Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf GuðjónR » Mið 18. Ágú 2021 07:41

Er þetta gáfuleg ákvörðun? Selja innviðina úr landi og vona svo að allt verði gott og reddist? Er þetta ekki íslenska fúskið í hnotskurn?

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... slendinga/
Viðhengi
A035E31A-1C4B-4812-ABC6-3A3292816FF9.jpeg
A035E31A-1C4B-4812-ABC6-3A3292816FF9.jpeg (645.69 KiB) Skoðað 3077 sinnum
Síðast breytt af GuðjónR á Mið 18. Ágú 2021 08:29, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf rapport » Mið 18. Ágú 2021 09:44

Er erlent eignarhald ógn við Ísland? Þarf allt að vera til á Íslandi og í eigu Íslendinga?

Ef erlendur aðili stendur sig illa þá er öruggt að einhverjir Íslendingar munu stofna fyrirtæki og fara í samkeppni.

Það sem er ógn við Ísland er að vera með sérstakt regluverk, eingöngu innlent eftirlit og hagsmunapólitík. Þá getur fámennur hópur stjórnað regluverkinu, framkvæmdinni og eftirlitinu sbr. fiskveiðar, lóðir og byggingar, banka og tryggingastarfsemi, fjármagnsflutninga, skattheimtu ofl. ofl.

Það er ástæða fyrir því að þjóðin fær ekki $$$ fyrir auðlindir sínar og að fólk með fjármagn greiðir sárlítið til samfélagsins.

Ástæðan er samþjöppun innanlands og hagsmunapólitík.

Þetta er hugsanlega betra og öruggara fyrir íslenska neytendur svona + þessir erlendu aðilar vinna hugsanlega betur með eftirlitsaðilum og hinu opinbera enda ekki bundnir innlendum hagsmunaöflum.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf natti » Mið 18. Ágú 2021 10:14

rapport skrifaði:Ef erlendur aðili stendur sig illa þá er öruggt að einhverjir Íslendingar munu stofna fyrirtæki og fara í samkeppni.

Þarna er assumption-ið að það sé yfir höfuð hægt eða viable.
Stundum eru fyrirtæki keypt því það er með tengingar/samninga sem er nánast ómögulegt að fá með öðrum hætti.
(Núna er hinsvegar ákveðið tækifæri í því að einhverjir gætu verið til í að færa viðskiptin sín til innlends aðila...)

rapport skrifaði:Þetta er hugsanlega betra og öruggara fyrir íslenska neytendur svona + þessir erlendu aðilar vinna hugsanlega betur með eftirlitsaðilum og hinu opinbera enda ekki bundnir innlendum hagsmunaöflum.

Það væri óskandi, myndi þó ekki halda niðrímér andanum að bíða eftir að e-ð yrði betra...


Mkay.


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf blitz » Mið 18. Ágú 2021 10:21

rapport skrifaði:Er erlent eignarhald ógn við Ísland? Þarf allt að vera til á Íslandi og í eigu Íslendinga?

Ef erlendur aðili stendur sig illa þá er öruggt að einhverjir Íslendingar munu stofna fyrirtæki og fara í samkeppni.

Það sem er ógn við Ísland er að vera með sérstakt regluverk, eingöngu innlent eftirlit og hagsmunapólitík. Þá getur fámennur hópur stjórnað regluverkinu, framkvæmdinni og eftirlitinu sbr. fiskveiðar, lóðir og byggingar, banka og tryggingastarfsemi, fjármagnsflutninga, skattheimtu ofl. ofl.

Það er ástæða fyrir því að þjóðin fær ekki $$$ fyrir auðlindir sínar og að fólk með fjármagn greiðir sárlítið til samfélagsins.

Ástæðan er samþjöppun innanlands og hagsmunapólitík.

Þetta er hugsanlega betra og öruggara fyrir íslenska neytendur svona + þessir erlendu aðilar vinna hugsanlega betur með eftirlitsaðilum og hinu opinbera enda ekki bundnir innlendum hagsmunaöflum.


Lastu fréttina? Þetta hefur akkúrat núll með xenófóbíu að gera og snýst alfarið um þjóðaröryggi mikilvægra fjármálainnviða í krísuástandi.


