Síða 1 af 2

Vaktin og "scalping"

Sent: Þri 29. Jún 2021 22:50
af Tbot
Enn einn söluþráðurinn með nýjum aðila á vaktinni sem er að selja óopnaða PS5.

Á eftir að fá einhverja besserwissera sem koma með framboð og eftirspurn.

Þetta snýst líka um hvað vaktin vill vera þekkt fyrir, sé ansi takmarkaðann hagnað í aðilum sem koma hérna í eitt hugsanlega tvö skipti til að selja einhvað á ofurverði. Siðan sjást þeir ekki meir.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Þri 29. Jún 2021 23:08
af einarhr
Tbot skrifaði:Enn einn söluþráðurinn með nýjum aðila á vaktinni sem er að selja óopnaða PS5.

Á eftir að fá einhverja besserwissera sem koma með framboð og eftirspurn.

Þetta snýst líka um hvað vaktin vill vera þekkt fyrir, sé ansi takmarkaðann hagnað í aðilum sem koma hérna í eitt hugsanlega tvö skipti til að selja einhvað á ofurverði. Siðan sjást þeir ekki meir.



Besseeisser eða ekki, það er eftirspurn eftir PS5 ásamt flestum nýlegum skjákortum og bara sjálfsagt að auglýsa þetta dót á sem flestum stöðum ef þú ætlar að selja.

Ert þú sjálfur að leita að PS5?

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Þri 29. Jún 2021 23:22
af Klemmi
Tbot skrifaði:Þetta snýst líka um hvað vaktin vill vera þekkt fyrir, sé ansi takmarkaðann hagnað í aðilum sem koma hérna í eitt hugsanlega tvö skipti til að selja einhvað á ofurverði. Siðan sjást þeir ekki meir.


Hvaða lausn leggurðu til?

Hvaða reglur eigum við að setja til að koma í veg fyrir þetta, og hver eru rökin á bakvið reglurnar?

Hef svo ekki neinar áhyggjur af þetta skaði orðspor Vaktarinnar, þó svo að þetta pirri tímabundið þá sem eru að reyna að næla í þessar vörur :|

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Þri 29. Jún 2021 23:37
af Tbot
einarhr skrifaði:
Tbot skrifaði:Enn einn söluþráðurinn með nýjum aðila á vaktinni sem er að selja óopnaða PS5.

Á eftir að fá einhverja besserwissera sem koma með framboð og eftirspurn.

Þetta snýst líka um hvað vaktin vill vera þekkt fyrir, sé ansi takmarkaðann hagnað í aðilum sem koma hérna í eitt hugsanlega tvö skipti til að selja einhvað á ofurverði. Siðan sjást þeir ekki meir.



Besseeisser eða ekki, það er eftirspurn eftir PS5 ásamt flestum nýlegum skjákortum og bara sjálfsagt að auglýsa þetta dót á sem flestum stöðum ef þú ætlar að selja.

Ert þú sjálfur að leita að PS5?


Ef t.d vaktin lokar á scalping þá verður aðeins erfiðara fyrir þá.
Scalping virkar einungis ef viðkomandi hafa vettfang fyrir slíkt og fólk kaupir af þeim.

Í framhaldi þá er jafnvel hægt að álykta, ef ekkert er gert þá má horfa til þess að vaktin styðji slíkt.


Hvort ég sé að leita að PS5 eða einhverju öðru kemur þessu máli ansi lítið við. Mér leiðist þetta umhverfi og það sem virðist vera þegjandi samkomulag um að leyfa slíkt hér á vaktinni.
Því ef þú lætur ekki í þér heyra þá ertu að samþykkja þetta.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Þri 29. Jún 2021 23:47
af Tbot
Klemmi skrifaði:
Tbot skrifaði:Þetta snýst líka um hvað vaktin vill vera þekkt fyrir, sé ansi takmarkaðann hagnað í aðilum sem koma hérna í eitt hugsanlega tvö skipti til að selja einhvað á ofurverði. Siðan sjást þeir ekki meir.


Hvaða lausn leggurðu til?

Hvaða reglur eigum við að setja til að koma í veg fyrir þetta, og hver eru rökin á bakvið reglurnar?

