Síða 1 af 2

Finnst þér óréttlátt að konum sé gefið frí eftir kl. 14:08?

Sent: Mán 24. Okt 2005 09:40
af gumol
Finnst þér óréttlátt að konum sé gefið frí eftir kl. 14:08 í dag. Þá er ég ekki að tala um þær sem ætla bara að ganga út heldur aðeins að öllum konum td. í skóla eða fyrirtæki sé gefið frí.

Sent: Mán 24. Okt 2005 10:27
af kemiztry
Þetta eru náttlega bara mótmælaaðgerðir og ekkert óréttlátt við þær. Hugsa það sé nú alveg í lagi að borga konum sömu laun og við karlarnir fáum þegar þær eru að gera nákvæmlega sama hlutinn ekki satt :wink:

Sent: Mán 24. Okt 2005 10:29
af ponzer
Strákar látið ekki svona... Þetta er fínt, þá fæ ég frí í STÆ og ENS :D

Sent: Mán 24. Okt 2005 10:30
af zaiLex
ja og ég fæ frí ÍSL og NÁT, þetta er ágætt

Sent: Mán 24. Okt 2005 10:30
af Mumminn
hehe me2 :P (frí í ensku og Töl :D)

Sent: Mán 24. Okt 2005 10:41
af gnarr
Ég held að gummi sé nú að reyna að fá pólítískar skoðanir, en ekki bara venga þess að þið "græðið" (ég myndi reyndar frekar líta á þetta sem að þið tapið á þessu) eitthvað á þessu

Sent: Mán 24. Okt 2005 10:47
af gumol
Nei, ég er að tala um að það sé sagt eins og td. í mínum skóla: Konur fá frí eftir kl. 14:07, en karlar sem eru í tímum hjá karlkennurum verða að mæta.

Það er bara þeirra mál sem ákveða að fara og mótmæla og ég hef ekkert á móti því að þeir sem það vilja geri það en að gefa konum frí afþví þær eru konur (meirasegja sama hvort þær séu að fara að mótmæla eða ekki) er ekkert annað en mismunun gagnvart kyni og er bannað bæði með lögum og stjórnarskrá.

Sent: Mán 24. Okt 2005 11:00
af CendenZ
LOL

kvennréttindi frekar en réttlæti.


núna eru konur með frídag og karla ekki.

hvar er réttlætið þar, ég hefði viljað fara og mótmæla þessu, ég meina það er gefið að við eigum að hafa laun í samanburð við árangur... en ég get ekki farið því ég er karl.

en stelpan hliðiná mér má fara og fær borgað fyrir það.


sé ekkert réttlæti í þessu, ótrúlegu hræsnarar að kalla þetta kvennréttlæti.

Sent: Mán 24. Okt 2005 11:04
af gnarr
algjörlega sammála.

Þetta er það sem ég kalla pólitíska skoðun. Ekki bara "Ég er sammála þessu útaf því að ég á vera í tíma hjá konu og fæ þessvegna frí".

Sent: Mán 24. Okt 2005 11:14
af Stutturdreki
Persónulega finnst mér öll þessi kvennréttinda-baráttu-umræða á villigötum. Konur þurfa bara að sækja sér það sem þær eiga skilið, sem einstaklingar. Ef konur hafa áhuga á því að verða forstjórar þurfa þær bara að sækjast eftir því, það gengur enginn upp að þeim úti á götu og bíður þeim forstjórastarf.

Ég þekki nokkrar velmenntaðar 'ungar konur', tölvunarfræðinga og verkfræðinga, sem voru óánægðar með launin sín, höfðu ekkert hækkað í launum síðan þær byrjuðu á viðkomandi vinnu stað og vissu að karlar á sama stað höfðu fengið launahækkanir og stöðuhækkanir. Það var ekki fyrr en þær mönuðu sig upp í að finna nýtt job og fóru að segja upp að það kom í ljós að þær höfuð aldrei beðið um launahækkanir! Á meðan kallanir voru mjög duglegir að biðja um þær.

Þegar málið var komið upp á borð þá voru yfirmenn þeirra yfirleitt mjög liðlegir að hækka launin þeirra upp í eitthvað ásættanlegt til að halda þeim áfram í fyrirtækinu, og flestar þeirra eru enþá að vinna á sama stað.

Svo má til gamans geta, í tilefni auglýsinga frá VR, að konan mín sem er lágvaxin, ljóshærð og aðeins yfirmeðal þyngd er með hærri laun en ég.

Sent: Mán 24. Okt 2005 12:14
af wICE_man
Þetta er að sjálfsögðu óréttlátt, en ég styð það fullkomlega að konur vekji athyggli á rétti sínum með aðgerðum. Það að gefa þeim frí verður bara til að draga úr áhrifamætti þessara aðgerða.

Sent: Mán 24. Okt 2005 12:57
af kristjanm
Konurnar fá ekki frí, þær eru að leggja niður störf.

Annars finnst mér frekar óréttlátt að konur fái að hætta svona snemma en karlar ekki. Þó að ég sé algerlega hlynntur jafnrétti kynjanna þá finnst mér þetta ekki rétta leiðin.

Sent: Mán 24. Okt 2005 13:01
af CendenZ
Þær eru auðvitað að sýna fram hve lömuð fyrirtæki verða án þeirra.


that is the point.


en kommonn, að gefa þeim karlmönnum ekki frí sem vilja er frekar óréttlátt en réttlátt.