PS4

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf appel » Mið 18. Ágú 2021 10:43

rapport skrifaði:Er erlent eignarhald ógn við Ísland? Þarf allt að vera til á Íslandi og í eigu Íslendinga?

Ef erlendur aðili stendur sig illa þá er öruggt að einhverjir Íslendingar munu stofna fyrirtæki og fara í samkeppni.

Það sem er ógn við Ísland er að vera með sérstakt regluverk, eingöngu innlent eftirlit og hagsmunapólitík. Þá getur fámennur hópur stjórnað regluverkinu, framkvæmdinni og eftirlitinu sbr. fiskveiðar, lóðir og byggingar, banka og tryggingastarfsemi, fjármagnsflutninga, skattheimtu ofl. ofl.

Það er ástæða fyrir því að þjóðin fær ekki $$$ fyrir auðlindir sínar og að fólk með fjármagn greiðir sárlítið til samfélagsins.

Ástæðan er samþjöppun innanlands og hagsmunapólitík.

Þetta er hugsanlega betra og öruggara fyrir íslenska neytendur svona + þessir erlendu aðilar vinna hugsanlega betur með eftirlitsaðilum og hinu opinbera enda ekki bundnir innlendum hagsmunaöflum.


Það þarf alltaf að vega og meta það. Reynslan hefur sýnt okkur að það þarf að halda þjóðhagslega mikilvægum innviðum innanlands, þá er ég að tala um það sem gerðist 2008 varðandi Icesave og hvernig Ísland missti aðgang að greiðslugáttum erlendis vegna aðgerða Breta og annarra evrópulanda. Þá gat Seðlabankinn reddað málum með því að beina greiðslugáttinni til JPMorgan í BNA, þessvegna virkuðu íslensk kreditkort áfram erlendis.
En ef greiðslukerfið er erlendis, og segjum að Ísland lendi aftur í sambærilegum hrakningum, þá gæti einfaldlega lokast á alla greiðslumöguleika íslendinga, innanlands og erlendis. Þannig gæti fólk t.d. ekki einu sinni greitt fyrir matvörur í sinni næstu verslun, því það er einhver greiðslugátt í Hollandi eða Bretlandi sem segir nei útaf því að Ísland er komið á einhvern svartan lista.

Finnst þetta ekkert sniðugt, af gefinni reynslu Íslands. Það er ekki hægt að treysta á einhverja alþjóðasamninga eða álíka því við höfum séð hvernig Bretar beittu okkur bolabrögðum þrátt fyrir að það væri í trássi við þá.


En þú nefnir líka fiskveiðar sem dæmi. Ég tel að svona auðlindir eigi að vera í eigu íslendinga. Ísland þarf að geta stjórnað þessum auðlindum án afskipta og þrýstings erlendra ríkja. Ef t.d. breskir auðkýfingar eignast stóran hluta af íslenskum fiskikvóta, og íslendingar ákveða að skattleggja kvótann eða kannski innkalla hann til að breyta um fiskveiðikerfi, þá gæti það reynst erfitt því þessir breskir auðkýfingar munu biðja sín stjórnvöld (bresk) að beita íslensk stjórnvöld þrýstingi til að koma í veg fyrir slíkt.
Við erum lítið land, eitt það minnsta, það er auðvelt fyrir erlend lönd að beita okkur þrýstingi ef þeim gefst færi á slíku. Alveg sama þó við höldum að það land sé "vinur okkar" og alveg sama hvað alþjóðasamningar segja.
Síðast breytt af appel á Mið 18. Ágú 2021 10:44, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf rapport » Mið 18. Ágú 2021 11:38

appel skrifaði:
En þú nefnir líka fiskveiðar sem dæmi. Ég tel að svona auðlindir eigi að vera í eigu íslendinga. Ísland þarf að geta stjórnað þessum auðlindum án afskipta og þrýstings erlendra ríkja. Ef t.d. breskir auðkýfingar eignast stóran hluta af íslenskum fiskikvóta, og íslendingar ákveða að skattleggja kvótann eða kannski innkalla hann til að breyta um fiskveiðikerfi, þá gæti það reynst erfitt því þessir breskir auðkýfingar munu biðja sín stjórnvöld (bresk) að beita íslensk stjórnvöld þrýstingi til að koma í veg fyrir slíkt.
Við erum lítið land, eitt það minnsta, það er auðvelt fyrir erlend lönd að beita okkur þrýstingi ef þeim gefst færi á slíku. Alveg sama þó við höldum að það land sé "vinur okkar" og alveg sama hvað alþjóðasamningar segja.


