gRIMwORLD skrifaði:Hvað finnst ykkur um verðlagningu í Bláa Lóninu?
Nú er ekki lengur árskort í boði fyrir fjölskyldur en í staðinn er hægt að kaupa sumarkort með 4 mánaða gildistíma fyrir....dadadaaaaaa....sama verð og gömlu árskortin.
Jah... fljótt á litið er þetta ekkert galið verð "miðað við" margt annað...
Tengjum það t.d. næsta commenti...
Moldvarpan skrifaði:Ég elska hvað það eru allir fljótir að stökkva á neikvæðu lestina á vaktinni
En afhverju ekki að prófa eh nýtt, Sky lagoon er soldið 2021 sko
Ég fór einmitt í Bláa Lónið síðasta sumar... og Sky Lagoon fyrir uþb viku síðan. ("Sky Leiðin", þessi dýrari nb.)
Bæði skiptin voru mjög kósí... en til samanburðar þá er Sky Lagoon dýrara í grunninn og með minna "innifalið".
Til samanburðar, ódýrustu pakkarnir:
Bláa Lónið - Comfort:- Verð: 6.990
- Innifalið: handklæði, kísilmaski þarna útí lóninu á kísilbarnum.
- + Einn drykkur að eigin vali...
vs
Sky Lagoon - Pure Leiðin: - Verð: 8.500kr
- Innifalið: Handklæði, og "Sjö skrefa ritúal" -->> aðgengi að gufubaði, smá body maski ef svo má að orði komast. Má segja að sé sambærilegt við "andlitsmaskann" í bláa lóninu.
- Enginn drykkur innifalinn í verði...
Semsagt, í grunninn fyrir ódýru pakkana... þá er bláa lónið ódýrara og þú getur fengið þér Prosecco án þess að bæta við kostnað.
Hvað fáum við auka fyrir "dýru" pakkana...
Bláa Lónið - Premium:- Verð: 8.990
- Sama og í comfort (muna, drykkur innifalinn)
- + Baðsloppur og inniskór
- + fleiri andlitsmaskar
- + Auka freyðivínsglas ef þú pantar borð á Lava Restaurant eftir lónið...
vs
Sky Lagoon - Sky Leiðin - Verð: 13.900kr
- Sama og í "pure"
- "Einkaklefi" til að sturta og fara í/úr sundfötunum ásamt "Ský húðvörum"
- --- Sky húðvörurnar: shower gel og hárnæring... og body lotion á brúsa... Ég man ekki hvað sambærilegt var í Bláa Lóninu því þetta er eiginlega það ómerkilegt að það tæki því ekki að nefna þetta. Ég vona að fólkið í "Comfort" leiðinni fái nú amk shampoo...
- --- Til viðbótar, orðið á götunni segir að þetta sé nú bara eins og "nýju" klefarnir í Bláa Lóninu hvort eð er....
- Ennþá enginn drykkur innifalinn...
Raunverulega "sambærilegur pakki", er því Blá Lónið Comfort (6.990) vs. Sky Lagoon Sky (13.990), þarna munar 7.000kr og þú færð samt meira fyrir peninginn í Bláa Lóninu.
Og í Bláa Lóninu er allskonar auka stuff sem hægt er að sækja í ef maður vill, eins og t.d. að bóka sig í nudd. Ekkert þvíumlíkt í Sky Lagoon.
Til viðbótar, þa er bæði veitingastaður hjá Bláa Lóninu til að fá sér gott að snæða eftir að hafa verið ofaní, en einnig er mini-veitingastaður sem hægt er að fara í meðan maður er í lóninu en vill kannski fá sér að borða.
Í Sky Lagoon er kaffihús þar sem hægt er að fá sér ristaða samloku og annað smá bakkelsi eftir að hafa verið ofaní, en ekkert á meðan dvölinni stendur.
Það sem Sky Lagoon hefur framyfir Bláa Lónið er að það er á höfuðborgarsvæðinu. Fín staðsetning upp á að gera sér glaðan dag með vinahóp án þess að þurfa rútuferð til að komast aftur heim.
Og ég mun örugglega fara aftur í Sky Lagoon einmitt á þeim forsendum.
Ég mun líka alveg fara aftur í Bláa Lónið, enda var það bara fín dagsferð með fjölskyldunni.
(Þannig að þegar þið farið í Sky Lagoon... nema að þið hafið þörf fyrir að sturta ykkur án þess að neinn sjái til, ekki eyða $$ í dýrari pakkann.)
Hvað árs... uh, 4 mánaða kortin varðar, þá má benda á að 6. mánaða kort í sund í Reykjavík kostar 19.460, og sumarkort Bláa Lónsins á 24.900 er því ekkert langt frá...
(Það skal tekið fram að ég er á engan hátt tengdur hvorki Bláa Lóninu né Sky Lagoon.)
Tuðpúkar spjallsins skrifaði:[...]
Þið hefðuð gott að því að skella ykkur í Bláa Lónið...