Spotify og persónuvernd
Sent: Þri 04. Maí 2021 17:20
Nú er ég doldið nýbúinn að uppgötva þetta "social" dæmi í spotify, hef lítið kært mig um að vita hvað aðrir eru að spila eða láta aðra vita hvað ég er að spila, það gæti verið viðkvæmt fyrir suma Þannig að ég hef ekki virkjað þessa social media tengingu í spotify og ég er með allar persónuverndarstillingar í botni.
En svo kemur í ljós að það eru hellings upplýsingar um mig publicly aðgengilegar á spotify, þrátt fyrir þetta. Það er hægt að sjá ýmislegt sem mér datt ekki í hug að væri hægt að sjá um mig.
Ég get leitað að hvaða íslendingi sem er (flestir skráðir undir nafni) og séð hvað viðkomandi er að spila, playlista, hvað var spilað síðast, hverja viðkomandi er að "followa" og einnig séð hverjir eru að followa viðkomandi, og þannig séð persónulegt tengslanet. Þannig er default stillingin.
T.d. fletti ég upp bróður mínum, gat séð allt það sem hann er með, séð konu hans og börn og hvað þau eru að spila ásamt tengslaneti þeirra.
Hvað finnst mönnum um þetta? Er þetta ekki skólabókardæmi um GDPR brot?
Ég veit að sumir segja bara "æi mér er sama þó einhver sjái að ég sé að spila metallica"... en þetta gæti verið viðkvæmara en það. Það eru t.d. margar audio books á Spotify sem fjalla um hin og þessi málefni og þá væri hægt að bókstaflega sjá hvað viðkomandi er að leigja sér á bókasafninu ef svo má að orði koma.
Yfirmaður þinn gæti séð þig vera að spila mikið "How to get a better job!", eða maki þinn "How to get a new girlfriend!" ... þið skiljið, þetta skilur eftir sig ýmsa brauðmola um ætlun, tónlistasmekk, áhugasvið, það sem þú ert að læra og plön ... eitthvað sem þú gerðir ráð fyrir að séu prívat upplýsingar.
Annað dæmi er um kannski samkynhneigðan einstakling í skápnum og er að followa fullt af svona gay artistum... þá væri hægt að draga einhverja ályktun út frá því.
Þú vilt ekki að spotify exposi hlustunarsögu þína frekar en youtube exposi áhorfssögu þína.
Það að spotify exposi svona er skandall.
En svo kemur í ljós að það eru hellings upplýsingar um mig publicly aðgengilegar á spotify, þrátt fyrir þetta. Það er hægt að sjá ýmislegt sem mér datt ekki í hug að væri hægt að sjá um mig.
Ég get leitað að hvaða íslendingi sem er (flestir skráðir undir nafni) og séð hvað viðkomandi er að spila, playlista, hvað var spilað síðast, hverja viðkomandi er að "followa" og einnig séð hverjir eru að followa viðkomandi, og þannig séð persónulegt tengslanet. Þannig er default stillingin.
T.d. fletti ég upp bróður mínum, gat séð allt það sem hann er með, séð konu hans og börn og hvað þau eru að spila ásamt tengslaneti þeirra.
Hvað finnst mönnum um þetta? Er þetta ekki skólabókardæmi um GDPR brot?
Ég veit að sumir segja bara "æi mér er sama þó einhver sjái að ég sé að spila metallica"... en þetta gæti verið viðkvæmara en það. Það eru t.d. margar audio books á Spotify sem fjalla um hin og þessi málefni og þá væri hægt að bókstaflega sjá hvað viðkomandi er að leigja sér á bókasafninu ef svo má að orði koma.
Yfirmaður þinn gæti séð þig vera að spila mikið "How to get a better job!", eða maki þinn "How to get a new girlfriend!" ... þið skiljið, þetta skilur eftir sig ýmsa brauðmola um ætlun, tónlistasmekk, áhugasvið, það sem þú ert að læra og plön ... eitthvað sem þú gerðir ráð fyrir að séu prívat upplýsingar.
Annað dæmi er um kannski samkynhneigðan einstakling í skápnum og er að followa fullt af svona gay artistum... þá væri hægt að draga einhverja ályktun út frá því.
Þú vilt ekki að spotify exposi hlustunarsögu þína frekar en youtube exposi áhorfssögu þína.
Það að spotify exposi svona er skandall.