Af hverju þurfum við að geta stjórnað auðlindunum? Þurfum við ekki bara að fá sanngjarnt verð fyrir þær?

Og það á enginn að "eiga" kvótann, bara selja hann árlega til hæstbjóðanda.




gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1618
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf gutti » Mið 18. Ágú 2021 12:17

Ég held spilling á íslandi frekar ógni miða þar ekkert gert í þessu :face




TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf TheAdder » Mið 18. Ágú 2021 12:24

rapport skrifaði:
appel skrifaði:
En þú nefnir líka fiskveiðar sem dæmi. Ég tel að svona auðlindir eigi að vera í eigu íslendinga. Ísland þarf að geta stjórnað þessum auðlindum án afskipta og þrýstings erlendra ríkja. Ef t.d. breskir auðkýfingar eignast stóran hluta af íslenskum fiskikvóta, og íslendingar ákveða að skattleggja kvótann eða kannski innkalla hann til að breyta um fiskveiðikerfi, þá gæti það reynst erfitt því þessir breskir auðkýfingar munu biðja sín stjórnvöld (bresk) að beita íslensk stjórnvöld þrýstingi til að koma í veg fyrir slíkt.
Við erum lítið land, eitt það minnsta, það er auðvelt fyrir erlend lönd að beita okkur þrýstingi ef þeim gefst færi á slíku. Alveg sama þó við höldum að það land sé "vinur okkar" og alveg sama hvað alþjóðasamningar segja.


Af hverju þurfum við að geta stjórnað auðlindunum? Þurfum við ekki bara að fá sanngjarnt verð fyrir þær?

Og það á enginn að "eiga" kvótann, bara selja hann árlega til hæstbjóðanda.


Það er nokkurn veginn það sem stjórnun auðlindana snýst um, leigja út kvóta og fá sanngjarnt verð fyrir hann. Koma hagnaðinum til almennings í meira mæli en hefur verið.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf Pandemic » Mið 18. Ágú 2021 14:03

Þetta er ekkert nýtt, þegar ég starfaði í þessum geira þá voru færslur og eða staðfestingar á heimildum frá American express sendir út og stuttu seinna fylgdi Visa/Mastercard sem er galin pæling. Þá getur Visa og MC erlendis lokað á alla greiðsluþjónustu hérna á landi með einni skipun.
Kvitt frá RB var stofnað til þess að verða Dankort/MobilePay Íslands en bankarnir höfðu engan áhuga á að markaðssetja það því þeir voru með eignarhald á Borgun/Valitor á þeim tíma. Þá hefðu færslur á milli fyrirtækja og einstaklinga orðið nánast ókeypis.
Síðast breytt af Pandemic á Mið 18. Ágú 2021 14:05, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf appel » Mið 18. Ágú 2021 16:51

rapport skrifaði:
appel skrifaði:
En þú nefnir líka fiskveiðar sem dæmi. Ég tel að svona auðlindir eigi að vera í eigu íslendinga. Ísland þarf að geta stjórnað þessum auðlindum án afskipta og þrýstings erlendra ríkja. Ef t.d. breskir auðkýfingar eignast stóran hluta af íslenskum fiskikvóta, og íslendingar ákveða að skattleggja kvótann eða kannski innkalla hann til að breyta um fiskveiðikerfi, þá gæti það reynst erfitt því þessir breskir auðkýfingar munu biðja sín stjórnvöld (bresk) að beita íslensk stjórnvöld þrýstingi til að koma í veg fyrir slíkt.
Við erum lítið land, eitt það minnsta, það er auðvelt fyrir erlend lönd að beita okkur þrýstingi ef þeim gefst færi á slíku. Alveg sama þó við höldum að það land sé "vinur okkar" og alveg sama hvað alþjóðasamningar segja.


