Öryggisgleraugu

Allt utan efnis

Höfundur
talkabout
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Fös 26. Mar 2004 14:49
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Öryggisgleraugu

Pósturaf talkabout » Þri 11. Maí 2021 21:46

Jæja, aldurinn farinn að segja full hressilega til sín og maður þarf að uppfæra gleraugun á 2-3 ára fresti. Er smiður og finnst kominn tími til að vera með öryggisgleraugu með styrk til að sleppa við allskonar hlífar/hlussuyfirgleraugu þegar á þarf að halda... því maður notar það aldrei, best að vera bara með almennilegt drasl á fésinu!

Allavega, maður er alltaf að spá í pyngjunni, gleraugu eru ekki alveg það ódýrasta almennt. Eina online sem ég finn á Íslandi er https://www.safetyeyes.is/ og verð að viðurkenna að mér finnst síðan svona la-la traustvekjandi. Hefur einhver reynslu af að panta frá þeim?

Svo kíkti ég á listann góða hér á Vaktinni (https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=9&t=75096&hilit=erlendar+vers%C3%AD%C3%B0ur) og þar eru https://www.zenni.com/ með öryggisgleraugu sem mér sýnist að hingað komin með vsk og toll ættu að vera á um 25k hingað komin. Djók verð ef þau eru einu sinni hálfnothæf.

Hafa menn reynslu af þessu? Er einyrki þannig að ekki er eitthvað stórfyrirtæki að fara að borga þetta fyrir mig. Ef ég geng inní gleraugnaverslun þarf ég að láta hvítuna úr betra auganu þar...


Ryzen 7 5800X - Noctua NH-D15S - Gigabyte Gaming OC RTX3070- G.Skill Trident Z 2x16 3600 - ASRock X570 Steel Legend- Seasonic M12II-620 EVO - Nanoxia Deep Silence Case

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Öryggisgleraugu

Pósturaf tdog » Þri 11. Maí 2021 21:49

Elkem og Norðurál taka gleraugu gegnum Sjónglerið á Akranesi.

Þú lætur þessi gleraugu að sjálfsögðu upp í kostnað, þú ferð ekki að greiða þetta með laununum þínum.




Copyright
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 20:37
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Öryggisgleraugu

Pósturaf Copyright » Þri 11. Maí 2021 22:10

Dynjandi hefur verið með 3M gleraugu í standard styrkleikum
Augastaður hefur verið með öryggisgleraugu á ágætum verðum



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Öryggisgleraugu

Pósturaf Nariur » Þri 11. Maí 2021 22:25

Ég hef góða reynslu af venjulegum gleraugum frá Zenni. Er að nota glreaugu frá þeim núna, þau eru mjög fín.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

JohnnyRingo
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Sun 28. Júl 2013 00:59
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Öryggisgleraugu

Pósturaf JohnnyRingo » Þri 11. Maí 2021 23:47

Eru einhverjir ókostir við öryggisgleraugu miðað við venjuleg?