Sent: Mán 24. Okt 2005 13:05
af gnarr
Það á ekki að gefa neinum frí einungis vegna þess af hvoru kyninu hann er. Þær konur(og kallar) sem ætla hinsvegar að fara að mótmæla, eiga auðvitað að fá frí ef þær biðja um það.

Sent: Mán 24. Okt 2005 14:16
af gumol
kristjanm skrifaði:Konurnar fá ekki frí, þær eru að leggja niður störf.

Nei, þær fá frí í mjög mörgum tilvikum. Það ef að yfirmaður segir: Þið megið fara kl. 14:08 án þess að það sé dregið frá laununum er ekkert annað en frí.

Annars var ég ekki í tíma eftir kl. 14 í dag svo þetta er ekkert sem bitnar áþreifanlegra á mér en öðrum en er samt sem áður óréttlátt.

Sent: Mán 24. Okt 2005 14:38
af Vilezhout
mér finnst þetta bara frábært að konur séu að berjast fyrir jafnrétti og fannst dálítið gaman að sjá þegar ég var að keyra heim úr andvara uppí grafarvog að allar strætóstoppistöðvar voru fullar af stelpum konum og kerlingum af öllum aldri og svo stöðugur straumur af konum bakvið stýrið á bílum sínum að stefna niðrí bæ

Sent: Mán 24. Okt 2005 14:45
af Snorrmund
ég sagði já því mér finnst þetta réttlátt fyrir vinnandi konum sem er mismunað en mér finnst rugl að allar skólastelpur séu að fá frí útaf þessu.

Sent: Mán 24. Okt 2005 14:50
af kristjanm
gumol skrifaði:
kristjanm skrifaði:Konurnar fá ekki frí, þær eru að leggja niður störf.

Nei, þær fá frí í mjög mörgum tilvikum. Það ef að yfirmaður segir: Þið megið fara kl. 14:08 án þess að það sé dregið frá laununum er ekkert annað en frí.

Annars var ég ekki í tíma eftir kl. 14 í dag svo þetta er ekkert sem bitnar áþreifanlegra á mér en öðrum en er samt sem áður óréttlátt.


Hugmyndin er að þær séu að leggja niður störf.

Sent: Mán 24. Okt 2005 14:51
af Veit Ekki
Mér finnst þetta allt í lagi, þar sem þetta er nú einu sinni kvennafrídagurinn, annars væri ég alveg til í svona dag fyrir karlana.

Annars er þetta kynjamisréttisumræða komin út í rugl, t.d. var sagt í fréttunum að konur væru ósáttar að það væri bara einhver 1 stytta af konu í bænum. Auðvitað er það af því að karlar voru meira áberandi í stjórnmálum fyrir 100 árum. Þetta er allt að koma til, fleiri og fleiri konur í stjórnunarstöðum en þetta kemur ekkert bara á nokkrum árum, svona hlutir taka tíma.

Svo þetta sem Stutturdreki er að segja að konurnar eru oftast bara ekki nógu duglegar að biðja um launahækkanir. Það er held ég bara alveg rétt hjá honum.

Einnig er mikið búið að tala um að það séu fáar konur í stjórnmálaflokkunum, er það ekki bara þeim að kenna, ef þeir vilja komast í stjórnmálaflokk þá er það ekkert bara sem karlar komast í. Það er alveg jafn mikið mál fyrir karlmann og kvenmann að komast í stjórnmálaflokk.

Sent: Mán 24. Okt 2005 15:02
af CraZy
hef bara enga skoðun á þessu ég fekk frí afþví að kennarinn min er kvk ;)

Sent: Mán 24. Okt 2005 15:04
af gumol
kristjanm skrifaði:Hugmyndin er að þær séu að leggja niður störf.


Staðreyndin er önnur

Sent: Mán 24. Okt 2005 15:19
af andrig
ég vinn í nóatúni.. og það konur þurfi ekki að mæta þangað er bara RUGL!
þarsem að allir sem eru á mínum aldri þarna(16) eru á sömu launum.. nema þú sért búinn að vinna mikið lengur þarna.. og átt skilið hærri laun!
þær geta bara haldið kjafti og mætt í fokking vinnuna!

Sent: Mán 24. Okt 2005 15:57
af djjason
Snorrmund skrifaði:ég sagði já því mér finnst þetta réttlátt fyrir vinnandi konum sem er mismunað en mér finnst rugl að allar skólastelpur séu að fá frí útaf þessu.


Ég tek undir það að það er skárra að gefa konum frí ef þær eru í þeirri aðstöðu að þeim er mismunað....annað eins og að gefa konum frí bara af því að þær eru konur er rugl....og ekkert annað en mismunun.

Hinsvegar eiga þær ekkert að fá frí...heldur bara leggja niður vinnu.

Sent: Mán 24. Okt 2005 16:02
af gumol
En í þeim tilvikum sem þeim er mismunað er það væntanlega yfirmaðurinn sem er að því og varla fer hann að gefa þeim frí. Þannig að þeim sem er ekki mismunað fá frí, hinar ekki.

Edit:
Bein útsending fyrir okkur sem sitja inni og bölva: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/live/

Sent: Mán 24. Okt 2005 16:48
af Daz
Fá stelpur/konur sem eru í skóla við nám afsakað frí? Það þykir mér frekar skondið, því þarmeð eru þær augljóslega að takmarka möguleika sýna við menntun og ekki vissi ég til að kvennkyns nemendum væri mikið mismunað í launum... :roll: