rapport skrifaði:Er erlent eignarhald ógn við Ísland? Þarf allt að vera til á Íslandi og í eigu Íslendinga?
Ef erlendur aðili stendur sig illa þá er öruggt að einhverjir Íslendingar munu stofna fyrirtæki og fara í samkeppni.
Það sem er ógn við Ísland er að vera með sérstakt regluverk, eingöngu innlent eftirlit og hagsmunapólitík. Þá getur fámennur hópur stjórnað regluverkinu, framkvæmdinni og eftirlitinu sbr. fiskveiðar, lóðir og byggingar, banka og tryggingastarfsemi, fjármagnsflutninga, skattheimtu ofl. ofl.
Það er ástæða fyrir því að þjóðin fær ekki $$$ fyrir auðlindir sínar og að fólk með fjármagn greiðir sárlítið til samfélagsins.
Ástæðan er samþjöppun innanlands og hagsmunapólitík.
Þetta er hugsanlega betra og öruggara fyrir íslenska neytendur svona + þessir erlendu aðilar vinna hugsanlega betur með eftirlitsaðilum og hinu opinbera enda ekki bundnir innlendum hagsmunaöflum.
Það þarf alltaf að vega og meta það. Reynslan hefur sýnt okkur að það þarf að halda þjóðhagslega mikilvægum innviðum innanlands, þá er ég að tala um það sem gerðist 2008 varðandi Icesave og hvernig Ísland missti aðgang að greiðslugáttum erlendis vegna aðgerða Breta og annarra evrópulanda. Þá gat Seðlabankinn reddað málum með því að beina greiðslugáttinni til JPMorgan í BNA, þessvegna virkuðu íslensk kreditkort áfram erlendis.
En ef greiðslukerfið er erlendis, og segjum að Ísland lendi aftur í sambærilegum hrakningum, þá gæti einfaldlega lokast á alla greiðslumöguleika íslendinga, innanlands og erlendis. Þannig gæti fólk t.d. ekki einu sinni greitt fyrir matvörur í sinni næstu verslun, því það er einhver greiðslugátt í Hollandi eða Bretlandi sem segir nei útaf því að Ísland er komið á einhvern svartan lista.
Finnst þetta ekkert sniðugt, af gefinni reynslu Íslands. Það er ekki hægt að treysta á einhverja alþjóðasamninga eða álíka því við höfum séð hvernig Bretar beittu okkur bolabrögðum þrátt fyrir að það væri í trássi við þá.
En þú nefnir líka fiskveiðar sem dæmi. Ég tel að svona auðlindir eigi að vera í eigu íslendinga. Ísland þarf að geta stjórnað þessum auðlindum án afskipta og þrýstings erlendra ríkja. Ef t.d. breskir auðkýfingar eignast stóran hluta af íslenskum fiskikvóta, og íslendingar ákveða að skattleggja kvótann eða kannski innkalla hann til að breyta um fiskveiðikerfi, þá gæti það reynst erfitt því þessir breskir auðkýfingar munu biðja sín stjórnvöld (bresk) að beita íslensk stjórnvöld þrýstingi til að koma í veg fyrir slíkt.
Við erum lítið land, eitt það minnsta, það er auðvelt fyrir erlend lönd að beita okkur þrýstingi ef þeim gefst færi á slíku. Alveg sama þó við höldum að það land sé "vinur okkar" og alveg sama hvað alþjóðasamningar segja.