Síða 1 af 1

DAKAR 2022 ????

Sent: Sun 23. Jan 2022 00:03
af Verisan
DAKAR 2022 ????
Formerly known as the "Paris–Dakar Rally"

Er virkilega enginn áhugi á Dakar hér á landi? ](*,)
Hef "varla" fundið einn staf af umfjöllun um þetta sögufræga Rally á íslenskum fréttamiðlum.

Áhugi minn vaknaði á þessu æðislega Rally ca. 87' þegar Ari Vatanen
og Juha Kankkunen voru að vinna allt fyrir Peugeot 87' til 91'
https://en.wikipedia.org/wiki/Dakar_Rally

Þetta var allt svo framandi, sandstormar, flóð, mannrán, bílastuldir og fleira, svo er landslagið alveg sér kapituli útaf fyrir sig.

Svo ekki sé minnst á "Herra Dakar" sjálfan Stephane Peterhansel, með 14 sigra samanlagt, bæði á mótorhjólum og bílum.
https://en.wikipedia.org/wiki/St%C3%A9phane_Peterhansel

Seinna meir, fóru frægir Rallykappar að leita á næstu mið.
Carlos Sainz
Sebastien Loeb, og fleiri.

Hver kannast ekki við Jutta Kleinschmidt (var með í fjölda Top Gear þáttum)
Nani Roma - 2 sigra KTM og Mini.
Giniel de Villiers - Vann 2009
Nasser Al-Attiyah - Byrjaði 2004 og er búinn að vinna keppnina 4 sinnum, og er einn af þeim bestu.
Jean-Louis Schlesser - (samnefnari með Buggy bílunum) frá því í gamla daga.
Robby Gordon - Sem kom svo skemmtilega inn, á Hummer H3 og var alltaf í botni.
Terranova
Cyril Despres
Marc Coma
Sam Sunderland
Toby Price
Og fleiri og fleiri.

Þeir sem hafa áhuga á að sjá hvernig þetta fór, þá ætla ég að leyfa mér að setja link hérna inn, þar sem hægt er að sjá hvernig þetta fór.
Fyrir þá sem hafa áhuga. =D>

https://www.reddit.com/r/MotorsportsRep ... _coverage/

Re: DAKAR 2022 ????

Sent: Sun 23. Jan 2022 00:11
af SolidFeather
Mynd

Re: DAKAR 2022 ????

Sent: Sun 23. Jan 2022 00:40
af Verisan
Snillingur.
Þetta myndskeið minnir mig á þegar við vorum að hringja heim, þegar við vorum staddir á Vatnajökli í gamla daga. (ef það náðist samband)
Já ég er GAMALL.

Re: DAKAR 2022 ????

Sent: Sun 23. Jan 2022 00:44
af urban
Þú ert ekki að fylgjast með réttum miðlum :)
Því miður eru fréttasíðurnar alveg gersamlega steindauðar um Dakar EN...
Þau á https://www.bilablogg.is/ hafa aðeins fjallað um það :)

Fyrir utan að þar er náttúrulega einn skemmtilegasti penni landsins, hún Malín Brand

sjálfur var ég að fylgjast með þessu á youtube rásunum hjá Dakar annars vegar og Red Bull Rally (þar fær maður að fylgjast með snarrugluðu áströlunum, aðalega Toby Price eðlileg) hins vegar að stærstum hluta, en þó alltaf reglulega öðrum inná milli.


Þetta er síðan besta moment allra tíma frá Dakar.
Þetta með að negla á 10 tonna trukk fram úr rallý bíl á bókstaflega þriðja hundraðinu, það er ROSALEGT.
Já og þetta er ekkert bara einhver á rallý bílnum, þetta er Ari Vatanen sjálfur ef að ég man rétt (horfði á þetta á sínum tíma, verandi ca 7 ára)


Malle Moto *eða "Original by Motul" einsog það heitir núna er síðan hreinasta afurð mótorsports sem að til er.
Lyndon Poskitt er síðan gæji sem að tók þetta enn lengra fyrir nokkrum árum, hann laggði af stað á hjólinu sínu og hjólaði á staðinn, reyndar með smá viðkomu hingað og þangað um heiminn í hinum og þessum keppnum.

Var ef að ég man rétt í Ástralíu þegar að hann ákvað að hjóla til Suður Ameríku þar sem að Dakar var 2017


Ég einmitt byrjaði að fylgjast með Dakar í eldgamla daga, þegar að maður sá þetta á eurosport, einhvern tíman í krinum 88 - 92
Datt síðan aðeins útúr því en fór að fylgjast aftur með í kringum 2005 ca og aðeins fylgst með þessu öll árin síðan þá.
Núna í ár var ég húkkt :)

Alveg stórkostlegt concept á bak við þessa keppni.