falcon1 skrifaði:Það var algjörlega vitað mál að þessi tilraun myndi ekki hafa nein áhrif nema að skemma umhverfið við þetta túristagos. Einhver moldarhaugur er ekki að fara að stöðva eða hindra kviku/hraunflæði að neinu marki, þetta gæti allt eins allt rofnað í sundur og búið til kvikuflóð sem væri í raun hættulegra en þetta rennsli sem hefur verið hingað til á kvikunni/hrauninu.
Eina áhugaverða tilraunin er lagning tilraunaljósleiðara til að sjá hver áhrif á ljósleiðara eru þegar hraun fer yfir hann en það var hægt að gera án þessara landspjalla.
Afhverju eru menn að hafa áhyggjur af umhverfinu þarna ?
Þetta hefði þá bara farið hvort sem er undir hraun
Það er ekki einsog fólk sé að fara þangað uppeftir til þess að skoða eitthvað annað en gosið, þetta er ekki túristasvæði nema bara útaf gosinu.
**Edit
Síðan ekki gleyma því að garðurinn hélt þessu, hann rofnaði ekki, þessi "einhverji moldarhaugur" stöðvaði semsagt alveg hraunrenslið eins lengi og hægt var, hann var bara ekki nógu hár, það fór að renna yfir hann en ekki í gegnum hann.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021 ... argardinn/mjolkurdreytill skrifaði:Áður en menn missa sig í vísindalegu mikilvægi þessara gagnslausu varnargarða þá er kannski rétt að halda því til haga að Ísland er ekki eina eldfjallaeyjan í heiminum. Ísland er ekki einu sinni eina eldfjallaeyjan í heiminum þar sem hraun hefur ógnað byggð.
Þessi aðgerð var lítið annað en mistök hvatvísra stjórnvalda og eftiráskýringarnar um einhverja meinta þekkingu halda ekki vatni (hrauni
).
Hefur álíka verið reynt annar staðar ?
Nú veit ég t.d. að við eyjamenn vorum ekki fyrstir að reyna hraunkælingu, það var búið að prófa hana einhver staðar annar staðar (man bara ekki hvar það var)
Þýddi það að úr því að það var búið að prófa það annar staðar að það mátti ekki reyna hana hérna ?
Það vill bara þannig til að öll reynsla er til góða og sérstaklega þegar að tilraunir misheppnast, þá er nefnilega hægt að betrum bæta þetta.
Þetta var ekki að eyðileggja neitt og þetta kostaði smápeninga, afhverju er fólk svona á móti þessu.
Gæti hugsanlega skilið það að fólk sé á móti peningunum, en það voru bara smáaurar sem að fóru í þetta, búið að ákveða að eyða mun mikið stærri upphæðum í göngustíga og annað þarna í kring.
EF þetta hefði aftur á móti getað virkað, þá hefði þetta getað sparað óhemju fé.
Það var svo sem alveg vitað að þetta gat ekki virkað til lengdar, en ég bara skil ekki að vera svona mikið á móti þessu.