Öryggismyndavél frá Ali

Allt utan efnis

Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf ColdIce » Sun 11. Júl 2021 08:09

Daginn

Langar í öryggismyndavél til að hafa framan á húsinu. Vil geta plöggað hana í 230V og haft minniskort í henni og getað notað app til að sjá live mynd og spólað aftur í tímann.
Það er til hafsjór af þessu á Ali…hefur einhver pantað svona þaðan og getur mælt með einhverri sérstakri?


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


dodzy
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 19. Okt 2010 19:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf dodzy » Sun 11. Júl 2021 09:31

ef það er smá lýsing fyrir framan hús:
https://www.oryggi.is/is/vefverslun/eft ... bullet-4mp
ef það er mjög dimmt:
https://www.oryggi.is/is/vefverslun/eft ... full-color
(meiri ljósnæmni á kostnað upplausnar)

https://www.oryggi.is/is/vefverslun/eft ... rt-sd-32gb

koma með spennubreyti sem þarf að plöggast í tengil inni eða setja í rakaþétt box
gott wifi samband á uppsetningarstað er nauðsynlegt
skýgeymsla fyrir upptökur í boði líka




Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf ColdIce » Sun 11. Júl 2021 09:42

Takk fyrir þetta!
Ætli þetta séu betri vélar en t.d. þessi?
https://www.mii.is/vara/imilab-ec3/


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf russi » Sun 11. Júl 2021 11:13

Þegar kemur að þessu, þá myndi ég bara láta Ali vera, þetta er svo fáránlega misjafnt þarna. Vélar virka sem skildi en það eru oft mjög furðulegar pælingar hvernig á að skoða af vélunum og þegar þú ert kominn í app-pælingar getur þetta oft verið mjög undarlegt.

Mæli með skoða eitthvað annað, til dæmis að panta eufy outdoor eða Arlo frá Amazon.de. Fína við Amazon.de er að þau verð eru með þýskum skatti sem fellur niður þegar sent er heim, íslenski skatturinn leggst þá ofan á, verðmunurinn er um 5%. Kemur innan 3 daga og litið ves að eiga við ábyrgð.

PS þessar vélar sem ég nefndi fara ekki í rafmagn, heldur dugar 2klst hleðsla á þeim í 180daga. Það eru til beint í rafmagn týpur líka
Síðast breytt af russi á Sun 11. Júl 2021 11:16, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16517
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2115
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf GuðjónR » Sun 11. Júl 2021 11:17

Er ekki hægt að úti veggljós með innbyggðum myndavélum?
Slá tvær flugur í einu höggi...




dodzy
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Þri 19. Okt 2010 19:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf dodzy » Sun 11. Júl 2021 11:52

ColdIce skrifaði:Takk fyrir þetta!
Ætli þetta séu betri vélar en t.d. þessi?
https://www.mii.is/vara/imilab-ec3/

hef enga reynslu af þessari/þessum




Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf ColdIce » Sun 11. Júl 2021 12:50

Þakka öll svörin.
Ætla að halda mig frá Ali. Þá er þetta bara spurning með IMOU eða Mii…og er eiginlega orðinn seldur á rafhlöðufítusnum yfir snúru


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf ColdIce » Sun 11. Júl 2021 13:00

https://www.tunglskin.is/product/camera ... celand.htm

Hugsa að ég taki tvær svona og stjórnstöð.
Þakka ykkur fyrir :)


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


nafnnotenda
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 19. Des 2020 11:00
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf nafnnotenda » Sun 11. Júl 2021 14:56

Keypti á Ali, tollurinn tók það vegna þess að það vantaði CE merkingu. Endaði með Arlo af ebay, voða einfalt.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf kjartanbj » Sun 11. Júl 2021 18:28

Eugh Arlo er meira draslið , ég forðast Wifi og batterísvélar eins og heitan eldinn, Arlo vélarnar eru virkilega mikið sorp , prófaði svoleiðis í 2-3 mánuði og gafst svo upp og seldi , maður missti af hlutum sem gerðust fyrir framan húsið því vélarnar voru svo seinar að byrja taka upp , þær eru í raun sofandi þangað til að hreyfiskynjari skynjar hreyfingu og þá vakna vélarar og byrja taka upp, yfirleitt þá orðið of seint ef manneskja labbar framhjá , einnig þarf að borga mánaðargjald ef maður vill fá einhver gæði þannig það sé mögulega hægt að bera kennsl á fólk á upptökunum

Ég vill ef maður er á annað borð með myndavélar hafa þær POE tengdar og taka upp locally 24/7

Ég persónulega er með Unifi Protect kerfi með 5 myndavélum og fæ tilkynningar í símann ef þær greina manneskjur kringum húsið og engin er heima , er með 4TB disk sem myndefnið vistast á og get séð upptökur mánuð aftur í tímann

Setti upp hjá bróður mínum einfalt svoleiðis kerfi um daginn með einni G4 bullit vél og cloudkey gen2 plus sem NVR bara , einfalt fyrir hann að bæta svo við vélum eftir þörfum




Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf ColdIce » Sun 11. Júl 2021 19:52

Vitiði hvort hægt sé að láta þessa vera recording constantly? Vil ekki myndavélar sem fara bara í gang við hreyfingu
https://www.tunglskin.is/product/camera ... celand.htm
Síðast breytt af ColdIce á Sun 11. Júl 2021 19:52, breytt samtals 1 sinni.


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf kjartanbj » Sun 11. Júl 2021 20:10

ColdIce skrifaði:Vitiði hvort hægt sé að láta þessa vera recording constantly? Vil ekki myndavélar sem fara bara í gang við hreyfingu
https://www.tunglskin.is/product/camera ... celand.htm



Þessi er batterís þannig nei ekki hægt að láta taka upp stöðugt




Höfundur
ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf ColdIce » Sun 11. Júl 2021 20:57

kjartanbj skrifaði:
ColdIce skrifaði:Vitiði hvort hægt sé að láta þessa vera recording constantly? Vil ekki myndavélar sem fara bara í gang við hreyfingu
https://www.tunglskin.is/product/camera ... celand.htm



Þessi er batterís þannig nei ekki hægt að láta taka upp stöðugt

Þá er ég aftur á byrjunarreit :-k


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf mjolkurdreytill » Sun 11. Júl 2021 21:27

Er raunhæft að búa til myndavélalausn með raspberry tölvum eða er það of mikið hakk ?




TheAdder
Geek
Póstar: 814
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf TheAdder » Sun 11. Júl 2021 22:18

Ef þú hefur ánægju af fiktinu þá er það örugglega fínt.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1453
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 226
Staðsetning: In the forest
Staða: Tengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf nidur » Sun 11. Júl 2021 23:42

Get mælt með unifi protect



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf emmi » Mán 12. Júl 2021 10:16

Ég hef pantað nokkrar vélar frá þessum gaur, solid seljandi og ekkert vesin.

https://www.aliexpress.com/store/120003 ... 4c4d2WisBp



Skjámynd

Zethic
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Öryggismyndavél frá Ali

Pósturaf Zethic » Mán 12. Júl 2021 11:29

mjolkurdreytill skrifaði:Er raunhæft að búa til myndavélalausn með raspberry tölvum eða er það of mikið hakk ?


Ekkert að því svosem. T.d gerir official Pi Zero case-ið ráð fyrir myndavél https://thepihut.com/collections/raspbe ... -zero-case

En það helsta neikvæða er SD kort lifa ekki lengi í stanslausri upptöku. Getur keypt góð eins og t.d. frá oryggi.is (linkað ofar í þræðinum) sem endast betur