appel skrifaði:1. Kínverjar eiga aðeins brot af skuldum BNA. Jafnvel þó þeir myndu selja allt á morgun þá myndi dollara-kerfið "gleypa það" og á endanum væru kínverjar verr staddir með enga dollara! Heimshagkerfið er dollara-hagkerfi, 97% af öllu heimshagkerfinu er í dollurum... þá meina ég viðskipti milli land ásamt öllum færslum milli landa og seðlabanka. BNA og Kína eiga í viðskiptum með dollurum, BNA og Evrópa eiga í viðskiptum með dollurum, jafnvel Evrópa og Kína eiga í viðskiptum með dollurum. Indverjar kaupa vörur frá Kína með því að borga með dollurum. Allt heimshagkerfið keyrir á dollurum.
Ég held að ég hafi ekki komið þessum punkt nægilega vel frá mér, vissulega eiga þeir engan ráðandi hlut í skuldum BNA, ef að ég man rétt þá er það eitthvað um 5% og síðan gríðarlegt magn af dollurum.
Heimshagkerfið hefur nefnilega akkúrat ekki efni á því að kínverjar myndu innleysa til sín skuldir bandaríkjanna og dæla dollurunum sínum út, vissulega yrðu þetta aldrei dauðadómur, en heimshagkerfið hefur ekki efni á því, þeir gætu sett BNA aftur um einhver ár, ekkert sem að þeir ná sér ekki útúr en þetta er ekkert sem að þeir myndu vilja.
vissulega væru kína sjálfir á hræðilegum stað eftir það, en heimurinn væri bara líka á vondum stað eftir það, þar að auki gætu þeir lokað á svo gríðarlegt magn af framleiðslu sem að heimurinn þarf.
Enda einsog ég sagði, það eru milljón ástæður fyrir því að stöðva kínverja, það er rosalega góð ástæða fyrir því að það hefur ekki verið gert, það er rosalega góð ástæða fyrir því að þeir hafa fengið að gera basically það sem að þeim dettur til hugar, vegna þess að að annars vegar fallinu sem að þeir gætu sett á hagkerfið og síðan vegna vinnuafls/framleiðslu, þetta eru samliggjandi þættir.
appel skrifaði:2. Vörur sem Kína framleiðir er ekki hægt að stýra hvar þær lenda. Vörur fara bara um heimshagkerfið og lenda á þeim stað þar sem kaupandi er. Kína ræður engu um endastöð slíks varnings. Við kaupum helst vörur af Bretlandi, BNA og Evrópulöndum, ekki beint af Kína. Þannig að Kína þyrfti að hætta að senda vörur til meginþorra hagkerfis heimsins bara til að hætta að senda vörur til Íslands.
Þarna var ég ekki endilega að tala um það sem að við kaupum, enda gætum við alltaf keypt annar staðar frá, þarna er ég að tala um það sem að við seljum þeim, við seljum þeim nefnilega töluvert, þeim myndi ekkert muna að sleppa því að kaupa, en okkur gæti munað að hafa ekki kaupendur.
Þeir voru t.d. 7 stærstu kaupendur sjávarfangs árið 2017 eða 2018, öll grásleppa t.d. hellingur af hrognum fara þangað, makríll og loðna.
Þetta er eitthvað sem að íslensku þjóðinni munar um að geta selt, en þeir geta hæglega keypt annar staðar (einsog við getum alveg sleppt því að versla við ali frænda og verlsað við aðrar netverslanir)
Nema við gætum þá ennþá keypt vörur framleiddar í kína, þeir myndu bara ekki kaupa íslenskar vörur, þrátt fyrir að það væru erlendis seljendur.
appel skrifaði:3. Kína er fátækt land og það eru mikil innbyrðis átök þar þó það bóli ekkert á því í fjölmiðlum enda allt þaggað niður í hel. Kína er einsog risastórt N-Kórea í raun, og það er mikið í gangi "behind the scenes" meðal elítunnar. Það er gríðarlega erfitt að stýra svona stóru landi með svona gígantískt mikinn mannfjölda þar sem misskipting er alveg svakalega. Það eru engir frjálsir fjölmiðlar í Kína, bara ríkismiðlar sem propaganda hvað allt er dásamlegt. Í raun veit maður aldrei hvort þessi púðurtunna springi, þetta er einsog með Yellowstone eldfjallið, komið á tíma, en veit aldrei hvort springur og engin merki um það.
Svo er alltaf hægt að setja spurningamerki við allar þessar hagtölur frá þeim.
Vissuelga fátækt land, en hefur stækkar gríðarlega, það var svo gott að segja engin "middle class" þarna fyrir ca 35 árum(5-10%), núna er middle class þar alveg lágmark mannfjöldinn í USA, líklegast nær því að vera tvöfaldur.
að bera kína saman við N-Kóeru er bara rangt, þetta er vissulega langt frá því að vera ríkt land, en þetta er langt frá því að vera á svipuðum slóðum og NK.