kapallinn gæti verið bilaður, aflgjafi hýsingarinnar gæti verið bilaður, USB á móðurborði gæti verið bilað. Stundum eru bilanir eitthvað sem manni datt aldrei í hug ... fyrr en eftirá.
Byrjaðu á að tengja diskinn sjálfann beint í SATA. Ef þá er allt í lagi, gæturðu prófað að tengja svipað tæki við tölvuna með USB kaplinum sem þú notaðir þegar bilun gerði vart við sig, ...
Skref fyrir skref, þrengja að biluninni...
Byrjaðu á að tengja diskinn sjálfann beint í SATA. Ef þá er allt í lagi, gæturðu prófað að tengja svipað tæki við tölvuna með USB kaplinum sem þú notaðir þegar bilun gerði vart við sig, ...
Skref fyrir skref, þrengja að biluninni...