Komast hjá njósnum stóru miðlanna - hvernig?
Sent: Fös 29. Okt 2021 13:43
Mig langar til þess að vita hvort það sé einhver leið (án þess að hætta alveg á þeim) til að komast framhjá þessum persónunjósnum sem stóru miðlarnir facebook, google, youtube o.s.frv. stunda. Maður kannski leitar að golfkylfu á Google og þá birtast endalausar auglýsingar um golf og kylfur á Facebook. Finnst þetta dáldið óhugnanlegt hvað þetta virðist allt vera orðið samtengt og vita mikið um mann.