Hef svo ekki neinar áhyggjur af þetta skaði orðspor Vaktarinnar, þó svo að þetta pirri tímabundið þá sem eru að reyna að næla í þessar vörur :|


Það eru nokkrar leiðir til, en er ykkar sem stjórnenda að finna.

Miðað við reglur vaktarinnar, þá er ekkert sem bannar að selja líffæri hérna, því líffæri er vara í þeim skilningi og eftirspurn er margföld, miðað við framboð.

Viðbót - Sem ríkið er farið að seilast í með lagbreytingum, að við dauða þinn mega þeir hirða allt vegna áætlaðs samþykkis.

Sölureglur
Þú selur einungis vöru sem þú löglega átt. #

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Þri 29. Jún 2021 23:55
af Klemmi
Tbot skrifaði:Það eru nokkrar leiðir til, en er ykkar sem stjórnenda að finna.

Miðað við reglur vaktarinnar, þá er ekkert sem bannar að selja líffæri hérna, því líffæri er vara í þeim skilningi og eftirspurn er margföld, miðað við framboð.

Sölureglur
Þú selur einungis vöru sem þú löglega átt. #


Ég ætla ekki einu sinni að eyða tíma í að svara þessu.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 00:42
af Tbot
Klemmi skrifaði:
Tbot skrifaði:Það eru nokkrar leiðir til, en er ykkar sem stjórnenda að finna.

Miðað við reglur vaktarinnar, þá er ekkert sem bannar að selja líffæri hérna, því líffæri er vara í þeim skilningi og eftirspurn er margföld, miðað við framboð.

Sölureglur
Þú selur einungis vöru sem þú löglega átt. #


Ég ætla ekki einu sinni að eyða tíma í að svara þessu.



Takk þú ert einmitt búinn að svara

Klemmi samþykkir scalping, miðað við þetta svar og fyrri póst.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 00:58
af gessi
Ef fólk er tilbúið að borga fyrir hluti a uppsprengdu verði hvað er vandamálið. Persónulega fyndist mér frekar skrítið ef stjórnendur vaktarinnar myndu allt í einu ákveða hvaða verð má selja hluti á, ef einhver vill selja hluti á uppsprengdu verði og einhver er tilbúinn að kaupa á því verði þá hljóta allir að vera sáttir. Manneskjan sem kaupir vöru á uppsprengdu verði hlýtur að finnast verðið sanngjarnt annars myndi manneskjan aldrei kaupa vöruna.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 01:03
af Tbot
Misjafnt eftir ríkjum USA hvort scalping á miðum sé bannað.

Bann við notkun botta við miðakaup í UK og endursölu.
https://www.gov.uk/government/news/crac ... -real-fans

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 01:06
af Mossi
Protip Tbot. Ekki byggja strámenn til að reyna að koma þínu fram.

Hinu nenni ég varla að svara en:

Flestir sem sækja Vaktina eru fastagestir og ýmist starfandi í tæknigeiranum eða hafa mikinn áhuga á honum. Fólk sem hefur nokkurt vit á t.d. eins og raunvirði hlutanna sem er verið að selja. Og fólk sem einmitt gagnrýnir og varar við öðrum sem reynir að komast upp með slæma viðskiptahætti.

Pointið mitt: scalpers virka ekki á Vaktinni. Þeir eru yfirleytt hraktir í burtu af fastagestunum.

Svo líka. Þessi scalpers eru líka alveg on topic. Þ.e.a.s. að selja skjákort og ps5 og svona. Það er ekki eins og það sé verið að reyna að breyta Vaktinni í eitthvað frjálst markaðstorg (Bland, Fésið). Svo jújú hvimleitt, en maður bara lítur framhjá þessu eða grillar aðeins í þeim.

Svo er ég líka aldrei hrifinn af ritskoðun. Býður upp á fleiri vandamál en það leysir.