Af hverju þurfum við að geta stjórnað auðlindunum? Þurfum við ekki bara að fá sanngjarnt verð fyrir þær?

Og það á enginn að "eiga" kvótann, bara selja hann árlega til hæstbjóðanda.


Tja.... ég er ekki að tala um hvaða fiskveiðikerfi/fiskveiðiúthlutunarkerfi eigi að vera hér við lýði og hvernig á að hafa tekjur af því, heldur er ég að benda á að af erlendir aðilar eiga þetta þá er hætta á því að við íslendingar muni eiga í miklum erfiðleikum með að breyta slíku kerfi vegna hugsanlegs þrýstings erlendra ríkja sem telja að sínir ríkisborgarar séu hlunnfarna hér vegna breytinga sem við viljum gera okkur til hagsbóta.

Sem dæmi er mun auðveldara fyrir íslenska ríkið að þjóðnýta eigur íslensks aðila heldur en að þjóðnýta eigur erlends aðila.

2008, í Hruninu, þá var það í skoðun hjá ríkisstjórn að skattlegja orkusölu til álfyrirtækjanna til að afla tekna. Sendiráð Bandaríkjanna greip inn í það ferli og stöðvaði þá hugmynd, vegna auðvitað þrýstings álfyrirtækjanna sem voru og eru í eigu amerískra fyrirtækja.

Að segja að það skipti ekki máli hvort útlendingar eða íslendingar eigi hlutina, mér finnst það bara sýna skort á skilningi hvernig hlutirnir virka í raunheiminum, hvernig lönd beita hvort sig öðru þrýstingi og refsa. Það er bara heimurinn sem við búum við. Það eru allir að gæta sinna hagsmuna, og við eigum að gera það og koma í veg fyrir að hægt sé að stilla okkur upp við vegg af hálfu erlendra stórríkja.


*-*

Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf Revenant » Mið 18. Ágú 2021 17:29

Pandemic skrifaði:Þetta er ekkert nýtt, þegar ég starfaði í þessum geira þá voru færslur og eða staðfestingar á heimildum frá American express sendir út og stuttu seinna fylgdi Visa/Mastercard sem er galin pæling. Þá getur Visa og MC erlendis lokað á alla greiðsluþjónustu hérna á landi með einni skipun.
Kvitt frá RB var stofnað til þess að verða Dankort/MobilePay Íslands en bankarnir höfðu engan áhuga á að markaðssetja það því þeir voru með eignarhald á Borgun/Valitor á þeim tíma. Þá hefðu færslur á milli fyrirtækja og einstaklinga orðið nánast ókeypis.


MobilePay/Swish/Vips komu fram sem lausn að millifæra fljótt milli einstaklinga (svipað og Aur/Kass) og útvíkkuðu svo þjónustuna seinna að geta greitt í búðum. Erlendis tók það allt að 3 daga að millifæra milli reikninga en á Íslandi höfum við ekki haft það vandamál (rauntímagreiðslur).

Eins og þú bendir réttilega á þá hafa bankarnir lagt mikla áherslu á kortanotkun (meðal annars að taka upp ApplePay og Android lausnir) og það er gríðalega erfitt að keppa við svoleiðis þægindi.

Aflæsa símann með fingrafari og bera símann að posanum versus aflæsa símanum, opna app, skanna QR kóða og staðfesta greiðslu.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf urban » Mið 18. Ágú 2021 17:39

rapport skrifaði:Af hverju þurfum við að geta stjórnað auðlindunum? Þurfum við ekki bara að fá sanngjarnt verð fyrir þær?

Og það á enginn að "eiga" kvótann, bara selja hann árlega til hæstbjóðanda.


Alfarið ósammála þessu.

gamall og notaður smábátur kostar margar milljónir.
Nýr "smábátur" (12 - 15 metra plastarar) kosta (alveg án gríns) nokkur hundruð milljónir

Hver helduru að myndi lána fé til sjávarútvegs ef að þú værir ekki öruggur um að geta notað bátinn þinn á næsta ári ?

Ef að þetta yrði, selt árlega til hæstbjóðenda það er að segja, þá færi kvótinn á enn færri hendur en hann gerir núna, stærri aðilarnir yrðu bara enn stærri og það væri ennþá erfiðara að byrja í útgerð en það er núna í dag.

