Farsíminn mun virka allstaðar fljótlega (verður líklega dýrt)
Sent: Mið 29. Sep 2021 21:06
Það er kominn fram ný tækni sem leyfir að farsíminn virki hvar sem er ef það eru ekki neinar landstöðvar nálægt. Þetta er gert með gervihnöttum í lágri sporbraut um Jörðu. Hvernig þetta virkar veit ég ekki og það er ekki gefið upp hvaða tíðni er notuð en ég get ímyndað mér að þetta þurfi að eiga við leyfisvandamál á þeim tíðnisviðum sem farsímar nota og eru allstaðar í mikilli notkun. Það kemur einnig ekki fram hvaða tækni er notuð en ég reikna með að þetta sé takmarkað við 2G mögulega. Kannski 4G?.
Lynk demos global satellite connection for ordinary phones and prepares for commercial launch
Lynk demos global satellite connection for ordinary phones and prepares for commercial launch