Kerfisstjóri og nám
Sent: Lau 12. Jún 2021 15:21
Sælir vaktarar, mig langar aðeins til að breyta til í mínum starfsferli og er að pæla í einhverju tengdu tölvum og upplýsingatækni. Ég hef alltaf haft áhuga á því sviði þó ég starfi nú við allt annað.
Ég er að spá í svona kerfisstjóranámi (tæknistjórnun) hjá Promennt eða NTV. En þar sem ég er dáldið grænn þá langar mig til þess aðeins að spyrja um hvernig vinna kerfisstjórans er svona í grunninn.
Ég vann við vefsíðugerð og gerði meira að segja tölvuleik (í Director Lingo málinu) hérna um aldamótin en hef lítið unnið við tölvur síðan þannig að ég veit að mikið hefur breyst en ég kann samt aðeins "mannganginn" t.d. í Wordpress.
Ég hef ekki stúdentspróf þannig að háskólarnir koma ekki til greina sýnist mér. Mig langar líka til að koma mér upp menntun á öðru sviði á sem stystum tíma vegna ýmissa aðstæðna.
Allar upplýsingar eru vel þegnar hérna eða með einkaskilaboðum.
Ég er að spá í svona kerfisstjóranámi (tæknistjórnun) hjá Promennt eða NTV. En þar sem ég er dáldið grænn þá langar mig til þess aðeins að spyrja um hvernig vinna kerfisstjórans er svona í grunninn.
Ég vann við vefsíðugerð og gerði meira að segja tölvuleik (í Director Lingo málinu) hérna um aldamótin en hef lítið unnið við tölvur síðan þannig að ég veit að mikið hefur breyst en ég kann samt aðeins "mannganginn" t.d. í Wordpress.
Ég hef ekki stúdentspróf þannig að háskólarnir koma ekki til greina sýnist mér. Mig langar líka til að koma mér upp menntun á öðru sviði á sem stystum tíma vegna ýmissa aðstæðna.
Allar upplýsingar eru vel þegnar hérna eða með einkaskilaboðum.