Það verður að vera hægt að vera með eitthvað öryggi í kvótakerfi, það verður semsagt að vera hægt að vera öruggur um það að þú hafir allavega einhvern kvóta næstu 5-10 árin ef að það á ekki að endanlega gera útaf við nýliðun í kerfinu og láta bara verða ca 6 fyrirtæki í sjávarútvegi á íslandi eftir 10 ár eða svo.

Það þarf að breyta helling í þessu kvótakerfi og einmitt fá leiðir til þess að þjóðin fái meira útúr því, en sala til 1 árs í senn er alveg galin hugmynd.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf rapport » Mið 18. Ágú 2021 18:00

appel skrifaði:
rapport skrifaði:
appel skrifaði:
En þú nefnir líka fiskveiðar sem dæmi. Ég tel að svona auðlindir eigi að vera í eigu íslendinga. Ísland þarf að geta stjórnað þessum auðlindum án afskipta og þrýstings erlendra ríkja. Ef t.d. breskir auðkýfingar eignast stóran hluta af íslenskum fiskikvóta, og íslendingar ákveða að skattleggja kvótann eða kannski innkalla hann til að breyta um fiskveiðikerfi, þá gæti það reynst erfitt því þessir breskir auðkýfingar munu biðja sín stjórnvöld (bresk) að beita íslensk stjórnvöld þrýstingi til að koma í veg fyrir slíkt.
Við erum lítið land, eitt það minnsta, það er auðvelt fyrir erlend lönd að beita okkur þrýstingi ef þeim gefst færi á slíku. Alveg sama þó við höldum að það land sé "vinur okkar" og alveg sama hvað alþjóðasamningar segja.


Af hverju þurfum við að geta stjórnað auðlindunum? Þurfum við ekki bara að fá sanngjarnt verð fyrir þær?

Og það á enginn að "eiga" kvótann, bara selja hann árlega til hæstbjóðanda.


Tja.... ég er ekki að tala um hvaða fiskveiðikerfi/fiskveiðiúthlutunarkerfi eigi að vera hér við lýði og hvernig á að hafa tekjur af því, heldur er ég að benda á að af erlendir aðilar eiga þetta þá er hætta á því að við íslendingar muni eiga í miklum erfiðleikum með að breyta slíku kerfi vegna hugsanlegs þrýstings erlendra ríkja sem telja að sínir ríkisborgarar séu hlunnfarna hér vegna breytinga sem við viljum gera okkur til hagsbóta.

Sem dæmi er mun auðveldara fyrir íslenska ríkið að þjóðnýta eigur íslensks aðila heldur en að þjóðnýta eigur erlends aðila.

2008, í Hruninu, þá var það í skoðun hjá ríkisstjórn að skattlegja orkusölu til álfyrirtækjanna til að afla tekna. Sendiráð Bandaríkjanna greip inn í það ferli og stöðvaði þá hugmynd, vegna auðvitað þrýstings álfyrirtækjanna sem voru og eru í eigu amerískra fyrirtækja.

Að segja að það skipti ekki máli hvort útlendingar eða íslendingar eigi hlutina, mér finnst það bara sýna skort á skilningi hvernig hlutirnir virka í raunheiminum, hvernig lönd beita hvort sig öðru þrýstingi og refsa. Það er bara heimurinn sem við búum við. Það eru allir að gæta sinna hagsmuna, og við eigum að gera það og koma í veg fyrir að hægt sé að stilla okkur upp við vegg af hálfu erlendra stórríkja.


Held að þarna gæti misskilnings No.1 - Að "eiga" kvóta. Þetta á ekki að vera hægt, hvorki innlendur né erlendur aðili. Bara að fá kvóta úthlutað yfir ákveðið tímabil.

Auðvitað verður íslenska ríkið að standa við skuldbindingar sínar eins og allir. Að bæta við gjöldum einhliða eftir hentisemi á ekki að vera OK sbr. þetta áldæmi síðan 2008.

Að vera sjálfstæð þjóð þýðir að það er ekki hægt að gera öllum til geðs alltaf EN það á að bera hagsmuni almennings í landinu fyrir brjósti, alltaf.