Svo líka bara staðreyndin. Fólk borgar fyrir hlutina það sem það er tilbúið að borga fyrir. Ef einhver er tilbúinn að borga 2x fyrir Playstation eða Skákort, þá er það á hans ábyrgð, ekki Vaktinnar. Fullorðið fólk er fullorðið fólk.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 01:21
af gessi
Mossi skrifaði:Pointið mitt: scalpers virka ekki á Vaktinni. Þeir eru yfirleytt hraktir í burtu af fastagestunum.

Ef scalping væri bannað á vaktinni myndi það hafa 0 áhrif á íslenska scalping markaðinnn. Án þess að hafa einhverjar tölur þá finnst mér mjög líklegt að flestar ps5 sem eru seldar á uppsprengdu verði fara á bland eða brask&brall, einhverjir ríkir foreldrar að redda gjöf fyrir barnið sitt :svekktur

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 01:25
af Tbot
Mossi skrifaði:Protip Tbot. Ekki byggja strámenn til að reyna að koma þínu fram.

Hinu nenni ég varla að svara en:

Flestir sem sækja Vaktina eru fastagestir og ýmist starfandi í tæknigeiranum eða hafa mikinn áhuga á honum. Fólk sem hefur nokkurt vit á t.d. eins og raunvirði hlutanna sem er verið að selja. Og fólk sem einmitt gagnrýnir og varar við öðrum sem reynir að komast upp með slæma viðskiptahætti.

Pointið mitt: scalpers virka ekki á Vaktinni. Þeir eru yfirleytt hraktir í burtu af fastagestunum.

Svo líka. Þessi scalpers eru líka alveg on topic. Þ.e.a.s. að selja skjákort og ps5 og svona. Það er ekki eins og það sé verið að reyna að breyta Vaktinni í eitthvað frjálst markaðstorg (Bland, Fésið). Svo jújú hvimleitt, en maður bara lítur framhjá þessu eða grillar aðeins í þeim.

Svo er ég líka aldrei hrifinn af ritskoðun. Býður upp á fleiri vandamál en það leysir.

Svo líka bara staðreyndin. Fólk borgar fyrir hlutina það sem það er tilbúið að borga fyrir. Ef einhver er tilbúinn að borga 2x fyrir Playstation eða Skákort, þá er það á hans ábyrgð, ekki Vaktinnar. Fullorðið fólk er fullorðið fólk.



Þarna kemur fram grundvallar munurinn á sjónarmiðum okkar, ég vill loka strax á þá, þú vilt leyfa þeim að pósta að vild.

Smá ábending, byggja strámenn er bein þýðing úr ensku og hefur enga tengingu við íslensku.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 01:31
af Tbot
Þetta komment sem ég sá á erlendri síðu um scalping lýsa þessu ansi vel.

This topic seperates folk in an interesting way. If you value people over profit, you hate scalpers, if you value the opposite, you support them.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 06:11
af Viktor
Klemmi skrifaði:
Tbot skrifaði:Það eru nokkrar leiðir til, en er ykkar sem stjórnenda að finna.

Miðað við reglur vaktarinnar, þá er ekkert sem bannar að selja líffæri hérna, því líffæri er vara í þeim skilningi og eftirspurn er margföld, miðað við framboð.

Sölureglur
Þú selur einungis vöru sem þú löglega átt. #


Ég ætla ekki einu sinni að eyða tíma í að svara þessu.


Fyrir áhugasöm :) https://en.wikipedia.org/wiki/Straw_man

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 08:32
af Klemmi
Það má kannski líka nefna að þessir aðilar hérlendis virðast ekki vera stórtækir. Við sjáum jú nokkur skjákort og nokkrar PS5 tölvur, en þetta er brotabrot af heildarmagninu sem selt er. Þetta virðast vera einstaklingar sem skrá sig á biðlista til að næla í eitt til tvö eintök til að græða einhverjar tiltölulega lágar upphæðir.
Finnst því ólíklegt að þessir einstaklingar séu að taka eintök frá einhverjum sem hafa beðið lengi eða reynt mikið að komast yfir vöruna, því þá hefðu þeir sjálfir verið skráðir á þessa biðlista á svipuðum tíma.

