Síða 1 af 1
ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Mið 22. Sep 2021 17:41
af emil40
hvort mynduð þið ætla að ljósleiðarinn eða 5g sé hraðvirkára sem heimamenn. Núna er hægt að fá 5g hérna í reykjanesbæ í gegnum nova.
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Mið 22. Sep 2021 17:46
af arons4
Ljósleiðarinn er miklu stabílli og hraðari.
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Mið 22. Sep 2021 18:23
af dori
Ef það er í boði þá er alltaf betra að vera með ljósleiðara. 5G er samt flott gæði og getur vel uppfyllt þarfirnar sem fólk gerir til heimatengingar og ef svo er þá geturðu farið að skoða samanburð á kostnaði og annað slíkt (til dæmis er ótakmarkað net ~1000 kr. ódýrara en ljósleiðari hjá Nova skv. verðskrá á nova.is).
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Mið 22. Sep 2021 19:21
af Gemini
Hef verið með 5g hérna í RVK í nokkra mánuði. Þetta dugar alveg en ljósleiðarinn er stabílli eins og fólk segir. 5g dettur stundum út og mun oftar svona packet loss í leikjum og þannig. Einnig er ping auðvitað mjög á reiki í svona. Svona frá 7ms til 40ms til Nova og hoppar þarna upp og niður.
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Mið 22. Sep 2021 19:22
af emil40
spurning hvort að 5g geti náð meiri hraða ?
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Fim 23. Sep 2021 01:33
af jonfr1900
Ég hef ekki séð neina 5G routera á markaðinum á Íslandi ennþá. Mesti hraði sem hægt er að fá í dag á 5G er 1Gbps en það er bara á svæðum þar sem 3,5Ghz til 3,7Ghz tíðnisviðið er notað. Annars er hraðinn í kringum 300Mbps í niðurhal. Hraðinn upp er bara í kringum 50Mbps á öllum tíðnum.
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Fim 23. Sep 2021 04:28
af kizi86
Svo þarf að taka inn í myndina að það er oft algerlega lokað/eða algert vesen að opna port í gegnum 3/4/5g tengingar, sem t.d getur takmarkað torrent download/upload, þar sem getur bara tengst við þá sem eru með opið port sjálfir
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Fim 23. Sep 2021 10:31
af dori
emil40 skrifaði:spurning hvort að 5g geti náð meiri hraða ?
Þú getur alveg bókað að þegar þú munt geta náð meira en 1Gbps á 5G (annað en í bara algjörum undantekningartilfellum) þá verður farið að vera í boði að fá meira en 1Gbps heimateningar.
Eins og kizi86 minnist á þá ertu á bakvið NAT á 5G á IPv4 eins og öðru farsímaneti þannig að þú getur ekki fengið tengingar beint inn til þín eins og er oft möguleiki á hefðbundnari heimatengingum þannig að ef það skiptir þig máli þá er 5G úti (en svo er mögulega hægt að díla eitthvað við ISPa til að fá að vera ekki á NAT en það er ekki þessi venjulega þjónusta).
5G er líka með miklu lægri upload hraða en ljósleiðari.
5G er almennt mjög fínt sem heimatenging, sérstaklega þar sem ljósleiðari er ekki í boði. En ef það er í boði og kostar ekki mikið aukalega að vera beintengdur með ljósleiðara myndi ég *alltaf* velja það frekar.
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Fim 23. Sep 2021 19:00
af arons4
kizi86 skrifaði:Svo þarf að taka inn í myndina að það er oft algerlega lokað/eða algert vesen að opna port í gegnum 3/4/5g tengingar, sem t.d getur takmarkað torrent download/upload, þar sem getur bara tengst við þá sem eru með opið port sjálfir
Held lausnin við því sé að fá fasta ip tölu.
Re: ljósleiðari eða 5g heimanet
Sent: Fös 24. Sep 2021 08:08
af Jón Ragnar
Ljósleiðari. Þetta er ekki einu sinni spurning.