Og það er oft ekki hægt þegar innlend "klíka" fárra aðila hefur öll spil á hendi.

Dæmið um "kvitt" sem Pandemic kom með sýnir hvernig þetta virkar þegar hagsmunaðilar fá að ráða, þá er hagsmunum almennings ýtt til hliðar.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf einarhr » Mið 18. Ágú 2021 22:24

ég sé ekkert að því að þetta fari úr landi sbr þetta hér !!

https://www.frettabladid.is/markadurinn ... -bjorland/


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Ágú 2021 08:17

Seðlabankinn með innlent greiðslukortakerfi í smíðum

Seðlabanki Íslands vinnur nú að uppbyggingu smágreiðslukerfis innanlands,
sem hægt yrði að nýta ef viðskipti við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki stöðvuðust.

https://www.ruv.is/frett/2021/08/19/sed ... i-i-smidum



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf appel » Fim 19. Ágú 2021 10:38

GuðjónR skrifaði:Seðlabankinn með innlent greiðslukortakerfi í smíðum

Seðlabanki Íslands vinnur nú að uppbyggingu smágreiðslukerfis innanlands,
sem hægt yrði að nýta ef viðskipti við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki stöðvuðust.

https://www.ruv.is/frett/2021/08/19/sed ... i-i-smidum


Það er ekki að ástæðulausu að þetta er þjóðaröryggismál, og Seðlabankinn væri ekki að smíða svona kerfi nema þetta væri talið þjóðaröryggismál.

99,xxx% af öllum viðskiptum á Íslandi fara í gegnum svona greiðslumiðlunarfyrirtæki. Ímyndið ykkur ef þetta hætti að virka einn daginn. Ég hef farið í verslun þar sem posarnir virkuðu ekki, það var bara ekkert hægt að kaupa, engin viðskipti.
Ísraelskt og brasilískt fyrirtæki eiga núna þessi greiðslumiðlunarfyrirtæki. Ísrael hefur nú ekkert verið alltof vinalegt við Ísland, og ef Ísland ákveddi að gera eitthvað pólitískt gagnvart Ísrael, t.d. hvað Palestínu varðar, þá gæti Ísraels-stjórn skipað þessu ísraelska fyrirtæki að loka á greiðslumiðlun íslendinga. Sniðugt? Held ekki.
Minni áhætta af þessu brasilíska fyrirtæki, en þeir eiga lítilla hagsmuna að gæta á Íslandi og það væri smámál fyrir þá að blokka á íslendinga vegna einhvers alþjóðlegs ástands eða þrýstings.... maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, við höfum lent í öðru eins.
Síðast breytt af appel á Fim 19. Ágú 2021 11:14, breytt samtals 2 sinnum.


*-*

Skjámynd

C2H5OH
Ofur-Nörd
Póstar: 274
Skráði sig: Mið 08. Des 2010 14:30
Reputation: 24
Staðsetning: Rannsóknarstofan
Staða: Tengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf C2H5OH » Fim 19. Ágú 2021 10:59

GuðjónR skrifaði:Seðlabankinn með innlent greiðslukortakerfi í smíðum

Seðlabanki Íslands vinnur nú að uppbyggingu smágreiðslukerfis innanlands,
sem hægt yrði að nýta ef viðskipti við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki stöðvuðust.

https://www.ruv.is/frett/2021/08/19/sed ... i-i-smidum


BB verður búinn að selja það líka á brunaútsölu áður en langt um líður



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Greiðslumiðlanir úr höndum íslendinga

Pósturaf appel » Fim 19. Ágú 2021 21:20

Áhugaverð innsýn um hvernig staðan var 2008:
Gunn­ar ít­rek­ar að ekki sé kom­in upp nein krísa vegna þess­ar­ar þró­un­ar en eins og greint hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu voru innviðir de­bet­korta-kerf­is­ins í inn­lendri eigu árið 2008 þegar til ágrein­ings kom milli Seðlabank­ans og er­lendu kort­ar­is­anna. Samn­ings­staða Íslend­inga í þeim hild­ar­leik hefði verið allt önn­ur og lak­ari hefðu de­bet­kortainnviðirn­ir ekki verið und­ir inn­lendu for­ræði.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... yrirtaeki/


*-*