vantar aðstoð með windows 10
Sent: Mið 26. Maí 2021 00:14
af emil40
Hæ hæ.
Ég er að lenda í því að tölvan hjá mér slekkur á skjánum og endurræsir sig stuttu eftir að ég er kominn inn í windows 10. Er eitthvað sérstakt sem að þið gætuð bent mér á að prófa til þess að laga ?
Re: vantar aðstoð með windows 10
Sent: Mið 26. Maí 2021 01:43
af Gemini
Margt sem gæti valdið þessu. Erfitt að útiloka svona nema að eiga lausa hluti til að skipta út. Af þessari stuttu lýsingu myndi maður halda hardware issue. Aflgjafi er auðvitað ofarlega á lista þegar tölva svona slekkur á sér. Gæti samt verið margt annað.
edit : annars endurræsa tölvur sér svona líka ef þú hefur yfirklukkað örgjörvann of mikið. Svo gæti athugað hvort kælikerfið sé allt í gangi. Ef þú hefur líka smá tíma í windows reyndu þá að slökkva á því að tölvan endurræsi sér sjálfkrafa á bláskjám. Þá mögulega sérðu hvað hún er að væla yfir ef hún er að gera bláskjávillur. (ýtir á start -> skrifar "advanced system" og opnar það -> Settings undir startup and recovery -> slekkur á automatic restart.)