Lithium (ekki Nirvana)
Sent: Mán 26. Júl 2021 17:44
Lithium er frumefni sem er notað í Lithium-Ion rafhlöður. Til að búa til rafbíl þarf að moka sig í gegnum fjall af jarðvegi þar sem efninu dýrmæta er safnað (ásamt svakalegu magni af vatni til að skola því út).
Svo er búin til rafhlaða sem nýtist í einhver ár og svo virðist eins og það kosti hundruð þúsunda að farga þessum dýrmætu rafhlöðum:
https://www.ruv.is/frett/2021/07/26/ovi ... -herlendis
Hvernig gengur þetta eiginlega upp? Ekki er kjarnahvarf í batteríinu þannig að lithium er enn til staðar. Af hverju er ekki einfaldara að vinna það til baka úr vel skilgreindum umbúðum rafhlöðunnar (í mörgum tilvikum sívalningnum 18650)? Hvernig getur þetta farið frá því að það borgi sig að fræsa niður fjall yfir í það að það kosti mánaðarlaun verkamanns að losna við óþverrann? Frumefni er frumefni?
Einn ringlaður.
Megni
Svo er búin til rafhlaða sem nýtist í einhver ár og svo virðist eins og það kosti hundruð þúsunda að farga þessum dýrmætu rafhlöðum:
https://www.ruv.is/frett/2021/07/26/ovi ... -herlendis
Hvernig gengur þetta eiginlega upp? Ekki er kjarnahvarf í batteríinu þannig að lithium er enn til staðar. Af hverju er ekki einfaldara að vinna það til baka úr vel skilgreindum umbúðum rafhlöðunnar (í mörgum tilvikum sívalningnum 18650)? Hvernig getur þetta farið frá því að það borgi sig að fræsa niður fjall yfir í það að það kosti mánaðarlaun verkamanns að losna við óþverrann? Frumefni er frumefni?
Einn ringlaður.
Megni