Að mínu mati er þetta því ekki sambærilegt við það sem sést úti, þar sem menn eru með botta sem kaupa sjálfkrafa allt sem fer á netið.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 10:01
af jonsig
Ég hef bara fengið aðvörun á spjallinu fyrir að bögga skalpera.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 10:29
af Dropi
Tbot skrifaði:Þetta komment sem ég sá á erlendri síðu um scalping lýsa þessu ansi vel.

This topic seperates folk in an interesting way. If you value people over profit, you hate scalpers, if you value the opposite, you support them.

Jahérna, vissi ekki að ég elskaði scalpers fyrr en þú bentir mér á það.

Þvæla.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 12:23
af oliuntitled
Hvernig viltu skilgreina scalpers ?

Það kemur hér inn fólk sem kaupir vöru og sér eftirá að þetta sé ekki fyrir þau eða að fjárhagurinn sé ekki í lagi eftir mikla bið og ákveður að selja, ég myndi ekki telja það vera scalpers.
Það er lína þarna á milli sem er oft erfitt að skilgreina og því erfitt að setja einhverja spes reglu um það.

Að sjálfsögðu geturðu sett í reglurnar "scalping er bannað" en þetta er opinn forum þar sem fólk getur skráð sig og selt hluti, stjórnendurnir hérna eru ekki í fullri vinnu við að police-a þennann platform, þetta er community og sem community að þá er það á herðum okkar allra að benda á (með sem minnstum skætingi og dónalegheitum) að á X þræði sé verið að selja vöru langt yfir búðarvirði.

Það er ekki raunhæft að stjórnendur þurfi að standa í því að samþykkja alla þræði sem koma hér inn, enda er reporting tólið hannað til að aðstoða þá við það og þeir vinna þetta svo eftir bestu getu.

Rosalega auðvelt að standa á hliðarlínunni og öskra hvað þú hatar scalpera og hvað allir aðrir virðast elska þá af því að þeir eru ekki í jafn miklu harðlínu stance og þú gagnvart þessu, einsog með flestallt að þá er þetta ekki eitthvað sem er jafn auðvelt að laga og þú heldur.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 13:01
af Mossi__
Þessi hyperbólismi hjá þér, Tbot, minnti mig á þetta.

https://youtube.com/L3dxMGzt5mU

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 14:12
af Klemmi
Ef einhver er að leita að PS5 digital version, þá er hún allavega merkt til hjá Vodafone þegar þetta er postað:

https://vodafone.is/vorur/nanar-um-voru ... eafc2084a#

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 14:57
af CendenZ
dVDJiez.gif
dVDJiez.gif (986.4 KiB) Skoðað 2771 sinnum

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 18:41
af Viktor
Það getur varla talist scalping ef einhver kaupir eitt stykki PS5 eða RTX 3070 og endurselur?

Hélt þetta ætti bara við um þá sem væru að selja í magni.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 20:08
af ZiRiuS
Ef Tbot og jonsig myndu stofna svona svipaða síðu og Vaktin yrði hún þá svona útvarp saga útgáfa? :-k

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 20:49
af audiophile
Ég sé bara ekkert að þessu. Frjáls markaður sem stýrist af framboði og eftirspurn. Þetta eru skrýtnir tímar þar sem eftirspurn er töluvert meiri en framboð á nokkrum hlutum og vonandi tímabundið ástand. Ef einhvern langar virkilega í ákveðinn hlut og er til í að borga það verð sem seljandi sættir sig við eru væntanlega báðir aðilar sáttir.

Að því sögðu finnst mér verð á skjákortum í dag alveg út í hött og myndi ekki detta í hug að borga svona hátt verð fyrir slíkt og einnig hef ég engan áhuga á PS5 þannig að þetta ástand hefur engin áhrif á mig. Ég skil aftur á móti að það sé nett pirrandi fyrir þá sem eru með hauggamalt skjákort eða jafnvel ekkert skjákort og virkilega þurfa að kaupa nýtt.

Re: Vaktin og "scalping"

Sent: Mið 30. Jún 2021 20:53
af mjolkurdreytill
ZiRiuS skrifaði:Ef Tbot og jonsig myndu stofna svona svipaða síðu og Vaktin yrði hún þá svona útvarp saga útgáfa? :-k


AMX