Þetta er galið á svo mörgum "levelum", en það er spurning hvort þetta verði óumflýjanlegt eða ekki.
Og þetta er ekki bara spurning um að hætta að versla við Apple, því ef backslash-ið verður ekki nægilega mikið þá munu bara aðrir fylgja í kjölfarið og gera svipað.
Fyrir utan augljósu privacy issue-in, þá er þetta ákveðin stefnubreyting sem hefur töluvert víðtækari áhrif, sbr eftirfarandi:
GuðjónR skrifaði:það er ekki langt síðan Apple neitaði FBI og CIA um að opna síma hryðjuverkamanns á grundvelli friðhelgi, þeir hafa neitað að opna síma bæði í nauðgunar og morðmálum
Lengi vel var nefninlega svarið frá Apple að þeir væru ekki í aðstöðu til þess að brjóta á friðhelginni, og opna síma og svo framvegis, að kerfið væri þannig uppbyggt.
En um leið og kerfið er uppbyggt á þann hátt að þeir geti nálgast gögnin undir ákveðnum kringumstæðum breytist leikurinn í þá áttina að stjórnvöld eiga einfaldara með að krefjast þess að fá gögn afhent.
Og það hefur töluvert breyst núþegar, t.a.m. lét Apple undan þrýstingin þannig að iCloud backup-in þín eru ekki dulkóðuð.
https://www.bbc.com/news/technology-51207744Hitt er að svona verkefni yrði hvort eð er aldrei án aðkomu stjórnvalda, sem hefðu þá óhjákvæmilega áhrif á hvað væri skannað eftir, enda hefur Apple ekkert leyfi til að sýsla með barnaklám upp á sitt einsdæmi.
jonfr1900 skrifaði:Þessi tækni verður misnotuð af yfirvöldum. Þetta endar alltaf þannig. Jafnvel þó svo að lýðræðið haldi í Bandaríkjunum og Evrópu.
Mér finnst þú gefa þessum tveim heimshlutum allt of mikið vægi.
Fyrir uþb ári síðan voru stjórnvöld í Bandaríkjunum mun nær Kína í hugsunarhætti heldur en nokkuð annað "vestrænt" ríki, og Þjóðverjar voru gripnir við að setja á laggirnar áætlun um að koma spyware inn í síma eigin þegna (og ferðamanna) til að njósna um þá, og það er bara innan við áratugur síðan.
Hvað misnotkunina varðar, þá má nefna í þessu samhengi að sum lönd hafa farið út í "ritskoðun" á internetumferð með sama leiðarljós, að loka eða takmarka aðgengi að barnaklámi, og hefur það t.a.m. verið gert með DNS blocking á sama hátt og er gert hér á landi gagnvart Deildu og ólöglegum deiliþjónustum.
Í þeim tilfellum þar sem "listarnir" yfir það sem lokað er á hefur verið lekið, hefur komið í ljós að allsskonar annað hefur "fylgt" þar með, eins og síður sem innihalda öfgafullar stjórnmálaskoðanir að mati sitjandi stjórnar.
Eins ákváðu Danir að fara í það verkefni að útvíkka sinn lista til að loka á síður sem selja dóp eða lyfseðilsskyld efni og "unlicenced online gambling sites".
https://en.wikipedia.org/wiki/Censorship_in_DenmarkUm leið og tæknin er innleidd þá opnast möguleikinn á misnotkun, og það kemur meintu lýðræði eiginlega ekkert við.
Og hvað hashing varðar, þá eru fullt af öðrum vandamálum tengt því líka, sbr:
https://towardsdatascience.com/black-box-attacks-on-perceptual-image-hashes-with-gans-cc1be11f277