Síða 1 af 1
Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Lau 15. Jan 2022 18:10
af jonfr1900
Snemma í morgun að íslenskum tíma. Þá sprakk eldstöðin
Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í loft upp. Þetta er líklega stærsta eldgos á 21 öldinni það sem af er.
Samkvæmt fréttum þá heyrðist sprengingin í Alaska sem er í um 9300 km fjarlægð. Þetta þýðir að sprengingin heyrðist á rúmlega 50% af yfirborði Jarðar. Það eru hafnarbylgjur viðvarnir í gildi núna fyrir stór svæði í Kyrrahafinu vegna þessar sprengingar. Flóðbylgjur með stærðina ~1 metri skullu á Tonga og öðrum nálægum eyjum.
Get away from shore: US and Japan warn on tsunami (BBC News)
Tsunami advisory in effect for US as waves hit Tonga following volcanic eruption (CNN.com)
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Lau 15. Jan 2022 20:08
af GuðjónR
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Lau 15. Jan 2022 20:28
af jonfr1900
Ég veit ekki. Þetta er búið að vera í fréttum í allan dag á erlendum miðlum og einnig á Rúv síðan í morgun (frekar stuttar fréttir þar).
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Lau 15. Jan 2022 21:26
af jonfr1900
Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofunni setti þessa mynd á Twitter hjá sér
hérna. Þetta er höggbylgjan af sprengunni sem varð í Hunga Tonga-Hunga Ha'apai snemma í morgun.
- 271952453_10159311132161328_4046583459920193267_n.jpg (272.3 KiB) Skoðað 2647 sinnum
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Lau 15. Jan 2022 21:54
af jonfr1900
Hérna eru veðursgögn mælingar sem sýna breytingar á loftþrýstingi. Þessi mynd er fengin frá Trausta Jónssyni
hérna. Trausti fjallar um myndina
hérna á vefsíðu sem hann er með.
- FJLFPhpWQAAbUqD.jpg (59.11 KiB) Skoðað 2618 sinnum
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 00:02
af jonfr1900
Hérna er hægt að heyra hvernig sprengingin hljómaði í 1000 km fjarlægð í Fiji eyjum.
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 00:02
af appel
KABÚÚÚÚMMMMMMM!
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 00:07
af jonfr1900
Sprengingin í eldstöðinni lagði allt internet samband við Tonga í rúst og það er að ég held ekkert internet samband við Tonga ennþá. Sjá
hérna.
Hérna er annað myndband með hljóð af sprengingunni. Þetta myndband er víst tekið í Tonga áður en internetið datt út og þá er fjarlægðin rétt um 65 km frá sprengingunni. Textinn í upprunalega tweetinu er víst rangur.
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 00:32
af jonfr1900
Hérna eru fyrir og eftir myndir af eyjunni sem er toppurinn á eldstöðinni sem sprakk í loft upp.
Fyrir eldgosið.
- FJK8WZrX0Agdl_o.jpg (2.84 MiB) Skoðað 2503 sinnum
Eftir eldgosið.
- FJK8YgnWQAUo2Yf.jpg (2.57 MiB) Skoðað 2503 sinnum
Öskuskýið séð úr geimnum.
- FJK4O1VUcAEQhDh.jpg (459.96 KiB) Skoðað 2503 sinnum
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 03:38
af jonfr1900
Flóðbylgjan náði víst til Karabíska hafið fyrir einhverjum klukkutímum síðan. Það þýðir að hugsanlega hafi flóðbylgjan hafi náð til Íslands í litlum mæli fyrir einhverju síðan en ég veit ekki hvort að það eru einhverjar mælingar af slíku á Íslandi.
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 12:47
af zetor
jonfr1900 skrifaði:Flóðbylgjan náði víst til Karabíska hafið fyrir einhverjum klukkutímum síðan. Það þýðir að hugsanlega hafi flóðbylgjan hafi náð til Íslands í litlum mæli fyrir einhverju síðan en ég veit ekki hvort að það eru einhverjar mælingar af slíku á Íslandi.
Það náði að vesturströndum Karabíu. Að það hafði náð til Karabíska hafsins og svo Íslands er nokkur fjarstæða.
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 17:03
af playman
jonfr1900 skrifaði:Hérna er annað myndband með hljóð af sprengingunni. Þetta myndband er víst tekið í Tonga áður en internetið datt út og þá er fjarlægðin rétt um 65 km frá sprengingunni. Textinn í upprunalega tweetinu er víst rangur.
Hérna er upprunalega myndbandið.
https://www.facebook.com/groups/1470392 ... 824139349/
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 17:24
af jonfr1900
Seinni þrýstibylgjan af sprengingunni náð til Íslands um klukkan 05:00 í nótt eftir að hafa ferðast yfir Jörðina hina leiðina til Íslands.
Sú fjarlægð er að ég held helmingi lengri en þegar þrýstibylgjan náði til Íslands þegar hún fór yfir norðurpólinn.
- grjot-16-01-2022 at 0611utc.png (729.33 KiB) Skoðað 2186 sinnum
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 17:59
af mikkimás
Farðu inn á Google Earth og tjékkaðu á fjarlægðinni á milli Íslands og Tonga og landslagið sem fljóðbylgja þarf að fara yfir til að ná alla þessa leið.
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 21:39
af jonfr1900
zetor skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Flóðbylgjan náði víst til Karabíska hafið fyrir einhverjum klukkutímum síðan. Það þýðir að hugsanlega hafi flóðbylgjan hafi náð til Íslands í litlum mæli fyrir einhverju síðan en ég veit ekki hvort að það eru einhverjar mælingar af slíku á Íslandi.
Það náði að vesturströndum Karabíu. Að það hafði náð til Karabíska hafsins og svo Íslands er nokkur fjarstæða.
Þetta er frá sérfræðingi í þessum fræðum. Flóðbylgjan sem hefur náð til Íslands hefur ekki verið stór. Þar sem mjög líklegt er að þessi bylgja hafi náð til Íslands.
- tusnami wave - Puerto Rico - Twitter - 16-01-2022.png (216.77 KiB) Skoðað 2064 sinnum
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 21:45
af mikkimás
Þessi sérfræðingur er ekki að segja að flóðbylgjan hafi náð til Puerto Rico frekar en Íslands:
Meteotsunamis are generated when rapid changes in barometric pressure cause the displacement of a body of water.
https://en.wikipedia.org/wiki/MeteotsunamiÞetta eru tveir mismunandi hlutir.
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Sun 16. Jan 2022 21:56
af emil40
er þetta mælt eins og venjulegir jarðskjálftar eða er önnur mælieining ? Ef það er sama hvað er þetta þá stórt á richter ?
Samkvæmt þessu hafa bara orðið 5 skjálftar 9 eða meira
https://earthobservatory.sg/faq-on-eart ... an%20plate.
Re: Eldstöðin Hunga Tonga-Hunga Ha'apai í Kyrrahafi sprakk í loft upp
Sent: Mán 17. Jan 2022 01:45
af jonfr1900
Eldgosið er mælt með VEI skala. Það munu líða margir mánuðir þangað til að það verður orðið ljóst hversu stórt þetta eldgos var. Þar sem það er ennþá í gangi
og núna í kvöld (17-Janúar-2022) var tilkynnt um að aftur væri hafið stór eldgos þarna eftir sprenginguna þann 15-Janúar.*
* Þetta voru víst rangar fréttir sem fóru af stað í fréttamiðlum heimsins. Það hefur lítið breyst þarna síðsta sólarhringinn eftir stóru sprenginguna.
https://en.wikipedia.org/wiki/Volcanic_ ... vity_Index